Morgunblaðið - 06.10.2011, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011
✝ ÞorvarðurMagnússon var
fæddur við Jófríð-
arstaðaveg í Hafn-
arfirði 19. maí
1927. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans á Landa-
koti 26. september
2011.
Foreldrar hans
voru Þóra Þorvarð-
ardóttir, húsmóðir í
Hafnarfirði og Krýsuvík, f. 4.
september 1884, d. 7. júní 1957,
og Magnús Ólafsson, bóndi í
Krýsuvík, f. 9. september 1872,
d. 10. október 1950.
Systkini Þorvarðar eru Ólafur
Markús Magnússon, f. 9. sept-
ember 1917, d. 15. október 2004,
Sigurður Kristinn Magnússon, f.
3. febrúar 1919, d. 2 apríl 1919,
Guðmundur Miðdal Magnússon,
f. 2. september 1921, d. 27. febr-
úar 1975, og Guðbjörg Magn-
úsdóttir Flygenring, f. 19. jan-
úar1924. Hálfsystir samfeðra,
Guðný Ólöf Magnúsdóttir, f. 26.
nóvember 1908, d. 4. júní 1990.
21. desember 1981, og Helgu, f.
7. desember 1985. 5) Þorvarður
Árni, f. 6. nóvember 1964,
kvæntur Önnu Dagbjörtu Her-
mannsdóttur, f. 6. apríl 1968, og
eiga þau tvö börn, Magneu Krist-
ínu, f. 26. mars 1996, og Ólaf
Árna, f. 18. nóvember 1998, frá
fyrra hjónabandi á Þorvarður
Árni Björn Lyse, f. 17. júní 1991.
Þorvarður ólst upp á Hamr-
inum í Hafnarfirði hjá móður
sinni í nágrenni við fjölskyldu
hennar og vini. Sem ungur
drengur fór hann í sveit að
Höfða í Biskupstungum. Þor-
varður og Áslaug ólust upp og
bjuggu allan sinn búskap í Hafn-
arfirði, lengst af á Álfaskeiði 71.
Þorvarður nam húsasmíðar
hjá Steingrími Bjarnasyni bygg-
ingameistara og lauk iðnnámi
1947. Fyrstu árin starfaði hann
hjá Steingrími og bygginga-
félaginu Þór í Hafnarfirði en frá
árinu 1954 starfaði hann á eigin
vegum við húsasmíðar, fyrst í
samstarfi við bróður sinn Ólaf.
Áslaug og Þorvarður hófu störf í
ullariðnaði og stofnuðu fyr-
irtækið Icesheep árið 1976 og
unnu við það þar til þau létu af
störfum.
Útför Þorvarðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6.
október 2011, og hefst athöfnin
kl. 15.
Þorvarður
kvæntist hinn 11.
júní 1949 Áslaugu
Einarsdóttur, f. 1.
apríl 1926, frá
Hafnarfirði. For-
eldrar hennar voru
Helga Þorkelsdóttir
húsmóðir, f. 30. des.
1894, d. 25. okt.
1977, og Einar Ein-
arsson klæðskeri í
Hafnarfirði, f. 13.
des. 1893, d. 16. des. 1976. Börn
Þorvarðar og Áslaugar eru: 1)
Sigurður, f. 14. desember 1950,
kvæntur Vigdísi Victorsdóttur,
f. 15. september 1950, og eiga
þau tvö börn, Victor Þór, f. 20.
mars 1969, og Áslaugu, f. 22.
febrúar 1977. 2) Guðríður, f. 18.
desember 1952. 3) Óskírður
drengur, f. 3. mars 1955, d. 3.
apríl 1955. 4) Þóra, f. 8. júní
1957, og á hún 3 börn, Ólaf Þór,
f. 22. janúar 1976, hans kona er
Kristbjörg Hólmfríður Sig-
urgísladóttir, f. 21. febrúar 1975,
dóttir þeirra er Sandra Dögg, f.
7. desember 2005, Árna Heimi, f.
Elsku pabbi, nú þegar bar-
áttunni er lokið við erfiðan
sjúkdóm er komið að kveðju-
stund. Við stöndum eftir með
tómarúm í hjarta og skarð í
fjölskyldunni. Minningarnar
streyma fram í hugann. Þú
varst okkur svo góður, hlýr og
mikill félagi.
