Morgunblaðið - 06.10.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.10.2011, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími : 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 17. október. MEÐAL EFNIS: Vetrarklæðnaður Góðir skór fyrir veturinn Krem fyrir þurra húð Flensuundirbúningur Ferðalög innan- og utanlands Bækur á köldum vetrardögum Námskeið og tómstundir í vetur Hreyfing í vetur Bíllinn undirbúinn fyrir veturinn Leikhús, tónleikar ofl.. Skíðasvæðin hérlendis. Mataruppskriftir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað Vertu viðbúinn vetrinum föstudaginn 21.október Vertu viðbúinn vetrinum Ákall framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóð- anna til mannkyns var birt hér í Morgunblað- inu í gær (h. 4. okt.) Þar telur hann upp brýnustu og mikilvægustu verk- efni mannkyns í dag að hans mati í tilefni fram- boðs hans til stöðu sinn- ar annað kjörtímabilið í röð. Geta langflestir jarðarbúar skrifað hjartanlega upp á flest af því sem þar var talið upp (nema helst nokkrir harðsvíraðir hægri menn allra landa), s.s. sjálfbæra þróun, bindandi sátt- mála gegn loftslagsbreytingum, nýtt kerfi í orkumálum jarðar, meiri mannréttindi, mengun, bætta stöðu kvenna og ungmenna í heimi hér o.fl. o.fl. En þessi góði maður gleymdi alveg óhreinu börnunum hennar Evu. Hin- um stóru blettum á samvisku mann- kyns í dag. Blettunum sem yfirgnæfa allt og allt, hvernig sem á það er litið. Þjáning jarðar eykst með hverju árinu sem líður. Dýrin sem gista þessa jörð með okkur manndýr- unum þola sífellt ólýs- anlegri þjáningar vegna siðlausrar sið- menningar mannsins. Grátur þessara ein- staklinga nær ekki eyrum neinna ráða- manna heimsins. Þeim og þorra þegna þeirra er líka alveg sama, bara ef kjötið á borðum þeirra bragðast vel, og stolnu loðskinnin hlýja þeim vel í kuldanum á leið í tónleikahöllina. Langljótasti blettur mannkyns í dag er þessi sívaxandi þjáning dýr- anna okkar vegna. Þrengslabúskap- urinn (factory farming), tilraunir á dýrum í tilraunastofum, og hinar afar sársaukafullu veiðar á dýrum í skemmtunarskyni mannsins eru svo ljótur blettur á mannkyni að það er nánast ofar öllum skilningi. – Og því miður: Langflestum jarðarbúum er slétt sama um örlög og þjáningar þessara meðbræðra okkar og systk- ina. Næst á eftir helför dýranna eru smánarblettir mannkyns sem fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna minntist heldur ekki einu orði á. Ekki orð um allar fóstureyðingar heimsins. Lætur nærri að þriðji til fjórði hver jarðarbúi sé myrtur með köldu blóði í móðurkviði. Ekki orð um það. Bág staða kvenna og ungmenna í heim- inum hefur m.a. verið lagfærð með því að gefa konum og læknum heimsins það vald frá Guði að drepa alla þá menn og konur í móðurkviði sem ekki voru eða eru velkomnir í þessa krumpuðu siðmenningu. Væri nú ekki nær að laga félagslega stöðu kvenna á einhvern annan hátt en þennan öm- urlega? Það myndi ekki standast nein réttarhöld að drepa einhvern mann úti í bæ af því að staða móður hans eða fjölskyldu væri svo bág (?). Hætt er við að þessum málum væri öðru vísi skipað hefðu bæði jarð- arbúar í móðurkviði sem og hin dýrin atkvæðisrétt í öllum almennum kosn- ingum. Hljóðið í frambjóðendum og liðsmönnum þeirra myndi snarlega verða sveigjanlegt ef svo væri, líkt og hjá vinum þeirra Ragnari Reykási forðum. Einnig hjá framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Eftir Magnús H. Skarphéðinsson » Langljótasti blettur mannkyns í dag er þessi sívaxandi þjáning dýranna okkar vegna. Magnús H. Skarphéðinsson Höfundur er þjóðsagnasafnari og m.a. forseti Músavinafélagsins. Gleymda forgangsröðin hjá Ban Ki-moon Fjármálaráðherra hefur nú kunngert fjárlagafrumvarp rík- isstjórnarinnar fyrir árið 2012. Enn er gerð tilraun til að vega í þann knérunn sem flestir munu sam- mála um að sé ósnert- anlegur að því er skattheimtu varðar. Sérhverjar álögur á lífeyrissjóðina fela einfaldlega í sér skerðingu á getu þeirra til þess að greiða lífeyrisþegum elli-, maka- og örorkulífeyri nú og til framtíðar. Öllum sem hafa vinnutekjur er gert að greiða tiltekið iðgjald til lífeyr- issjóðs til þess að afla sér lífeyr- isréttinda þegar starfsævi lýkur. Það sæmir ekki stjórnvöldum að fara síðan inn bakdyramegin og ná þar í einhverja fjármuni og skerða þannig lífeyrisréttindi þessa sama fólks. Þó skal tekið fram að um 20% lífeyrisþega verða ekki fyrir fjárhagslegu hnjaski ef sjóðum þeirra er gert að greiða aukaskatt til ríkisins. Þeir eiga aðild að sjóð- um sem njóta ábyrgðar opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga. Þessir aðilar verða því að fjár- magna skattheimtuna með auknum álögum á