Morgunblaðið - 06.10.2011, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.10.2011, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 ✝ Michael Thom-as Gaskell fæddist 7. febrúar 1931 í Brighton á Englandi og lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 18. ágúst sl. Thomas faðir hans var einn 13 systkina. Hann fæddist og ólst upp í Zimbabwe í í Afríku. Faðir hans, William Thomas Gaskell, var enskur, en móðirin, Hanna van der Westhuizen, var frá Hollandi. Thomas flutti til Englands sem ungur maður og vann fyrir sér sem bryti á stóru sveitaheimili. Þar kynntist hann Winifred Maude Compton heimilisþernu. Michael var elstur sex barna þeirra og eru nú þrjú þeirra á lífi, Peter sem býr í Manchest- er, Roger og Jean, búsett í Leicester. Michael Thomas lætur eftir sig tvær dætur. Þær eru: a) María er fyrrverandi org- anisti og tónlistarkennari á Seyðisfirði en kennir nú við International School í Genf í Sviss, gift Jóhanni Frey Að- alsteinssyni, starfsmanni EFTA í Genf. Börn þeirra eru Freyja María og Thomas Michael vann árum saman hjá fyrirtæki sem framleiddi rafala. Hann sneri sér svo að hönnum vindhverfla en starf- aði því næst við tækniteiknum fyrir ýmis fyrirtæki. Meðfram þessu starfaði hann sem kirkjuorganisti í 25 ár en hann hafði lært á píanó sem drengur. Árið 1994 flutti María dóttir hans til Íslands og vann sem tónlistarkennari á Seyðisfirði. Michelle systir hennar flutti líka til Íslands og eftir að June móðir þeirra lést flutti Michael einnig til Íslands og settist að á Seyðisfirði árið 2000. Hann keypti sér hús á Seyðisfirði, átti þar marga góða daga og fylgdist með barnabörnum sín- um vaxa úr grasi. Hann lærði ekki að tala íslensku en gat samt tjáð sig við vini og ná- granna og tekið þátt í fé- lagsstarfi fyrir austan. Hann veiktist í mars, skömmu eftir áttræðisafmælið, og var lagður inn á sjúkrahús Seyðisfjarðar þar sem hann lést hinn 18. ágúst. Minningarathöfn um hann fer fram í Oakham Con- gregational Church í Rutland í dag, 6. október 2011 og hefst athöfnin kl. 11.30 að stað- artíma. Freyr. Jóhann á fyrir Orra Frey og Bárð Jökul. b) Michelle, fyrrverandi tón- listarkennari í Vestmannaeyjum, búsett á Englandi. Michael flutti með fjölskyldu sinni frá Brighton til Leicester í East Midlands þegar síðari heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Michael lauk grunn- skólanámi 16 ára og hóf nám í rafmagnsverkfræði. Hann var kallaður til tveggja ára þjón- ustu í National Service innan breska hersins en allir ungir karlar urðu að hlýða því kalli á þeim árum. Hann var sendur í herstöð Konunglega flug- hersins í heimalandinu þar sem hann hlaut þjálfun í flug- hermum. Seinna var hann við störf í Egyptalandi og á Möltu. Eftir að stríðinu lauk sneri hann aftur heim og starfaði sem tækniteiknari hjá ýmsum verkfræðistofum í Leicester. Árið 1960 gekk hann í hjónaband með sam- starfskonu sinni, June Christine Appleby. Þau bjuggu lengst af í Oakham í Rutland-sýslu. Glöggt er gests augað, segir máltækið og það átti vissulega við um Michael sem heillaðist af Íslandi eftir að hann hafði heim- sótt það ásamt June konu sinni á síðasta áratug liðinnar aldar. Fljótlega