Fyrstu minningar mínar
tengjast því þegar þú og
mamma unnuð hörðum höndum
við að byggja okkur hús á Hval-
eyrarbrautinni. Einhverra hluta
vegna tengjast minningarnar
húsbyggingum framar öðru,
flestar frístundir tengdust
vinnu við heimilið. Minningar
tengjast líka heimsóknum til
ættingja á Hamrinum og Aust-
urgötunni. Ég minnist þess sem
ungur drengur að fá að vera
með þér á byggingastöðum eins
og Dröfn og Rafha.
Ég var svo lánsamur að fá að
starfa með þér þegar ég steig
mín fyrstu spor í atvinnulífinu
og naut þar leiðsagnar þinnar.
Ég kynntist samstarfsmönnum
þínum og vinum, þetta litla
samfélag sem Hafnarfjörður
var á þessum tíma var á svo
persónulegum nótum, þínir vin-
ir urðu mínir vinir, allir vildu
þeir leggja mér til góð ráð. Mál-
in þróuðust þannig að okkar
blómaskeið í byggingariðnaðin-
um var þegar Norðurbærinn
byggðist. Frá þeim tíma eru
minningar um kappsama og
ánægða vinnufélaga sterkastar.
Mikil var gleði þín þegar
barnabörnin fæddust og nutu
þau þess að eiga ykkur að. Þau
eru ófá skiptin þegar þau fóru
með ykkur mömmu í ferðalag
um landið. Að ferðast um landið
voru þínar ær og kýr. Við
systkinin nutum þess sem börn
að ferðast með ykkur mömmu,
það erfiðasta var að vegna
vinnu þinnar var fyrirvari á
ferðalögum stuttur. Frægt var
þegar þú komst heim á hádegi
og kallaðir til mömmu: „Áslaug,
ég get tekið mér vikufrí, eigum
við ekki að fara norður?“
Minningin um 50 ára afmælið
þitt sækir á, ég var á síðasta ári
í námi í Horsens og Áslaug ný-
fædd, þið komuð út til okkar og
við héldum upp á afmælið og
skírn Áslaugar í sömu veislunni.
Það varð okkur öllum mikið
áfall þegar veikindi þín komu í
ljós, þú sem alltaf hafðir verið
svo hraustur máttir nú takast á
við parkinsonsjúkdóminn sem
hefti þig þannig að þú varðst
öðrum háður. Mamma reyndist
þér sem áður stoð og stytta og
með dyggri aðstoð hennar og
heimahjúkrunarinnar í Hafnar-
firði var þér gert kleift að vera
heima á Álfaskeiðinu lengur en
nokkurn mann gat grunað, vilj-
um við þakka þá aðstoð sem þér
var veitt.
Síðasta mánuðinn þegar veik-
indin ágerðust og stundin nálg-
aðist, sýndir þú áhuga þinn á
þínum nánustu. Þú spurðir
frétta af barnabörnunum, hvort
Viktor væri að vinna við húsið
sitt eða hvort við hefðum farið
eitthvað. Hugurinn hvarflaði oft
til fyrri tíma, þegar þú sem
ungur drengur fórst og vitjaðir
föður þíns í Krísuvík, sögur af
þér í mjólkurflutningum og hey-
skap á Höfða eða þegar þú sem
ungur maður vannst við vega-
gerð við Keflavíkurveginn.
Þú barst veikindi þín með
mikilli hetjulund og vildir ekki
íþyngja öðrum með byrðum þín-
um.
Elsku mamma, hugur okkar
er hjá þér ekki síður en hjá
pabba. Söknuðurinn er mikill
eftir langt hjónaband en við er-
um til staðar fyrir þig.
Minning pabba lifir í hjörtum
okkar allra.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Sigurður og Vigdís.
Elsku pabbi – nú þegar við
kveðjum þig birtast minningar
um góða daga sem við höfum
átt og sögurnar sem þú sagðir
okkur frá æsku þinni í Hafn-
arfirði og Krýsuvík rifjast upp.
Hugur þinn leitaði oft til Krýsu-
víkur og þú þreyttist aldrei á að
fræða okkur um lífsbaráttuna
þar, rifjaðir upp atburði úr dag-
lega lífinu, ásamt menningu,
náttúrufari og jarðskjálftum.
Sögur kunnir þú af Tyrkjarán-
inu og bentir á örnefni í Krýsu-
vík sem þeim ósköpum tengd-
ust.
