Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 34
Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar hafa verið veitt
frá árinu 1994 í minningu Tóm-
asar. Frá árinu 2004 hafa þau
verið veitt árlega og einungis
fyrir óprentað handrit að ljóða-
bók.
Verðlaunahafar
2010 Þórdís Gísladóttir
Leyndarmál annarra
2009 Eyþór Árnason
Hundgá úr annarri sveit
2008 Magnús Sigurðsson
Fiðrildi, mynta og spör-
fuglar Lesbíu
2007 Ari Jóhannesson
Öskudagar
2006 Ingunn Snædal
Guðlausir menn – hug-
leiðingar um jökulvatn og
ást
2004 Auður Ólafsdóttir
Rigning í nóvember
2002 Sigurbjörg Þrastardóttir
Sólar saga
2000 Hjörtur Marteinsson
AM 00
1998 Bjarni Bjarnason
Borgin bak við orðin
1997 Elín Ebba Gunnarsdóttir
Sumar sögur
1994 Helgi Ingólfsson
Letrað í vindinn – sam-
særið
Í minningu
Tómasar
VERÐLAUN FRÁ 1994
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011
Alþjóðleg ljóðahátíð verður sett í dag í Nor-
ræna húsinu og stendur fram á laugardag. Á
hátíðinni, sem er nú haldin í sjöunda sinn,
verður boðið upp á ljóðaupplestur og pall-
borðsumræður sem innlend og erlend skáld
taka þátt í ásamt ýmsum fjöllistamönnum.
Dagskráin fer fram í Norræna húsinu og á
Nýlistasafninu og boðið er upp á ljóðlist, tón-
list, myndlist, leiklist og sviðslist. Hátíðin er
haldin af Nýhil í samstarfi við S.L.Á.T.U.R.
(Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverf-
is Reykjavík) .
Erlendir gestir á hátíðinni verða franska
sjónlista- og sviðslistaskáldið Anne Kawala,
kanadíska skáldið Gary Barwin, finnska
skáldið Marko Niemi og sænska skáldkonan
Monica Aasprong. Einnig koma fimmtán ís-
lensk ljóðskáld fram á hátíðinni; Arngrímur
Vídalín, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Bragi
Páll Sigurðarson, Elías Knörr vs. Elías Por-
tela, Guðbrandur Siglaugsson, Hekla Helga-
dóttir, Ingólfur Gíslason, Jón Bjarki Magn-
ússon, Jón Örn Loðmfjörð, Klara Arnalds,
Kristín Svava Tómasdóttir, Páll Ivan, Ragn-
hildur Jóhannsdóttir, Þórdís Björnsdóttir, og
Þórdís Gísladóttir. S.L.Á.T.U.R. félagarnir
Áki Ásgeirsson, Þorkell Atlason, Guðmundur
Steinn Gunnarsson, Davíð Brynjar Franzson
og Hallvarður Ásgeirsson Herzog koma einn-
ig fram. Eiríkur Örn Norðdahl, Marta Guð-
rún Jóhannesdóttir, Bjarni Þórisson og Kári
Páll Óskarsson þýddu ljóð erlendu skáld-
anna. Kynnar á hátíðinni verða Björk Þor-
grímsdóttir og Valur Brynjar Antonsson, en
Angela Rawlings annast listræna stjórn há-
tíðarinnar. Hún er kanadískt skáld og fjöl-
listamaður sem kom fyrst til Íslands í boði
ljóðahátíðarinnar árið 2007 og hefur síðan
komið til landsins árlega og tekið þátt í ýms-
um listviðburðum.