eftir að June féll frá 1998 flutti hann til Seyðisfjarð- ar til að vera nálægt Maríu dóttur sinni, Jóhanni Frey tengdasyni sínum – og fóstur- syni mínum – og börnum þeirra Freyju Maríu og Tómasi Frey. Hann var í daglegu sambandi við þau í bænum fagra undir háum hlíðum austfirskra fjalla. Honum leið vel á Seyðis eins og hann kallaði staðinn. Honum fannst allt best á Íslandi, loft og vatn, land og fólk. Hann fór í heimsókn til Eng- lands fyrir nokkrum árum og lenti þá á sjúkrahúsi og þar minnti hann gesti og gangandi á að Ísland væri framar öllum löndum á svo mörgum sviðum. Hann komst upp á lag með það að nota tölvu á áttræðis- aldri og tala við Michelle dóttur sína á Englandi á Skæpinu og þegar María og Jóhann fluttu til Genfar ásamt börnum sínum, hélt hann sambandi við þau með sama hætti. Hann fylgdist líka með flugvélum og skipum á net- inu, las fréttir að heiman og horfði á sjónvarpsútsendingar. Ástríða hans var að hafa reglu á sínu lífi. Hann var bæði rafvirki og tækniteiknari að mennt og í þeim greinum þarf allt að vera nákvæmt og sam- kvæmt reglum. Tónlistin var honum mikilvæg og árum sam- an lék hann á orgelið við messur í heimakirkju sinni ytra. Tón- listin krefst nákvæmni og hún féll því vel að karakter hans. Skömmu áður en hann dó sagði hann mér að hann hefði gengið til altaris vikulega í ára- tugi þangað til hann kom til Ís- lands. Íslensk sveitakristni hef- ur um langan aldur verið fremur sparsöm á kvöldmáltíð- arsakramentið en kirkjur á höf- uðborgarsvæðinu hafa sumar tekið upp að syngja messu hvern helgan dag og hafa um hönd hið helga sakramenti sam- stöðunnar þar sem allir taka þátt í veislu himins og eru við sama borð. Michael var hógvær maður og lét lítið fyrir sér fara en var ávallt glaður og reifur er ég hitti hann eða heyrði í honum í síma eða á Skæpinu. Þegar hann heimsótti okkur Fríðu í Reykjavík gat hann setið tím- unum saman við stofugluggann og horft á sjóinn og himininn. Birtan heillaði hann, litirnir og lífríkið. Hann var jafnan til í að spjalla og segja sögur, ríkulega skreyttar smáatriðum og ná- kvæmum lýsingum. Hann bar sig vel enda þótt hann sæti einn eftir fyrir austan meðan seyðfirska fjölskyldan hans var að störfum í Genf. Seyðfirðingar voru honum góðir og þjónustan sem hann naut á sjúkrahúsinu þar og hér í borg- inni síðustu lífdagana var til fyr- irmyndar. Hann var Íslending- um og Íslandi þakklátur og dó eftir að dætur hans höfðu vitjað hans á dánarbeði fyrir austan. Fjöllin og fjörðurinn héldu utan um hann síðustu æviárin svo og fólkið fyrir austan og ástvinir hans. Hann var í góðum hönd- um lands og fólks – og Guðs sem hann treysti. Guð blessi minningu hans og leiði fólkið hans og verndi um ár og eilífð. Örn Bárður Jónsson. Michael Thomas Gaskell Elsku Esther, mikið var okkur létt í hjartanu þegar við fengum símtalið um að þú værir loksins búin að fá hvíldina þína langþráðu. Þó svo að það sé alltaf erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um líður manni samt vel að hafa fengið þau forréttindi að kynnast svona yndislegri manneskju eins og þú varst elsku frænka. Það eru margar góðar minning- ar sem við eigum um þig og mun- um geyma með okkur