Mér er afar minnisstætt þeg-
ar ég hafði lokið stúdentsprófi
hve stolt þið mamma voruð og
að sjálfsögðu hvöttuð þið mig til
áframhaldandi náms. Ekki var
minna stoltið, ánægjan og
hvatningin þegar ég hugði á
framhaldsnám í Kanada að
loknu grunnnámi í landafræði
við Háskóla Íslands. Þau tvö ár
sem ég dvaldi þar við nám
hlakkaði ég alltaf til að heyra
fréttir að heiman og skiptu mig
afar miklu máli reglubundnar
símhringingar ykkar til mín.
Elsku pabbi – þið mamma
voruð mér alla tíð miklir vinir
og nutum við samvista hér
heima og erlendis. Við nutum
þess að ferðast saman bæði inn-
anlands og utan og nýttum vel
þann tíma, þegar ég dvaldi í
Skotlandi við vinnu hjá Scottish
Natural Heritage, til að ferðast
um Bretland. Þar kynntust þið
einnig vinum mínum, góðu fólki
sem hefur heimsótt okkur. Ég
minnist margra ferða um land-
ið. Í einni ferð um Norður- og
Austurland hafðir þú mikinn
áhuga á að fræða yngsta barna-
barnið um mikilvægi síldveið-
anna þegar við sóttum heim
Síldarminjasafnið á Siglufirði.
Einnig um stríðsárin hér á landi
og í Evrópu þegar við skoð-
uðum Stríðsminjasafnið á Reyð-
arfirði. Ég hafði þá á orði við
þig að Ólafur Árni væri nú helst
til ungur fyrir þennan fróðleik
en ekki varst þú sammála því,
enda hlustaði hann af miklum
áhuga á þig og spurði svo; en
afi, af hverju voru mennirnir í
stríði?
Það var þér mikils virði að
fjölskyldan væri samhent og
settuð þið mamma okkur ætíð í
forgang. Þú hafðir mikla
ánægju af því að fá alla fjöl-
skylduna heim og halda okkur
veislu. Ég naut þeirra forrétt-
inda að fá að vera með í und-
irbúningi, m.a. í innkaupunum
og var það ævintýri út af fyrir
sig. Oft kom ég með vini heim
til ykkar og alltaf var þeim vel
tekið, enda voruð þið mamma
höfðingjar heim að sækja.
Elsku mamma, nú kveðjum
við pabba eftir langvinn og erfið
veikindi, en minning okkar um
sterkan, traustan, hlýjan og ást-
kæran föður lifir.
Guðríður.
Elsku afi, ég þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Þær eru margar minningarn-
ar sem rifjast upp við þessi
tímamót. Skemmtilegar þóttu
mér gönguferðirnar í nágrenni
Hafnarfjarðar sem við barna-
börnin fórum með ykkur ömmu.
Þá var það ekki bara útivist
heldur líka hafsjór af fróðleik
sem við fengum frá þér um
svæðið. Að fá að vera með á
byggingasvæðum, naglhreinsa
og stússast með þér og pabba
þótti mér mjög skemmtilegt og
ekki síður að vera með ykkur
ömmu á saumastofunni. Sér-
staklega þótti mér vænt um
þegar þið amma komuð og
heimsóttuð mig til Danmerkur
ásamt mömmu og pabba.
Ég mun ætíð geyma minn-
inguna um góðan afa í hjarta
mínu.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þitt barnabarn,
Áslaug.
Margs er að minnast við
kveðjustund og margt kemur
upp í huga manns. Ég naut þess
að vera elsta barnabarn Þor-
varðar og Áslaugar.
Fyrstu minningar mínar af
afa mínum eru frá Álfaskeiðinu,
þar sem afi og amma hafa búið
frá því ég man eftir mér. Álfa-
skeiðið var fjórða húsið sem afi
og amma reistu yfir fjölskyldu
sína og jafnframt sá staður þar
sem þau bjuggu lengst. Ég man
eftir því þegar við fórum í sum-
arbústaðinn í Höfnunum og
hvað þér þótti alltaf vænt um
Krýsuvík. Voru þeir margir bíl-
túrarnir sem farnir voru til
Krýsuvíkur. Þangað hafðir þú
farið áður fyrr, gangandi, á
hestbaki eða á hjóli. Þú hafðir
sterkar taugar þangað og tal-
aðir oft um hvernig lífið hefði
verið þar áður fyrr.
Það var alltaf gaman að fá
ykkur ömmu í heimsókn til
Danmerkur þegar ég bjó þar.
