Austurland - 23.12.1966, Page 9
Jólin 1966.
AUSTURLAND
9
hann Jónsson almátt.uga, Björns-
sonar. Ríkharð hét sonur þeirra
ni. a. Fór til Ameríku, afkomend-
ur ha-fa reynzt hæfileikamenn,
einkum í hljómlist.
3. Kristborg, f. 1822. Átti I
Pétur Stefánsson frá Miðfirði,
var hann ekkjumaður og 30 árum
eldri en hún, áttu eitt barn sem
dó ungt. II átti hún Jón ........
Illugason var einnig seinni kona
hans, átti ekki barn. Var hann
25 árum eldri en hún. Kristborg
þótti skörungskona.
Börn Oríms og Arndísar
4. Rósa, f. 27. júlí 1830, átti
Guðna bónda í Leiðarhöfn Er-
lendsson. Móðir hans var Anna
hálfsystir Sigurðar í Gautlöndu-m.
Afkvæ.ni þeirra er ma,rgt.
5. Anna f. 12. júlí 1831. Átti
Eyjólf Björnsson frá Hvannfelli,
Péturssonar. Frá einu barni þeirra
Rósu í Vestmannaeyjum, eru ætt-
ir.
6. Grímur, f. 12. júlí 1832. Hann
var smiður og myndarmaður, átti
Sigríði Eymundsd., systiur Sigfús-
ar. Af þeim er kominn fjöldi
manna.
7. Hjáknar, fæddur eftir lát
föður síns 22. ágúst 1833, átti
Lilju Sigfúsdóttur frá Sílisstöð-
um í Kræklingahlíð. Áttu 2 börn,
eru ættir frá öðru þeirra. Hjálm-
ar þótti á ýmsan hátt líkur föð-
ur sínum, hagvirkur og afburða-
skytta, álitsmaður, rólyndur og
þýðlegur. En það bar til er hann
var vinnumaður í Strandhöfn á
unga aldri að sæskrímsli fór að
setja í skeri þar inn með land-
inu. Þótti mönnum þetta undrum
sæta og töldu vera hafmann. Var
skotið á hann, en hann sat sem
áður. Hjálmar vildi ekki gefa sig
að þessu, en því fastar var leitað
á hann að reyna skotleikni sína.
Að síðustu lét hann undan og lét
silfurhnapp í skot sitt og brenndi
á hafmanninn. Valt hann þá of-
an af skerinu og sást ekki síðan.
En það er af Hjálmari að segja,
að algerlega var honum horfin
skotleikni og helzt það til ævi-
loka, og fleira breyttist í fari
hans, er eigi þótti til bóta. Náði
hann háum aldri og lifði fram í
mitt minni. Ég heyrði skilríka
menn staðfesta að þetta var satt.
Ath. Egill Jónsson býr á Skútu-
stöðum 1712, verið gat Jón sonur
hans. Fyrri kona Jóns Egilsson-
ar hefur verið Guðrún Magnús-
dóttir Þorvaldssonar prests í
Presthólum 1703 Jónssonar. Egill
sonur þeirra bjó í Kumlavík á
Langanesi og var fóstri Hlaupa-
Manga, en barnlaus
Benedikt Gíslason,
frá Hofteigi.
Bffkur Ægisútgdlininr
Ægisútgáfan hefur, eitt allra
'útgáfufyrirtækja, sent blaðinu til
umsagnar jólabækur sínar sjö að
tölu. Enda þótt bæknmar hafi
borizt svo seint, að enginn tími
hefur verið til lesturs skal þeirra
þó stuttlega getið.
Gaddaskata
Stefán Jónsson, fréttamaður
náði almennum vinsældum1 með
fyrstu bók sinni, sem út kom
1961. Og ekki hefur dregið úr
vinsældum hans við hinar síð'ari
bækur. Stíll Stefáns er ákaflega
persónulegur og hann hefur lag
á að koma lesendum í opna
skjö’du. En ég hygg, að bók-
menntaménn séu ekki á því, að
hér sé um1 að ræða bækur, sem
hafa mikið af því sem kallað er
bókmenntalegt gildi, en ósvikinn
sksmmtilestur eru þær.