eins og það þegar við keyrðum saman á að- fangadagskvöld og skoðuðum öll Esther J. Hafliðadóttir ✝ Esther J. Haf-liðadóttir fædd- ist á Ísafirði 20. september 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. sept- ember 2011. Esther var jarð- sett í kyrrþey að eigin ósk frá Foss- vogskapellu 21. september 2011. jólaljósin eða hlust- uðum á þig segja sögurnar þínar. Jól- in verða nú örugg- lega skrítin í ár að hafa þig ekki með okkur til að púa jóla- vindilinn og njóta samverunnar. En þú munt örugglega vera með okkur og líta eftir gullmolun- um þínum eins og þú kallaðir krakkana okkar. Elsku Esther frænka takk fyrir allar góðu stundirnar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíl í friði elsku frænka. Anna, Sæmundur, Sigurður Gísli, Markús Andri og Elín Elísabet. Fáir menn voru flottari en Bjössi frændi eins og hann var ávallt kallaður í fjölskyldunni. Sannkallað glæsimenni, herða- breiður, hár og grannur. Þrátt fyrir að vera að nálgast áttrætt bar hann sig ákaflega vel. Dökkt hárið silfurskotið og krullað og alltaf var hann flott- ur í tauinu og skórnir vel púss- aðir. Bjössi spilaði svo vel á píanó að hrein unun var að. Hvort Björn Thomas Valgeirsson ✝ Björn ThomasValgeirsson fæddist í Reykja- vík 14. september 1933. Hann lést á Landakotsspítala 19. september 2011. Útför Björns fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 30. sept- ember 2011. sem hann lék din- nertónlist af bestu gerð við hátíðleg tilefni eða þegar hann spilaði jóla- lögin fyrir okkur krakkana þegar við dönsuðum kringum jólatréð á Laufás- veginum hjá ömmu og afa fyrir margt löngu. Þótt hægt sé að segja að hann hafi verið frekar dulur var hann velviljaður og góður maður sem bjó yfir list- rænum hæfileikum. Komu þeir skýrt í ljós í þeim ótal ljósmyndum sem hann tók alveg frá unga aldri. Ljósmynd- ir þar sem auga listamanns kom við sögu. Ljósmyndir sem margar eru í miklu uppáhaldi í fjölskyld- unni. Kveð ég föðurbróður minn með þökk fyrir allt og allt. Rannveig Hallvarðsdóttir. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um Kollu er smitandi hlátur og já- kvæðni. Á góðri stundu hreinlega ískraði í henni þegar hún var að hlæja. Þegar verið var að ræða hin ýmsu mál, sá hún yfirleitt alltaf eitthvað jákvætt við hlutina og var það mjög einkennandi fyr- ir hennar afstöðu. Hún sagði að það væru nógu margir í því að tala um það neikvæða, hún nennti því ekki. Flest var í huga Kollu „alveg draumur“ eins og hún komst svo oft að orði. Á fullorðinsárum fór Kolla á myndlistarnámskeið og hafði hún mjög gaman af því að mála. Einn- ig var hún dugleg að búa til fal- lega muni úr keramík. Eftir að Kolla fór á Hrafnistu með Alla sínum, tók hún þátt í árlegri sýn- ingu á sjómannadaginn og þá var nú gaman að koma í heimsókn og Kolbrún Þórisdóttir ✝ Kolbrún Þór-isdóttir fæddist á Akureyri 15. júní 1929 og lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. september síðast- liðinn. Kolbrún var jarðsungin frá Víði- staðakirkju í Hafn- arfirði 30. sept- ember 2011. sjá hvað hún hafði verið að stússa. Í júní sl. hélt Kolla myndlistarsýningu á Hrafnistu. Þegar við ræddum um málverkin hennar og hrósuðum