Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. O K T Ó B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 250. tölublað 99. árgangur
DIDDÚ BRILLERAÐI
SEM NÆTUR-
DROTTNINGIN
BÖRNIN LÆRA
UM CHAPLIN
OG NOSFERATU
ÞÚSUNDIR KEPPTU
Á PAN AMERICAN-
LEIKUNUM
KVIKMYNDAFRÆÐSLA Í BÍÓ PARADÍS 32 SVIFIÐ UM LOFTIN BLÁ 10TÖFRAFLAUTA Á TÍMAMÓTUM 28
Þjófar færa sig
nú upp á skaftið
og láta greipar
sópa í kjöllurum
fjölbýlishúsa,
fjarlægja jafnvel
þungar þvotta-
vélar og þurrk-
ara sem húsfélög
reka saman.
Nýlega var slíkri vél stolið úr
húsi í Hlíðunum í Reykjavík og ann-
arri úr blokk í Breiðholtinu. Íbúar í
fjölbýli verða sjálfir að tryggja eig-
in vélar með innbústryggingu. En
húsfélög geta keypt tryggingu
vegna þvottavéla, þurrkara og
sláttuvéla í sameiginlegu rými.
Að sögn talsmanna nokkurra
tryggingafélaga má gera ráð fyrir
að iðgjöldin af slíkri tryggingu upp
á eina milljón séu nokkur þúsund
krónur á ári. Fer fjárhæðin eftir að-
stæðum en að sjálfsögðu verða tæk-
in að vera geymd í læstu rými »12
Óboðinn gestur
með kúbein
Mörg mál í rannsókn
» Í árslok 2010 var skattrann-
sóknarstjóri með 301 mál til
rannsóknar, þar af 188 ný mál.
» Bryndís segir að starfsmenn
skattrannsóknarstjóra þurfi að
forgangsraða málum á hverj-
um degi. Sum mál þurfi að bíða
og önnur séu ekki rannsökuð
vegna skorts á mannafla.
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Dæmi eru um að einstaklingar og
félög hafi ekki talið fram tekjur upp
á hundruð milljóna króna vegna
hagnaðar af afleiðuviðskiptum á ár-
unum fyrir hrun. Þessi viðskipti
þrifust í skjóli bankanna sem ekki
skiluðu alltaf fjármagnstekjuskatti.
Eftir hrun rannsakaði starfshóp-
ur á vegum skattayfirvalda hvort
eitthvað í starfsemi bankanna fyrir
hrun hefði falið í sér brot á skatta-
lögum. Hópurinn komst að þeirri
niðurstöðu að verulega hefði skort á
að bankarnir hefðu í öllum atriðum
fylgt lögum.
Bryndís Kristjánsdóttir skatt-
rannsóknarstjóri sagði að í fram-
haldi af þessari vinnu hefðu skatta-
yfirvöld einkum einblínt á mál þar
sem bæði einstaklingar og félög
hefðu ekki greitt skatta af ýmiss
konar afleiðuviðskiptum. „Þarna er
um mál að ræða þar sem vantaldar
tekjur nema hundruðum milljóna,“
sagði Bryndís. „Næsta skref er að
ákveða hver refsimeðferðin eigi að
vera í þessum málum. Þessi mál öll
ættu að klárast á næstu mánuðum.“
Stór hluti af starfsemi embættis
skattrannsóknarstjóra varðar mál
sem tengjast hruninu. Bryndís
sagði að þó að margvíslegar upplýs-
ingar hefðu borist um eignir Íslend-
inga erlendis væri erfitt að fá upp-
lýsingar frá Lúxemborg, en ljóst
væri að hægt væri að rekja eignir
Íslendinga í skattaskjólum víða um
heim í flestöllum tilvikum til Lúx-
emborgar. Þræðirnir lægju allir
þangað.
MÞræðirnir eru í Lúxemborg »4
Vantöldu hundruð milljóna
Skattayfirvöld hafa ekki fengið allar þær upplýsingar sem þau hafa viljað um
eignir Íslendinga erlendis vegna þess að litlar upplýsingar fást frá Lúxemborg
Morgunblaðið/Golli
Bleikja Yfir helmingur 1-2 ára
bleikju í Elliðavatni er smitaður.
