Austurland


Austurland - 23.12.1966, Page 11

Austurland - 23.12.1966, Page 11
Jólin 1966. AUSTURLAND 11 strax að afgreiðslunni, það var kona á undan honum. Iðrunán greip hann á meðan hann beið. Hann var að hugsa um að snúa við, en þá var eins og hann heyrði rödd Kjartans þegar þeir komu úr skólanuim' í dag: Við leikum ekkert við þig nema þú komir með dáta. Kjartan var annars bezti vinur hans, en í dag hafði hann lagt höndina á öxl Eirík's og þeir hurfu saman inn í húsið, en skildu hann aleinan eft- ir. Nú var komið að honum. Hann vair lengi að velja. Hann ætlaði að fá fjóra tinsoldáta, því mð' það áttu þeir Kjartan og Eiríkur. Hann grannskoðaði hvern einasta dáta í hiilunum. Og að lokum valdi hann þennan m|eð hand- sprengjuna og þennan, sem ætlaði að skjóta og þennan með byssu- stinginn, og þennan sem lá í leyni. Ertu nýbúinn að eiga afmæli? spurði afgreiðslumaðurinn. Já, hann hafði nýlega átt afmæli, og það' var alveg satt, en hann roðn- aði nú samt. Dátamir kostuðu 1.85 kr. stykkið, en hann var ný- byrjaður I 1. bekk og hann kunni ekki að margfalda 4x1.85 kr. Þess vegna rétti hann afgreiðslu- manninum báða 10 kr. seðlana. O, o, svona dýrir eru þeir nú ekki, sagði afgreiðslumaðurinn og gaf til baka. Bang, bang, bang, heyrðist úr herbergi Kjarbæns. Þeir libu varla upp þegar hann kom inn. Þeir lágu á gólfinu og voru í stríðs- leik með bíla og vagna og átta dáta. Kjartan hélt því fram, að tveir af dátum Eiríks væru falln- ir. Eiríkur sagði að það væri svindl og þeir fóru að þræta. Að síðustu reis Eiríkur á fætur, tók sína eign og fór. O, maður lifandi, þessir eru fín- ir, sagði Kjartan, þegar hann sá þá nýju. Þeir lék,u sér í stríðs- leik allan seinnipartinn. En það var samt ekki nærri því eins gaman og hann hafði haldið. Nú skaltu fara heim að borða, sagði rnóðir Kjartanis, þegar klukkan var að verða sex. Það greip hann hræðsla. Ef þau hefðu orðið vör við þetta? Hann laumaðist inn í herbergið sitt, svo enginn sá til. Hann faldi dátana innst í efstu kommóðuskúffunni, þar sem systir hans náði ekki til. Svo fór hann inn í borðstofuna. Enginn minntist á peningana. Eftir matinn laumaðist hann inn í stofuna. Peningamir lágu á sama stað' og hann stakk tíu króna seðlinum inn í bunkann. Smápeningunum þorði hann ekki að skila. Þeir gátu komið upp um hann. En seinna, þegar pabbi og mamma hlustuðu á fréttirnar gat hann laumað þeim í budduna hennar mömim'u. Nokkrum sinnum léku þeir Kjartan sér í stríðsleik, kannski í 10 skipti. En honum þótti ekkert vænt um dátana sína, hann var jafnvel farinn að hata þá. Hon- um var alveg sama, þó að þeir særðust eða jafnvel þótt þeir væru skotnir til bana. Oft, þegar hann var á leiðinni úr skólanum, eða þegar hann var háttaður, hugsaði h'ann uim það, hvort pabbi og miamma vissu að hann var þjófur, eða réttara að hann hefði verið þjófur, því að eftir þetta hafði hann aldrei tek- ið eyrisvirði í leyfisleysi. Oft hafði hann verið kominn á fremsta hlunn með að segja þeim allt, sérstaklega eftir að þaiu fundu upp á því að gefa hon- um vasapeninga. En það gerðist rétt eftir þetta með dátana, og hann hafði ekki einu sinni beðið uim það. Og hann mátti alveg ráða því, hvað hann gerði við vasapeningana, en dáta hafði hann aldrei keypt. Ekki heldur þegar Kjartan og E-iríkur eign- uðust fimm hvor. Hann var leiður á að leika stríð og hinir urðu það líka, jafnvel löngu áður- en vorið kom. Drengurinn í bátnum kipptist við. Hann eins og vaknaði af draumi. Nú skyldi öllu lokið. Hann leit á dátana í síða-sta sinn. Þennan með handsprengjuna, þennan með