henni, þá sagði hún: „Ég er búin að ákveða það að ég verð fræg í næsta lífi,“ hógvær eins og alltaf, og svo skellti hún upp úr. Teitur okkar hafði mjög gam- an af að fara til Kollu og Alla á Hrafnistu og var það fastur punktur í tilverunni í hverri viku. Gunna og Kolla áttu margar góð- ar stundir síðustu ár og voru dug- legar að fara saman í bíltúr, fá sér að borða saman og vitja ástvina í kirkjugarðinum. „Við skulum at- huga hvort það er ekki allt í fína hjá þeim í garðinum,“ sagði Kolla þegar hún vildi fara í garðinn. Þegar heilsan var farin að gefa sig og Gunna spurði hana hvort hún treysti sér til að fara, sagði Kolla: „Ég get það sem ég ætla mér,“ og svo var haldið af stað. Elsku Kolla, við þökkum þér fyrir allar ánægjulegu stundirnar og lofum þér því að við verðum dugleg að heimsækja Alla Gunn á Hrafnistu. Svo mikið er víst, þú ert orðin fræg. Ottó og Guðrún. ✝ Joseph Cri-stopher Allard fæddist 21. apríl ár- ið 1948 í Connecti- cut í Bandaríkj- unum. Foreldrar hans voru Elleanor Ruth, f. 1918, d.1976, og Claude Henry Allard, f. 1921, d. 2011. Hann var næstelstur sex systkina sem öll lifa bróður sinn utan eitt. Fyrri kona Josephs var Alison Mary Bower, f. 1950, d. 1987, þau slitu sam- vistir. Sonur þeirra, f. 22. ágúst 1976, er Christopher James All- ard, tónlistarmaður. Árið 1999 kvæntist Joe sambýliskonu sinni til fjögurra ára, Sanae Kasah- ara, f. 3. apríl 1969, fjár- málaráðgjafa. Joseph C. Allard stundaði nám í bókmenntum, listasögu og tónlist og lauk doktorsprófi frá háskólanum í Essex, þar sem hann gegndi lektorsstöðu frá 1977 þar til í ágúst á þessu ári að hann fór á eftirlaun. Hann fór sem gestakennari til Bandaríkjanna, Sviss, Þýskalands, Íslands og Japans. Hann kenndi bók- menntir við Mary- land-háskólann í herstöðinni í Kefla- vík um skeið. Hann var mikill áhuga- maður um íslenskar bókmenntir og menningu og kenndi auk enskra bókmennta íslenskar bókmenntir að fornu og nýju við háskólann í Essex. Joseph C. Allard vann öt- ullega að kynningu og útgáfu ís- lenskra bókmennta á Englandi. Hann þýddi ljóð eftir Matthías Johannessen í Voices from ac- ross the Water (1997), og New Journeys (2004). Hann gaf út ljóð eftir ung íslensk skáld, þ.á m. Sjón og Lindu Vilhjálms- dóttur, og bauð íslenskum skáld- um og rithöfundum að koma og lesa upp úr verkum sínum á Listahátíð Essex, sem hann var einn upphafsmanna að. Hann starfaði náið með Pamelu Clu- nies-Ross hjá bókaútgáfunni Mare’s Nest að útgáfu bóka eftir íslenska höfunda á borð við Ein- ar Má Guðmundsson, Thor Vil- hjálmsson, Ólaf Gunnarsson, Guðberg Bergsson, Þórarinn Eldjárn og Fríðu Á. Sigurð- ardóttur. Eftir hann liggja greinar um myndlist, tónlist, kvikmyndir og bókmenntir. Hann ritstýrði ásamt öðrum ýmsum sýnisbókum og kennslu- bókum um bókmenntir, s.s. Beo- wolf & Other Stories. A New Introduction to Old English, Old Icelandic and Anglo-Norman Literatures og Longman Antho- logy of Old English, Old Ice- landic and Anglo-Norman Lite- ratures. Þegar hann lést hafði hann lagt lokahönd á Icelandic Poetry (c. 870-2007) in the translations of Bernard Scud- der, sem koma mun út innan skamms. Útför Josephs C. Allards fer fram frá Wivenhoe