Lengst af starfsferils síns
vann afi minn sem bygginga-
meistari. Ég man þegar afi og
pabbi byggðu á Suðurvangi,
Hjallabrautinni og á Breiðv-
angi. Ég man hvað mér á
barnsaldri, fannst þeir oft
þreyttir þegar þeir komu heim
eftir byggingavinnuna. Svo tók
við rekstur á saumastofu í kjall-
aranum á Álfaskeiðinu, þar sem
afi og amma störfuðu saman í
fjölmörg ár. Gott var að koma
þar við og drekka te með þeim
og spjalla um allt milli himins
og jarðar.
Eitt fyrsta starf mitt var
byggingavinna hjá þér í Bæj-
arhrauninu. Þar var alltaf allt í
föstum skorðum. Aldrei klikkaði
það, þegar við Árni vorum bún-
ir með eitthvert verkefni, varst
þú tilbúinn með næsta verkefni
handa okkur. Það var ómetan-
legur skóli fyrir mig, að fá að
kynnast þeim aðferðum, sem þú
hafðir tileinkað þér við bygg-
ingu húsa. Þegar ég sló upp
mínu eigin húsi notaði ég að
sjálfsögðu sömu aðferðir og þú
hafðir notað í áratugi og ég
hafði lært hjá þér og pabba.
Kveð þig með söknuði, kæri
afi.
Þinn,
Viktor Þór.
Þorvarður
Magnússon
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR BLÖNDAL
frá Siglufirði,
andaðist á St. Franciskusspítalanum
í Stykkishólmi að morgni miðvikudagsins
28. september.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 7. október
kl. 13.00.
Ólöf Birna Blöndal, Sveinn Þórarinsson,
Jósep Ó. Blöndal, Erla Harðardóttir,
Ásbjörn Ó. Blöndal, Jóhanna Guðmundsdóttir,
Sigurður Ó. Blöndal, Linda Björk Guðmundsdóttir,
Guðrún Ó. Blöndal, Friðrik Jón Arngrímsson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
BJÖRGVIN SIGURÐSSON,
Miðbraut 21,
Vopnafirði,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn
29. september, verður jarðsunginn frá
Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 8. október
kl. 14.00.
Kári Sigurðsson, Brynja M. Pálmadóttir,
Lilja Sigurðardóttir, Ásgeir Ingvason,
Þorsteinn S. Sigurðsson, Unnur M. Sigurbjörnsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og sambýliskona,
THEÓDÓRA G. GUNNARSDÓTTIR,
Vesturbergi 140,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni
þriðjudagsins 4. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gunnar Georg Smith, Ingibjörg Jensdóttir,
Ásbjörn Ketill Ólafsson,
Guðný Ósk Ólafsdóttir, Kristinn Kristinsson,
Kjartan Þór Ólafsson,
Sigrún Sif Kristjánsdóttir,Helgi Alexander Sigurðsson,
Gunnar Loftsson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar, mágur, frændi og
vinur,
HAUKUR ÞORSTEINSSON,
Bláskógum,
Sólheimum, Grímsnesi,
áður til heimilis á Faxabraut 33b,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 3. október.
Útför fer fram í kyrrþey að ósk aðstandenda.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Sólheima.
Svanhvít Þorsteinsdóttir, Karl Einarsson,
Elínborg Þorsteinsdóttir, Sigurjón Skúlason,
Valgerður Þorsteinsdóttir, Sæmundur Pétursson,
Bára Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson,
Guðlaug Þorsteinsdóttir, Lúðvík Finnsson,
Jónína Þorsteinsdóttir, Peter W. Giedras,
Erla Þorsteinsdóttir, Þorgeir Óskarsson,
Jónas Þorsteinsson, Ásdís Júlíusdóttir.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SVERRIR SIGURÐSSON SVAVARSSON,
Suðurgötu 18b,
Sauðárkróki,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. septem-
ber.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. október
kl. 11.00.
Sigrún G. Halldórsdóttir,
Magnús Sverrisson, Ásta P. Ragnarsdóttir,
Jóhann M. Sverrisson, Leidy Karen Steinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
JÓNATAN SIGURÐSSON
frá Hólmavík,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu-
daginn 30. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 10. október
kl. 13.00.
Vilborg Birgisdóttir, Unnsteinn Marvinsson,
Eygló Birgisdóttir, Auðunn Leifsson,
Sigurbjörg Birgisdóttir, Arnar Tryggvason,
Steinlaug Birgisdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Guðrún Birgisdóttir, Eyjólfur Ólafsson
og aðrir aðstandendur.