Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Vökudeild 23D, nýburagjörgæslu
Barnaspítala Hringsins, bárust
síðsumars gjafir frá hjónunum
Magneu Þóreyju Hilmarsdóttur
og Finni Bjarka Tryggvasyni og
börnum. Þau eignuðust í janúar
2011 tvíburabræðurna Bjarka Leó
og Bjart Elí sem dvöldu á deild-
inni fram undir lok maí.
Magnea og Finnur giftu sig í
sumar eftir margra ára búskap og
óskuðu eftir því við brúðkaups-
gesti sem vildu færa þeim gjafir
að leggja frekar fé í söfnun til
styrktar vökudeildinni. Þar safn-
aðist svo vel að þau gátu fært
deildinni 12 stóla og kerru með
lúxusstól. Á myndinni eru Magn-
ea, Finnur og tvíburarnir Bjarki
Leó og Bjartur Elí ásamt stóra
bróður Hilmari Tryggva í stól-
unum góðu. Stóra systir, Andra
Ósk, komst ekki með í heimsókn
til vökudeildar.
Þakka með gjöfum
Þjóðarspegillinn XII, félagsvís-
indaráðstefna Háskóla Íslands,
verður haldin í Gimli, Háskólatorgi,
Lögbergi og Odda föstudaginn 28.
október frá klukkan 09:00 til 17:00.
Um 144 fyrirlestrar verða fluttir
í 39 málstofum þar sem meðal ann-
ars er fjallað um stöðu og réttindi
fatlaðs fólks, kynjað atvinnulíf og
kynhlutverk, fjölmenningu og inn-
flytjendamál, hrunið og lífsgæði. Í
tengslum við ráðstefnuna verður
veggspjaldasýning í Gimli og Há-
skólatorgi þar sem fjölmargir
fræðimenn, meistara- og dokt-
orsnemar kynna rannsóknir sínar.
Ráðstefnan er öllum opin og að-
gangur er ókeypis. Nánari upplýs-
ingar um dagskrá og málstofu-
skipan er að finna www. hi.is.
144 fyrirlestrar í
Þjóðarspegli XII
Ráðstefna og málstofa verður á
sveitahótelinu Smyrlabjörgum í
Suðursveit 26.-27. október.
Þar verður rætt um það m.a.
hvernig staðbundin matvælafram-
leiðsla getur stuðlað að sjálfbærni í
ferðaþjónustu.
Ráðstefnan hefst miðvikudaginn
26. október kl. 9:30 með fyrir-
lestrum. Fimmtudaginn 27. október
verður haldin málstofa þar sem mál
verða rædd í rýnihópum.
Þátttaka er ókeypis og skráning
er á www.nmi.is.
Staðbundinn matur
Ákveðið hefur
verið að stofna
Hollvinasamtök
líknardeilda
Landspítalans á
Landakoti og í
Kópavogi. Stofn-
fundurinn verð-
ur haldinn í safn-
aðarheimili
Neskirkju kl. 20 miðvikudaginn 26.
október. Óli Þ. Guðbjartsson, fyrr-
verandi alþingismaður og skóla-
stjóri, er upphafsmaður þess að
stofna samtökin.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hyggst Landspítalinn leggja
niður líknardeildina á Landakoti
vegna niðurskurðar framlaga til
spítalans í fjárlögum.
Hollvinasamtök
líknardeilda stofnuð
STUTT
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Viðbrögð alþingismanna og afskipti
utanaðkomandi afla af ráðningu í
Páls Magnússonar sem forstjóra
Bankasýslu ríkisins eru megin-
ástæða þess að stjórn Bankasýsl-
unnar er ekki lengur sætt.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá
þeim Þorsteini Þorsteinssyni, Sonju
Maríu Hreiðarsdóttur og Steinunni
Þórðardóttur sem óskuðu eftir því
með bréfi til fjármálaráðherra í gær
að vera leyst frá störfum úr stjórn
Bankasýslu ríkisins.