í dag, 6. október 2011, og hefst athöfnin kl. 11.45. Við heyrðum Joe Allard fyrst nefndan árið 1994. Þá kenndi hann bókmenntir við Maryland- háskólann á Keflavíkurstöðinni. Úrval ljóða eftir ung íslensk skáld hafði nýlega komið út á Englandi, og Bernard hafði þýtt hluta af ljóðunum, m.a. eftir Ein- ar Má og Braga Ólafsson. Joe bauð þessum tveimur skáldum að koma í skólann og lesa upp úr verkum sínum og Bernard fór með sem þýðandi þeirra og bíl- stjóri. Einar Már minnist á þessa skrautlegu ferð suður á Keflavík- urflugvöll í bók sinni Rimlar hug- ans og þegar Joe frétti að hann væri orðinn persóna í skáldsögu eftir Einar Má brosti hann í kampinn. Viku síðar bauð Joe Bernard að koma og tala um þýðingar í kennslustund hjá sér og upp frá því urðu þeir vinir, enda áttu þeir margt sameiginlegt. Báðir höfðu þeir ást á ljóðlist og bókmennt- um, ekki síst því sem var íslenskt eða fornt, og áttu oft líflegar samræður um þessi hugðarefni sín. Joe var vel lesinn og mennt- aður maður, ekki aðeins í bók- menntum, heldur einnig mynd- list og tónlist. Hann orti sjálfur og skrifaði sögur en hafði meiri áhuga á að kynna verk annarra en sjálfs sín. Sem ungur maður þurfti hann að velja á milli þess að helga líf sitt bókmenntum eða tónlist, hann valdi bókmenntirn- ar en sleppti tónlistinni þó aldrei. Þegar hann kom í heimsókn til okkar fengum við ekki aðeins að heyra ógrynni af sögum, því Joe var mikill sagnamaður, heldur lék hann einnig fyrir okkur pí- anóverk eftir Brahms, Beetho- ven og Mozart. Joe var ástríðufullur kennari og fræðimaður. Hann lagði sig fram um að vekja áhuga nem- enda sinna og kynna þá fyrir heimi bókmenntanna. Hann gaf út bækur og skrifaði greinar til að aðrir fengju notið sömu gleði og hann fann sjálfur í menningu og listum. Hann uppskar ríku- lega í syninum Chris sem hefur haslað sér völl á tónlistarsviðinu og Joe var ákaflega stoltur af. Þegar Bernard lést skyndi- lega haustið 2007 komu mann- kostir Joes enn betur í ljós. Hann var hvorki stórvaxinn né sterk- byggður en þó var eins og hann slægi um okkur skjaldborg. Að hans undirlagi hófum við að taka saman ljóðaþýðingar Bernards og Joe kom hingað oft á næstu árum meðan við unnum að hand- ritinu. Hann taldi þessi ferðalög ekki eftir sér, öðru nær, ekkert var eins sjálfsagt og að leggja vinnu og tíma í að koma verkum vinar síns út á bók. Hann skrifaði inngang og sögulegt yfirlit yfir íslenska ljóðagerð til að fylgja bókinni úr hlaði og hann lét ekki þar við sitja, ljóð Bernards skyldu líka gefin út, og áfram var starfað. Hann lagði áherslu á að öllu skyldi lokið fyrir haustið. Það tókst og skömmu síðar var hann allur. Joe átti bókað far til Japans daginn eftir að hann lést. Þar ætlaði hann að kenna bókmennt- ir næstu sex mánuði. Hann ætl- aði að styðjast við þær þrjár bækur sem hann hafði ritstýrt þetta síðasta ár, ein þeirra var ljóðaþýðingar Bernards. Hann hlakkaði til að nota hana í kennslunni. Það verður ekki að sinni, en við þökkum þessum góða manni fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir, Hrafnhildur Ýr og Eyrún Hanna Bernardsdætur Scudder. Joseph C. Allard

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.