byssuna, þennan með byssusting- inn og þennan, sem lá í leyni. Svo læsti hann kassanum. Hann hafði rekið nokkru nær landi, en dýpið var nægjanlegt, minn-sta kosti 10 m. Hann var aleinn. Fugl skrækti um leið og hann fleygði kassanum fyrir borð. Þegar yfirborðið kyrrðist sá hann kassann á botninum. Þetta var alveg eins og í sjóræningja- mynd. Hann horfði nokkra stund út fyrir borðstokkinn, svo greip hann árarnar og reri rösklega til lands. Það lá svo vel á honum á heim- leiðinni að það var eins og hann ætti allan heiminn. Fólk viar að koma á fætur og hann mætti ýmsum, sem hann þekkti. Sumir höfðu matarpakka meðferðis. Mamma hans hafði lagt á borð, og þar var stóreflis afmælis- kringla, því að1 hann var nefni- lega 10 ára í dag. Jæja, losnaðirðu við þá? spurði pabbi hans. Hann jankaði mieð höfuðhneig- ingu. En Benta litla systir hans var forvitin eins og venjulega. Hvað var það, sem hann losn- aði við? Segðu mér það, juðaðl hún. Nei, það má ekki, sagði mamma, því að það er leyndarmál. Þá vil ég líka fá leyndarmál á afmælisdaginn mdnn, sagði Ben-ta. Drengurinn brosti, dálítið upp með sér. Svo seildist hann í ann- an bita af afmæliskrin-glunni. Það var gott að vera 10 ára þegar maður var búinn að létta á hjarta sínu og sökkva syndinni í hafið. (Þýtt úr dönsku). Mið um dýrin Þegar lægst á lofti sól lýsir fáiar stundir, þá er hægt að halda jól helg á m-argar lundir. Þegar niðdimm -nóttin er næ-ðir élið stranga, ánamaðkar sofia sér svefninum vetrarlanga. Inn í holu h-angiflot hefur músin dregið, og ef hún fann af osti brot upp viar veizlu slegið. Ánægð jórtrar kind í kró kúrir lamb í stíu. Undir skafli rjúpa í ró rorrar í bóli hlýju. Kýrin bælir bási-nn sinn byltir sér og ekur, kljáir jötu kálfurinn, kýrnar gömlu vekur. Kisa lætur börnin blíð bakið á sér strjúka, er að þrífa ár og síð á sér feldinn mjúka. Fram á nætur galaagjörn gefin fyrir skjólin kerta-ljós við lítil börn lei-ka sér -um jólin. Hér vantar svo vísu fyrir hu-nd- inn og hestinn og svínið og hænsnin og snjótittlimgana og krumma og fleiri og fl-eiri. Þessar vísur skuluð þið nú sjálf búa til og bæta hér aftan við. Hver veit nema þessar vísur komi aftur í næsta jóiablaði og verði þá orðnar helmingi fleiri. í: ! V. S. Skrýtlur Fyrsta flugferðin Kata litla fór fyrstu flugferð- ina með pabba sínum. Þegar flug- vélin sveif upp í loftið, tók faðir- inn eftir því, að telpan- var eitt- hvað undarleg á svipinn. „Hvað, er ekki gaman?“ spurði hann. „Jú, voðalega spennandi, en hvenær förurn við að minmka, pabbi? Kvöldbænin Prestur kom að húsvitja. Hann sagði við Gunnu litlu, -seiml var fjögra ára: „Lestu nú alltaf bænirnar þín- ar á kvöldin, væna mín?“ „Nei hún mamma les þær fyrir mig“, sagði barnið. „Og hvað segir hún?“ „Guði sé lof að maður er bú- inn að koma krakkanum í rúmið“. Allt í lagi, Iagsi Bóndi nokkur gekk eftir þjóð- veginum. Hann var rnleð byasu um öxl og hun-d við hlið sér. Alit í einu kom bíll á fleygiferð. Hundurinn asmaðist beint fy-rir hann og beið samstundis bama. Bílstjórinn snarstöðvaði vagnimn, rétti bóndanum 1000 kr. og sagði: „Gerið þér yður ánægðan með þessar bætur?“ Bóndi stakk á sig peningunum og sagði: „Allt í la-gi, lagsi. Ég ætlaði að fara að skjóta hann hvort eð var“. Hreinlæti „Mamma, mig dreymdi í nótt, að ég dytti í stöðuvatn". ,,-Og hvað um það Siggi minm?“ „Þar.f ég þá nokkuð að þvo mér í diag?“ Stína er í fejuleik og leikfélagi hennar hefur falið sig svo vel, að hún kemur ekki auga á hann. Þú getur hjálpað henni, ef þú dregur strik frá 1—50.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.