Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Liðin eru 127 ár frá stofnunListasafns Íslands en þámun almenningur jafn-framt hafa í fyrsta sinn
komist í tæri við safn myndlist-
arverka (eftir skandinavíska lista-
menn) á sýningu í Alþingishúsinu.
Nú hefur stofnunin sitt eigið hús-
næði til umráða auk safneignar sem
telur meira en 10 þúsund verk, eink-
um eftir íslenska listamenn – enda
hefur í millitíðinni þróast samfellt
skeið íslenskrar listasögu. Á tíma-
mótum, líkt og í Alþingishúsinu forð-
um daga, getur reynst gagnlegt að
staldra við og íhuga myndlistina í ís-
lensku þjóðfélagssamhengi. Í tengsl-
um við glænýja útgáfu Íslenskrar
listasögu í fimm bindum hefur í
Listasafni Íslands verið efnt til sýn-
ingar á völdum verkum úr safneign-
inni undir yfirskriftinni „Þá og nú“
þar sem ætlunin er „að draga fram
vendipunktana í framvindu íslenskr-
ar listar frá ofanverðri 19. öld til
okkar daga“. Sýningin hverfist því
öðrum þræði um átakapunkta í inn-
lendri listasögu og tímabil þegar
tekist var á um strauma og stefnur í
myndlistinni. Sjónarhornið á þessari
sýningu er því öðru fremur sam-
félagslegt – en myndverkin tala vita-
skuld einnig sínu máli.
Greinargóða samantekt á víxl-
verkun myndlistar og samfélags er
að finna á textaspjöldum í sýning-
arsölunum og tekur samsetning
myndverka mið af því sem þar kem-
ur fram. Í sal 1 er t.a.m. gefin mynd
af hræringum á síðustu áratugum
19. aldar og í byrjun 20. aldar þegar
fyrstu atvinnulistamennirnir stíga
fram á sjónarsviðið – en þá strax
kemur fram samfélagsleg krafa um
að myndlistarmenn eigi fyrst og
fremst að miðla til þjóðarinnar feg-
urð ættjarðarinnar og mannlífs í
skauti náttúrunnar.
Sú krafa var hins vegar ekki endi-
lega í samræmi við áhugasvið lista-
mannanna og í salnum (vinstra meg-
in þegar gengið er inn) er raunar
lögð áhersla á að sýna fjölbreytt við-
fangsefni frumherjaáranna þegar
sumir myndhöfundarnir, karlar og
konur, dvöldust í evrópskum borg-
um (einkum Kaupmannahöfn) þar
sem við blasti gróska í listhræring-
um og löng listhefð á söfnum og í
opinberu rými. Verk þeirra túlka t.d.
unga móður, ásjónu látins skálds,
fegurð konu á hátindi glæsileikans
eða annars konar fegurð sem býr í
aldri og reynslu; skemmtanalíf í
New York, borgarstemmningu,
skoskt landslag og vangaveltur um
listina, samanber Íslenskir lista-
menn við skilningstréð (1919) eftir
Kjarval og Regnbogann (1915) eftir
Jón Stefánsson. Þarna eru einnig
sýnd óhlutbundin verk Finns Jóns-
sonar sem unnin voru í hringiðu evr-
ópskrar framúrstefnu en fengu hörð
viðbrögð er þau voru sýnd hér á
landi 1925. Með því að sýna þetta úr-
val verka er bent á að þróun lands-
lagshefðarinnar var ekki „nátt-
úrulögmál“.