Þau segja að umræðan sem
spannst á opinberum vettvangi eftir
ráðningu Páls Magnússonar hafi
orðið til þess að vega að trúverðug-
leika Bankasýslunnar og rofið frið-
inn um starfsemi hennar. „Viðbrögð
alþingismanna benda til þess að erf-
itt verði fyrir stofnunina að starfa
með eðlilegum hætti að þeim mik-
ilvægu og vandasömu verkefnum
sem henni er ætlað að sinna og fram-
undan eru,“ segir í yfirlýsingunni.
„Rugl“ og „hneyksli“
Hart hefur verið deilt um hæfi
Páls Magnússonar, sem ráðinn var
forstjóri Bankasýslu ríkisins úr hópi
níu umsækjenda, en þar af voru fjór-
ir taldir hæfir. Ráðningin var harð-
lega gagnrýnd á Alþingi.
M.a. kallaði Helgi Hjörvar, for-
maður efnahags- og viðskiptanefnd-
ar, ráðninguna hneyksli og Björn
Valur Gíslason, þingmaður Vg og
varaformaður fjárlaganefndar, sagði
hana rugl. Í kjölfar gagnrýninnar
óskaði Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra eftir skýringum á
ráðningarferlinu og fékk þau svör
frá stjórn Bankasýslunnar að enginn
vafi léki á því að Páll hefði verið hæf-
astur.
Í yfirlýsingu sinni í gær ítrekar
stjórn Bankasýslunnar að sú ákvörð-
un að bjóða Páli starf forstjóra hafi
verið „byggð á hlutlægum og mál-
efnalegum sjónarmiðum þar sem
eiginleikar og hæfileikar Páls til að
sinna starfinu lágu til grundvallar.“
Allir sem að ferlinu komu hafi verið
sammála um að Páll væri hæfastur.
Meðal þess sem gagnrýnt hefur ver-
ið er að Páll Magnússon hafi hvorki
menntun né reynslu af fjármála-
mörkuðum. Hann er menntaður guð-
fræðingur og með meistaragráðu í
opinberri stjórnsýslu.
Þá hefur pólitískur bakgrunnur
Páls verið gagnrýndur, en hann hef-
ur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir Framsóknarflokkinn og var
m.a. aðstoðarmaður Valgerðar
Sverrisdóttur viðskiptaráðherra
þegar bankarnir voru einkavæddir.
Miklu skiptir að friður ríki
Stjórn Bankasýslunnar segist
ekki líta svo á að ákvarðanir hennar
séu hafnar yfir gagnrýni en umræð-
an undanfarna daga vegi að trúverð-
ugleika stofnunarinnar. „Það er að
mati stjórnarinnar grundvallarat-
riði, eigi hún áfram að geta sinnt
hlutverki sínu með trúverðugum
hætti, að hún njóti óskoraðs trausts
og geti starfað sjálfstætt eins og lög
um Bankasýslu ríkisins gera ráð fyr-
ir,“ segir í yfirlýsingunni.
„Það er niðurstaða stjórnarinnar
að afskipti utanaðkomandi afla geri
henni ókleift að starfa áfram á þeim
faglega grundvelli sem stjórnin telur
nauðsynlegan. Bankasýsla ríkisins
mun á næstu mánuðum þurfa að
taka mikilvægar ákvarðanir er snúa
að íslensku fjármálakerfi. Miklu
skiptir að sæmilegur friður ríki um
starfsemi stofnunarinnar og þær
ákvarðanir sem hún mun taka.“
Stjórnin hættir
vegna afskipta
Viðbrögð alþingismanna geri stofnuninni erfitt að starfa
Bankarnir Bankasýslu ríkisins er m.a. ætlað að tryggja gagnsæi í ákvarðanatöku í fjármálastarfsemi ríkisins.
Bankasýsla ríkisins
» Stofnunin hefur verið starf-
andi í eitt ár, frá október 2010.
Henni er ætlað að fara með
eignarhlut ríkisins í fjármála-
fyrirtækjum.
» Stjórn Bankasýslunnar heyr-
ir undir fjármálaráðherra en á
að starfa sjálfstætt.
» Þeir fjórir umsækjendur
sem töldust hæfir voru, auk
Páls, Karl Finnbogason hag-
fræðingur, Kolbrún Jónsdóttir
viðskiptafræðingur og Ólafur
Örn Ingólfsson hagfræðingur.