Alþjóðleg ljóðahátíð í sjötta sinn
Gary Barwin
Hátíð ljóðlistar, tónlistar, myndlistar, leiklistar og sviðslista sett í dag í Norræna húsinu
Fimmtán íslensk ljóðskáld koma fram auk skálda frá Frakklandi, Kanada, Finnlandi og Svíþjóð
Angela Rawlings
Marko
Niemi
Monica
Aasprong
Anne Kawala
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Sindri Freysson tók við Bókmennta-
verðlaunum Tómasar Guðmunds-
sonar í Höfða í gær fyrir ljóðabókina
Í klóm dalalæðunnar. Fyrsta skáld-
saga Sindra, Augun í bænum, hlaut
Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax-
ness árið 1998 og ljóðabók sem hann
gaf út ári seinna fékk tilnefningu til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Sindri gaf út yfirgripsmiklar
skáldsögur, Flóttinn og Dóttur
mæðra minna árin 2004 og 2009, en
hann hefur þó aldrei hætt alveg að
yrkja ljóð og ljóðabók hans Ljóð-
veldið Ísland vakti þónokkra athygli
árið 2009. Aðspurður hvað verðlaun-
in þýði fyrir hann, svarar Sindri að
þetta þýðir „bönns af monní,“ og
hlær. „Þannig orðaði Megas þetta
þegar hann var spurður sömu spurn-
ingar við afhendingu verðlauna Jón-
asar Hallgrímssonar á Degi íslenskr-
ar tungu. Í því hressilega svari býr
sannleikskorn. Verðlaunaféð skiptir
óneitanlega máli því að ljóðabækur
seljast yfirleitt í hógværum upp-
lögum og eru ekki skrifaðar eða
gefnar út af gróðavon, um það eru
rithöfundar og útgefendur yfirleitt
sammála. Það er því fagnaðarefni
fyrir höfund að fá lítilsháttar verald-
lega umbun fyrir ljóðagerð. Um leið
eru verðlaun og sambærilegar við-
urkenningar ævinlega listamönnum
hvatning til að vanda áfram til verka
og viðhalda metnaði við sköpunina.
Það er öllum manneskjum nauðsyn-
legt að fá pepp og búst fyrir störf sín
annað slagið. Verðlaun af þessu tagi
minna fólk líka á að ljóðið er virkur
þátttakandi í bókmenntunum og að
allar bölspár um krankleika þess og
feigð eru tóm þvæla.“
Aðspurður hvað Í klóm dalalæð-
unnar fjalli um segir hann hana vera
málverk í orðum af jörð sem sé að
finna norður í Aðaldal. „Þetta er
nokkurskonar lofgjörð til þessa rúm-
lega lófastóra bletts af landinu,“ seg-
ir Sindri. „Hún hefst á ferðalagi
norður og síðan þegar komið er á
áfangastað vefjast saman myndir og
hugmyndir, minningar og náttúra.
Fyrri ljóðabækur mínar hafa
hringsnúist um Reykjavík og útlönd,
næturkalsa og vafasama staði, en
núna leyfði ég náttúrunni að klófesta
mig, þvert á það sem ég ætlaði mér.
Tónninn er gjörólíkur fyrri verkum.
Ef seinasta ljóðabók, Ljóðveldið Ís-
land, var ákæruskjal á hendur þeim
sem sökktu okkur og sundruðu, þá er
Í klóm dalalæðunnar blíðlegt faðm-
lag handa sokkinni og sundraðri
þjóð. Ef Ljóðveldið var reiðiöskur þá
er Dalalæðan ástarjátning. Bók til að
minna á mörg fínlegustu og falleg-
ustu verðmæti tilverunnar. Bók til að
láta lesandanum líða vel. Sáluhjálp-
arbók, ekki sjálfshjálparbók. Bók
sem bætir sálarástandið og líðanina
– ég held fjandakornið að hún geti
líka bætt kynlíf þjóðarinnar …“
Ástæða þess að Sindri valdi þessa
jörð sem yrkisefni er sú að hún er í
eigu fjölskyldu hans og nefnist Hagi í
Aðaldal. „Þangað fer ég til að skrifa
og veiða,“ segir Sindri. „Ég reyni að
dvelja þarna samtals í kringum tvo
mánuði á hverju ári, vinnufriðurinn
er góður og umhverfið brilljant. Ég
fylgi ákveðinni rútínu við skrifin,
hluti af ferlinu er góður göngutúr um
landið og hver gönguferð er upp-
götvun. Ég held að umskiptin sem
felast í að fara úr borg í sveit hristi
upp í kimum hugans og geri mann
talsvert næmari fyrir sérkennum
náttúru og landslags en sá sem hefur
þar fast aðsetur. Smám saman hafa
sankast að mér ljóð sem tengjast
svæðinu og því má alveg eins
segja að efnið hafi valið mig.
Þetta er heillandi svæði, nokk-
urs konar míkrókosmos, smá-
veröld sem skírskotar langt út
fyrir sjálfa sig.“
Sáluhjálparbók, ekki
sjálfshjálparbók
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Verðlaun Sindri Freysson tekur við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar í Höfða.
Sindri Freysson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
„Bók til að minna á mörg fínlegustu og fallegustu verðmæti tilverunnar“
Tómas
Guðmundsson