Landslagsmyndir töldust gegna
þýðingarmiklu hlutverki í mótun
þjóðarsjálfsmyndar í sjálfstæðisbar-
áttunni – og listamenn brugðust á
ýmsan hátt við því. Á suðurvegg sal-
arins er ljósi varpað á það hvernig
ýmsir listamenn fundu í landslags-
túlkun ákjósanlegan vettvang fyrir
formtilraunir. Í slíkum verkum má
allt eins líta á landslagið sem
„formsatriði“ í veruleika myndrým-
isins. Með því að sýna Þorgeirsbola
eftir Jóns Stefánsson er minnt á
háðungarsýninguna svonefndu árið
1942 og þau miklu átök sem stóðu
um „þjóðlega“ myndlist og „óþjóð-
lega“ – og ekki síst um baráttu lista-
manna fyrir listrænu tjáningarfrelsi
og faglegu starfsumhverfi. Viðtökur
verka í anda nútímalistarinnar
(módernisma) spegla hugmynda-
fræðileg átök í þjóðfélaginu sem og
almenna vanþekkingu á listum.
Listamenn tókust einnig á innbyrð-
is, ekki síst eftir að staða þeirra varð
sterkari og gildi nútímalistarinnar
viðurkenndari. Sú frásögn, sem
miðlað er í salnum, endar á smellinn
hátt með verkinu Komið við hjá Jóni
Gunnari eftir Hrein Friðfinnsson,
einn stofnanda SÚM-hópsins. Þarna
eru með táknrænum hætti gefin til
kynna þau tímamót þegar samtíma-
listin knúði dyra um miðjan 7. ára-
tuginn – og glufur tóku að myndast í
afstraktmálverkinu.
Í sölum 2, 3 og 4 er leitast við að
gefa breiða mynd af hræringum síð-
ustu áratuga – hræringum sem snú-
ast að mörgu leyti um listina sjálfa
eins og hnykkt er á með innsetning-
unni Ég sýni ekkert en í nýju sam-
hengi eftir Erling Þ.V. Klingenberg
(2005). Samtíminn er erfiður við-
fangs þegar kemur að sögulegu yf-
irliti – ekki síst þegar gerð er grein
fyrir honum inni á virðulegri safna-
stofnun. Ekki er laust við að verk
sem sum hver voru sköpuð og sýnd
til að ögra og í uppreisnartilgangi
(fyrir ekki svo löngu) missi marks í
slíku sýningarsamhengi. Salur 4 hef-
ur á vissan hátt yfirbragð samtín-
ings af hálfu stofnunar sem rýnir í
eigin safneign og veltir fyrir sér
hvort hún spegli „söguna“ með sann-
færandi hætti, safneign sem byggir
á mati hverju sinni á því hvaða verk
skuli teljast dæmigerð eða á ein-
hvern hátt lykilverk.
Athyglisvert er að á sýningunni
má sjá verk eftir listamenn sem ekki
er getið í Íslenskri listasögu. Fram-
setningin í sal 3 er djarfari og þar
skapast viss dýnamík með sam-
anburði á verkum frumherja og nú-
lifandi kynslóða, í samtali fortíðar og
nútíðar. Slíkt samtal er þegar allt
kemur til alls tilgangur sýning-
arinnar og þannig er skyggnst eftir
viðhorfum til listarinnar og eftir list-
rænni tjáningu á ólíkum tímum.
Þess vegna á sýningin „Þá og nú“ er-
indi við alla sem láta sig samfélagið
varða.
Myndlist, samfélag, safn
Listasafn Íslands
Þá og nú – yfirlitssýning
bbbbn
Til 31. desember 2011. Opið þri.-su. kl.
11-17. Aðgangur kr. 800. Eldri borgarar
og öryrkjar: kr. 500. Yngri en 18 ára og
miðvikudaga: ókeypis.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Morgunblaðið/Ómar
Yfirlit Hluti sýningarinnar Þá og nú í Listasafni Íslands. Sýningin tengist útgáfu Íslenskrar listasögu í fimm bindum.
Frelsarinn er fjórða bókineftir Jo Nesbø sem gefiner út á íslensku og segirenn af dularfullum morð-
málum sem rannsóknarlögreglumað-
urinn Harry Hole
þarf að leysa.
