Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 33

Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Kurt Wallander lögreglu-foringi er orðinn sex-tugur. Sumir er sprækirog glaðir á þeim aldri en ekki Wallander. Að segja að honum líði ekki vel er vægt til orða tekið. Wallander er syk- ursjúkur og er orðinn gleyminn. Ekki er betur komið fyrir ýms- um öðrum per- sónum bók- arinnar. Fyrrverandi eig- inkona Walland- ers er sífull og gömul ástkona hans er fársjúk. Góðu fréttirnar eru reyndar þær að Wallander er orðinn afi en á móti kemur að tengdafaðir dóttur hans hverfur og síðan hverfur tengdamóðirin einnig. Grunur leikur á að bæði séu látin. Þannig að Wallander hefur litla ástæðu til að vera hress. Hann hefur vitanlega rann- sókn þar sem ýmislegt óvænt kemur í ljós. Mankell er góður höfundur, um það þarf ekki að deila. Tilvist- arþunginn í þessari bók er hins vegar með slíkum ósköpum að erf- itt er annað en að fórna höndum með reglulegu millibili. Stöðugar hugleiðingar Wallanders um skelf- inguna sem fylgir því að eldast og vita af nálægð dauðans verða end- urtekningarsamar. Það getur ekki verið svona slæmt að vera sextug- ur. En málið reynist flóknara en maður ætlar í byrjun og Mankell heldur ótrauður áfram að leggja píslir á söguhetju sína. Þetta gerir hann af svo miklu kaldlyndi að manni stendur ekki alveg á sama. Það er merkilegt hvað þessi höf- undur er vondur við aðalpersónu sem hefur fært honum frægð og frama. Sakamálið sjálft er flókið og alveg ágætlega spennandi, næstum hressilegt miðað við ann- an drunga, og heldur lesandanum vel vakandi. Mankell hefði mátt veita því meira rými um leið og hann hefði betur dregið úr yf- irþyrmandi lífsþreytu Wallander. Hinn flinki Henning Mankell er ekki upp á sitt allrabesta í þessari bók. Hann er hins vegar það góð- ur höfundur að þegar hann er bara í meðallagi miðað við eigin getu þá er hann samt betri en flestir aðrir norrænir sakamála- höfundar. Vart þarf að taka fram að bók- inni lýkur á þann hátt að aðdá- endur Wallander eru líklegir til að finna fyrir votti af tilvist- arþunglyndi. Þjáningar Wallanders Órólegi maðurinn  Eftir Henning Mankell. Útgefandi Mál og menning. 472 bls. KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR BÆKUR Lífsþreyta Henning Mankell hefur skrifað síðustu bókina um Kurt Wallander. Á morgun kl. 18.00 verður opnað nýtt gallerí í Sóltúni 1, Gallerí Brek, sem Sigvaldi Viggósson rek- ur. Fyrsta sýning gallerísins verður samsýning átta listamanna sem tengjast galleríinu. Á sýningunni verða verk eftir listamennina Sigurð Örlygsson, Tryggva Ólafsson, Magnús Kjart- ansson, Hörpu Björnsdóttur, Magdalenu Kjartansdóttur, Hauk Dór, Sigurð Þóri Sigurðsson og Tolla. Samsýning átta lista- manna í Galleríi Breki Magnús Kjartansson, myndlistarmaður Þessa dagana koma út í Þýskalandi, í tengslum við bókakaupstefnuna í Frankfurt, viðamiklar bækur um list og feril myndlistarkvennanna Rúríar og Gabríelu Friðriksdóttur. Bókin um Rúrí ber nafn hennar og kemur út hjá Hatje Cantz í rit- stjórn Christians Schoens. Auk hans skrifa Laufey Helgadóttir, Do- rothea van der Koelen, Halldór Björn Runólfsson og Gunnar J. Árnason. Er þetta fyrsta yfirlits- verkið um listsköpun Rúríar. Bókin Crepusculum kom út um leið og samnefnd sýning Gabríelu var opnuð í Schirn Kunsthall í Frankfurt í síðustu viku. Ritstjórar eru Matthias Wagner K og Max Hollein en útgefandi Kehrer. Auk verka Gabríelu eru textar margra höfunda í bókinni, sem er 308 bls. Bækur um list Rúríar og Gabríelu Gabríela Friðriksdóttir Rúrí Kortasalan í fullum gangi! Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Fullkominn dagur til drauma (Stóra svið) Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Sun 23/10 kl. 20:00 Sun 30/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Eftir Lokin Lau 29/10 kl. 20:00 Fim 3/11 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Lau 12/11 kl. 20:00 Fim 17/11 kl. 20:00 Fös 18/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 Lau 26/11 kl. 20:00 Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 3/12 kl. 20:00 Svanurinn Sun 6/11 kl. 14:00 U Sun 13/11 kl. 14:00 U Sun 13/11 aukas. kl. 17:00 Sun 20/11 kl. 14:00 U Sun 20/11 aukas. kl. 17:00 Sun 27/11 kl. 14:00 U Söngleikir með Margréti Eir Lau 8/10 kl. 20:00 Fös 21/10 kl. 20:00 Lau 22/10 kl. 20:00 Sun 30/10 kl. 20:00 Lau 19/11 kl. 20:00 Lau 10/12 kl. 20:00 Miðasala sími: 571 5900 L AU 01 /10 L AU 08/10 FÖS 14/ 10 L AU 1 5/ 10 LAU 22/10 L AU 29/10 FÖS 04/11 L AU 05/11 L AU 18/11 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00                     -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö Ö Hjónabandssæla Hrekkjusvín – söngleikur Fös 14 okt kl 20 frumsýning Lau 22 okt kl 20 opnunartilboð Sun 23 okt kl 20 opnunartilboð Fim 27 okt kl 20 Fös 28 okt kl 20 Fös 07 okt. kl 20 U Lau 08 okt. kl 20 U Sun 09 okt. kl 20 Ö Lau 15 okt. kl 20 Ö Sun 16 okt. kl 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.