PKD-sýki, sem leggst á laxfiska,
hrjáir stóran hluta bleikjunnar í Ell-
iðavatni og Vífilsstaðavatni. Meira
en helmingur 1-2 ára bleikju í
Elliðavatni er sjúkur af veikinni og
nær allur bleikjustofninn er smitað-
ur.
Einnig hefur PKD-sýkin lagst á
urriða í Elliðaánum. Í ágúst í fyrra
reyndust 38 af 39 urriðaseiðum úr
ánum sem rannsakaðar voru vera
með svæsin einkenni PDK-sýki.
Árni Kristmundsson fisksjúk-
dómafræðingur hefur rannsakað út-
breiðslu PKD-sýkinnar ásamt
starfsmönnum Veiðimálastofnunar.
Hann telur mjög líklegt að PKD-
sýkin, sem greindist fyrst í laxfisk-
um hér á landi haustið 2008, eigi þátt
í fækkun bleikju í vötnum á borð við
Elliðavatn, Vífilsstaðavatn og fleiri
vötn þar sem bleikjunni hefur fækk-
að mikið. Fjármagn skortir til þess
að rannsaka hve miklum afföllum
sýkin veldur meðal villtra laxfiska.
Sýkinni veldur sníkjudýr sem
finnst víða í vatnakerfum á Íslandi.
Vaxandi hlýnun loftslags er talin
stuðla að að PKD-smiti. »12
Bleikjur og urriðar sýkt
PKD-sýki plagar fiska í Elliðavatni, Elliðaám og víðar
„Þetta er ánægjulegt og miklar væntingar hjá
mönnum,“ sagði Gísli Jón Kristjánsson, skip-
stjóri á Öldunni ÍS-47, í gærkvöldi þegar hann
var að koma að bryggju á Ísafirði. Veiðar á inn-
fjarðarækju hafa verið heimilaðar á ný, eftir níu
ára hlé. Fimm bátar héldu til veiða í gær og lönd-
uðu ágætum afla í Súðavík og á Ísafirði. „Ég er
svolítið ryðgaður í þessu og er ekki nógu vel
útbúinn, við áttum ekki von á því að fá leyfi
núna,“ segir Gísli. Myndin var tekin þegar Guð-
mundur Konráðsson var að landa fallegri rækju
úr Halldóri Sigurðssyni ÍS-14 í Súðavík.
Landa rækju úr Djúpinu eftir níu ára hlé
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Mæling á innkaupavísitölu fram-
kvæmdastjóra á evrusvæðinu bend-
ir til þess að það sé að renna inn í
nýtt samdráttarskeið. Vísitalan féll
í 47,2 í október og hefur ekki fallið
meira milli mánaða í tvö ár.
Mikil fylgni er á milli þróunar
þessarar vísitölu og hagvaxtar á
evrusvæðinu. Nýtt samdráttarskeið
á evrusvæðinu gæti magnað upp
skuldakreppuna sem nú geisar enn
frekar. »16
Samdráttur er
yfirvofandi í Evrópu
Skiptum á þrotabúi CDG ehf. (áður Bygg In-
vest) er lokið og fengust 226 milljónir greiddar
upp í alls 16,2 milljarða króna almennar kröf-
ur, eða sem nemur 1,4% krafna.
Fimm fjármálafyrirtæki gerðu kröfu í
þrotabúið, sem hét áður Bygg Invest ehf. og
þar áður Bygg hf. Landsbanki var langstærsti
kröfuhafinn í þrotabúið, með kröfur eitthvað
vel yfir 12 milljarða króna, samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins og tapar þar af leið-
andi langmest á gjaldþroti félagsins, sem var í
eigu verktakanna Gylfa Héðinssonar og
Gunnars Þorsteinssonar. »16 Morgunblaðið/Golli
226 milljónir fengust upp
í 16,2 milljarða kröfur
Fæðingardeild og mæðravernd
verða sameinaðar og ræstingar
boðnar út. Þetta er meðal aðgerða
sem gripið verður til á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja til að laga
reksturinn að minnkandi fjárveit-
ingum.
Aðgerðirnar voru kynntar á
starfsmannafundum í Keflavík og
Grindavík í gær. Gert er ráð fyrir
að þær leiði til fækkunar í starfsliði
sem nemur 15-17 stöðugildum.
Fólki verður sagt upp um næstu
mánaðamót. »2
Fólki fækkar hjá
heilbrigðisstofnun