Eins og í öllum
góðum glæpasög-
um er málið snúið
og dularfullt og
Nesbø tekst af-
bragðsvel að
halda lesandanum
í óvissunni allt
fram á síðustu
blaðsíður. Sjálfur er Hole engin hetja
og lesandinn hefur mátulega mikla
samúð með honum. Það sama má
segja um morðingjann sem Hole er á
hælunum á og það er öllu óvenjulegra
í glæpasögu.
Í stuttu máli segir sagan af því er
meðlimur Hjálpræðishersins er skot-
inn til bana á Egertorgi í Osló á fjöl-
mennum útitónleikum. Hole áttar sig
fljótt á því að um atvinnumorðingja
sé að ræða því ódæðismaðurinn gekk
upp að fórnarlambinu, skaut það einu
sinni í höfuðið og gekk í rólegheitum
af vettvangi. Morðinginn náðist á
mynd en málin flækjast þegar í ljós
kemur að andlit morðingjans virðist
breytast frá einni mynd til annarrar.
Þetta setur sérfræðing lögreglunnar í
því að þekkja andlit, Beate Lønn, út
af laginu og gerir leitina mun erfiðari.
Morðinginn síbreytilegi, kallaður
Litli frelsarinn, hefur ekki lokið sínu
ætlunarverki og lætur til skarar
skríða á ný en án árangurs. Úr verður
mikil flétta tengd Hjálpræðishernum
og voldugum viðskiptajöfrum og
rannsóknin berst m.a. út fyrir land-
steinana. Og ekki er nóg með að Hole
þurfi að glíma við slægan morðingja
heldur þarf hann einnig að glíma við
djöflana innra með sér, grimma og ill-
víga hunda áfengissýkinnar.
Nesbø kann þá list vel að segja
ekki of mikið og halda lesandanum
við efnið, eyðir ekki púðri í óþarfa
málalengingar eða langar lýsingar á
persónum og umhverfi þeirra. Sagan
tekur marga óvænta snúninga sem er
auðvitað lykilatriði þegar kemur að
góðum glæpasögum. Mannlýsingar
Nesbø í bókinni eru einkar skemmti-
legar og má undirritaður til með að
birta hluta slíkrar lýsingar, á nýjum
yfirvarðstjóra ofbeldisglæpadeildar
lögreglunnar, Gunnari Hagen: „Vel
greinileg vöðvabyggingin í andlitinu,
kringum kjálkana og á hálsinum bar
vott um sparneytna lífshætti. Munn-
urinn beinn og ákveðinn og hakan
framstæð, svo að annaðhvort var
hægt að segja að hann væri drífandi
persónuleiki eða bara með skúffu.
Það af hári sem á höfðinu var var
svart og óx í hálfhring um hvirfilinn,
en á móti kom að það var svo þykkt
og þétt að maður gat haldið að nýi
stjórinn hefði bara fengið sér svolítið
sérkennilega klippingu. Miklar og
púkaformaðar augabrúnirnar bentu
að minnsta kosti til þess að líkamshár
hefðu þarna góð vaxtarskilyrði.“
Morðinginn, Litli frelsarinn, er svo
einkar vel mótaður. Með stuttum lýs-
ingum á hans fortíð býr Nesbø til eft-
irminnilega persónu sem maður get-
ur ekki annað en haft örlitla samúð
með, sem fyrr segir. Á köflum hefði
sagan þó mátt vera meira spennandi
og jafnvel styttri, 522 bls. er dágóð
lengd á glæpasögu. Engu að síður
hefur Nesbø eignast enn einn aðdá-
andann, þann sem hér rýnir. Það er
hiklaust hægt að mæla með Frelsara
þessa prýðilega höfundar.
Andlitslausi morðinginn
Skáldsaga
Frelsarinn bbbbn
Eftir Jo Nesbø. Uppheimar gefa út.
522 bls.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
BÆKUR
Góður Jo Nesbø kann sitt fag.
www.laugarasbio.is − bara lúxus