skattþegnana, m.a. á líf- eyrisþegana í svonefndum almenn- um sjóðum sem og aðra sjóðfélaga þeirra. Þeir sjóðfélagar þurfa hins vegar að þola skerðingu á lífeyr- isréttindum sínum jafnframt fyrr- greindri þátttöku í fjármögnun skattheimtunnar. Er hér um að ræða brot á jafnræð- isreglunni, Stein- grímur? Stjórnvöld verða nú þegar að viðurkenna þá staðreynd að eignir lífeyrissjóðanna eða tekjur þeirra geta aldr- ei orðið skattstofn. Það stangast einfaldlega á við heilbrigða skyn- semi og réttlætiskennd fólksins. Lífeyrissjóðir eru formlega flokkaðir sem fjármálastofnanir með bönk- um, vátryggingafélögum og fleiri fyrirtækjum sem eru rekin á við- skiptalegum forsendum fyrir hlut- hafa þeirra. Öðru máli gegnir um lífeyrissjóðina sem starfa einungis í þágu sjóðfélaganna. Sjóðunum ber að hámarka lífeyrisréttindi þeirra í samræmi við lög og reglur, sem og samþykktir viðkomandi sjóða. Þess vegna gilda allt önnur lögmál um lífeyrissjóðina en aðrar fjár- málastofnanir og í raun eiga stjórn- völd að ganga fram fyrir skjöldu í því að verja lífeyrissjóðina. Þetta er ekki við hæfi, Steingrímur Eftir Bjarna Þórðarson Bjarni Þórðarson » Sérhverjar álögur á lífeyrissjóðina fela einfaldlega í sér skerð- ingu á getu þeirra til þess að greiða lífeyr- isþegum elli-, maka- og örorkulífeyri. Höfundur er tryggingastærðfræð- ingur. Ráðamenn Kópavogs átta sig nú á ógn er hag bæjarins stafar af fötl- uðum og öldruðum. Þar komast þau ekki upp með neitt múður. Ferða- þjónusta fatlaðra í Kópavogsbæ er skýrasta dæmið. Hún var boðin út. Að bjóða ein- staklingi að gera út á fólk sem get- ur ekki séð um sig, er á verulega gráu svæði. Sið- leysið er næsti bær við. Það segir sig sjálft, að mað- ur með slíka starfsemi ætlar að græða. Boðið er upp á lokalausn á vanda sveitarfélaga vegna ábyrgðar þeirra á þeim sem ekki geta séð um sig sjálf. Borgarstjórinn, sem illu heilli var kosinn, gat orðið vinsæll hefði hann valið til aðstoðar skilningsríkt fólk sem áttaði sig á skelfilegu álagi sem fylgir fötlun. Nú glymur að spara, oftast frá valdhöfum. Ekkert um að hagræða og jafna laun, eða endur- skoða lífeyrisgreiðslur til opinberra starfsmanna. Nú skal sækja verk- lagsreglur hundrað ár aftur í tímann eins og líkja má framkomu stjórnar Kópavogsbæjar við í þjónustumálum fatlaðra. Þar eru ferðir samnýttar á gróflegan hátt, öndvert við Ferða- þjónustu fatlaðra í Reykjavík sem er til fyrirmyndar og undanfarandi borgarstjórum til sóma. Að Reykja- víkurborg íhugi að fara á hið lága plan Kópavogsstjórnar í ferðaþjón- ustumálum fatlaðra og spara á kostn- að þessa fólks, mun örugglega stór- skaða svokallaða vinstri flokka. Núverandi borgarstjóri rústaði eigin möguleikum sem stjórnmálamaður, um leið og hann tók til máls. Úr tók þó steininn þegar hann lét glepjast og réð Dag B. Eggertsson, sem talar út í eitt um ekki neitt. Fyrir utan Stellu Víðisdóttur, formann velferð- aráðs, hefur hann minnstan skilning á vanda fatlaðra og er þeim meira en gagnslaus. Að bjóða út Ferðaþjón- ustu fatlaðra og vega þannig að lífs- kjörum þeirra sem verst eru settir, er ekki stórmannlegt. Fyrir mína líka þýddi það viðbótarfrelsissviptingu. Við sem getum ekki séð um okkur sjálf nema að litlu eða öngvu leyti, er- um manneskjur með andlegar og lík- amlegar tilfinningar. Stjórn Kópa- vogsbæjar skilur það ekki. Ég skora á ráðamenn borgarinnar að meta mannúð meira en peninga. Á því græðist mest, því þá hagnast allir. Mannúð og vit geta vel átt samleið. Hjá þeim sem finnur að sér þrengt og líður illa, magnast veikindi og kostnaður eykst. Eins og nú hagar til væri best að setja gamla fólkið í fang- elsi og glæpamenn á elliheimili! Þá fengi gamla fólkið aðgang að baði, tölvu, sjónvarpi o.s.frv. Allt starfsfólk talaði íslensku og enginn stæli frá þeim. Þeir sem vildu, gætu stundað nám, smá vinnu og gamla fólkið fengi greitt í stað þess að þurfa að borga háan hluta af ellilífeyrinum sínum. Bubbi Morthens og aðrir góðir kæmu svo til að skemmta á að- fangadag! Afbrotafólkið fengi þá kaldan mat, engan pening og væri einmana. Starfsfólkið talaði allt að 10 ólík tungumál og enga íslensku og af- brotafólkið þyrfti að slökkva ljósin kl. 20 og fengi að fara í bað einu sinni í viku. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur kæmu til að skemmta þeim á sjómannadaginn. ALBERT JENSEN, trésmiður. Eru aldraðir og fatlaðir vandræðafólk? Frá Alberti Jensen Albert Jensen Bréf til blaðsins Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréf- um til blaðsins. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningargrein“, val- inn úr felliglugganum. Ekki er leng- ur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.