Gaddaskata, hin nýja bók Stef-
áns, er 200 bls. að stærð, prýcld
teikningum eftir Ragnar Lárus-
son.
Sjósíys og isvaðilfarilr
Jónas St. Lúðvíksson hefur á
undanförnum árum sent frá sár
nokkrar bækur um sjóslys og
sjóhrakninga. Nú gefur Ægisút-
gáfan út nýja bók eftir hann ua
þetta efni. Nefnist hún Sjóslys og
svaðilfarir. Hefur hún inni að
halda 10 sjóslysafrásagnir 5 ís-
lenzkar og 5 þýddar. Bókin er
174 bls. með mörgum myndum.
Kastað í Flóanum
I bók þessari segir frá upphafi
togveiða við Ísland. Höfundurinn,
Ásgeir Jakobsson, var sjálfur
lengi sjómaður og þekkir því við-
fangsefnið vel af eigin raun. Bók-
in er 238 bls. myndskreytt. Hún
hefur inni að halda fróðleik um
togaraútgerðina, en er auk þess
m'ikill skemmtilestur, ef dæma má
af efnisyfirliti.
Á förnum vegi
Svo nefnist bók eftir Loft Guð-
mundsson. Þetta eru samtalsþætt-
ir 11 talsins. Sumir eru viðmæl-
endur Lofts þjóðkunnir menn svo
sem Halldór Kiljan Laxness, Sig-
urður Sveinbjörnsson (Siggi á
kassanum) og Gunnfríður Jóns-
dóttir, myndhöggvari. Bókin er
218 bls. prýdd mörgum myndum.
Maddame Dóróthea
Þetta er skáldsaga eftir norsku
skáldkonuna og Nobeisverðlauna-
höfundinn Sigrid Undset og er
þetta síðasta sagan, sem hún
skrifaði og er söguleg skáldsaga
frá 18. öld. Bókin er 251 bls.
Þýðandi er Arnheiður Sigurðar-
dóttir.
Fione
er ástarsaga eftir Denise Robins
232 bls. þýdd af Óla Hermanns.
Glaðir dagar
Þetta er barnabók eftir Ólöfu
Jónsdóttur og hefur að geyima
smásögur, ljóð og þulur og einn-
ig iag eftir Fjölni Stefáns'son.
Bókin, sem er myndskreytt, er
88 bls.
Meira treysti ég mér ekki til
að segja af þessum bókumí ólesn-
um. Guðmundur Jakobsson ætti
að athuga það, að senda bækur
sínar fyrr, ef hann óskar ýtar-
legri umsagnar uim þær fyrir jól.
Því má bæta við, að allar eru
bækurnar vel og smekklega út-
gefnar. En a,f því, sem ég er bú-
inn að lesa af Gaddaskötu, sé ég,
að prófarkalesari útgáfunnar er
ekki nógu vandvirkur, því ég
hnaut um fjöl'miargar prentvillur.
Vonandi er prófarkalestur hinna
bókanna vandaðri.
Það er auðséð, að Ægisútgáfan
Stefán Jónsson, fréttamaður.
hefur hagað vali útgáfubóka
sinna svo, að allir — eða a. m. k.
flestir -— gætu fundið þar bók við
sitt hæfi.
Reinhardt Reinhardtsson:
Til fjalla svanir fljúga
(Reinhardt Reinhardtsson, höfundur þessa ljóðs, fæddist á
Norðfirði og ólst þar upp. Annar gamall Norðfirðingur, Svav-
ar Benediktsson, hefur gert lag við ljóðiðj.
Nú hýrnar vangi hlíðar
og heiðar Iyftist brún.
Nú brosa ;brekkur fríðar
og blómgast engi og tún.
Til fjalla svanir fljúga
og fylla loftin söng
um silungsvötnin safír blá
og sumarkvöldin löng.
Með aftanblænum blíða
um bláan himingeim
nú Iæt ég hugann líða
á litlum vængjum beim
Er voríð faðmar fjörðinn
og fja'la bláan hring
ég eins og mildur aftanblær
um átthagana syng.