„Mér þykir mið-
ur að þau skuli
telja sig þurfa að
grípa til þessa
ráðs, segir Stein-
grímur J. Sigfús-
son fjár-
málaráðherra
um afsögn
stjórnar Banka-
sýslu ríkisins í
kjölfar umdeildr-
ar ráðningar Páls Magnússonar í
starf forstjóra hennar.
Steingrímur segir að ekki sé ann-
að í stöðunni en að una niðurstöðu
stjórnarinnar og vinna úr þeirri
stöðu sem upp sé komin með því að
skipa Bankasýslunni nýja stjórn,
eins og beri lögum samkvæmt.
Reynt verði að leysa málin þannig
að þau valdi sem minnstri truflun á
starfsemi stofnunarinnar.
Mikilvægt að ró sé um starf-
semi af þessu tagi
Stjórn Bankasýslunnar vísar til
þess að utanaðkomandi afskipti
hafi gert henni ókleift að starfa
áfram. „Hún hlýtur að hafa verið að
vísa til einhvers annars en fjár-
málaráðuneytisins í þeim efnum,“
segir Steingrímur aðspurður. „Því
að okkar formlegu afskipti hafa
eingöngu verið þau að við skrif-
uðum og báðum um upplýsingar og
rökstuðning.“ Hins vegar sé ljóst að
mikilvægt sé að ró sé um starfsemi
af slíku tagi.
Spurður um þýðingu afsagn-
arinnar fyrir nýráðinn forstjóra Pál
Magnússon segir Steingrímur að
það verði bara að bíða og sjá en er
ekki tilbúinn að ræða það frekar.
Harmar
afsögnina
Steingrímur J.
Sigfússon
Afsögn stjórnar Bankasýslu ríkisins
kemur þingmönnum úr stjórnarand-
stöðu ekki á óvart. Þeir telja hana
skiljanlega í ljósi pólitískra afskipta
af störfum hennar. „Lærdómurinn
sem við getum dregið er að við ætt-
um að huga að því að leggja þessa
stofnun niður hið fyrsta. Það myndi
leysa öll þessi vandamál,“ segir
Ragnheiður Elín Árnadóttir, for-
maður þingflokks sjálfstæðismanna.
„Réttmætar áhyggjur“
Birkir Jón Jónsson, varaformaður
Framsóknarflokksins og fulltrúi í
efnahags- og viðskiptanefnd, segir
að ákvörðun stjórnarinnar komi sér
ekki á óvart í ljósi óeðlilegra póli-
tískra afskipta stjórnmálamanna í
þessu máli og lítur einnig til þess að
stjórnin þurfi á næstunni að taka
ákvarðanir um erfið mál sem undir
hana heyra. „Ég tel að þau gífuryrði
sem hafa fallið um störf stjórn-
arinnar hafi valdið því að hún hafi
ekki talið sér fært að starfa áfram
enda átti hún að vera án afskipta
stjórnmálanna,“ segir Birkir Jón.
„Þetta voru klár pólitísk afskipti
og greinilegt að stjórnin naut ekki
trausts í þeim ákvörðunum sem hún
var að taka,“ segir Ragnheiður Elín.
Hún rifjar upp að hún hafi verið
andvíg stofnun Bankasýslu ríkisins
og ekki keypt þau rök sem fjár-
málaráðherra hélt fram að þetta
væri gert til að halda pólitíkinni frá.
„Eftirleikurinn hefur sýnt og sannað
að það voru réttmætar áhyggjur.
Um leið og tekin er ákvörðun sem
pólitíkinni líkar ekki fer hún að
skipta sér af,“ segir Ragnheiður.
helgi@mbl.is
Skiljanlegt í ljósi
pólitískra afskipta
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Birkir Jón
Jónsson
Ný sending
Blússubolur
5.900 kr
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Hæðasmára 4
– Í sama húsi og Bílaapótek
fyrir ofan Smáralind
Sími 555 7355 • www.selena.is
25%
afsláttur
St. 36-48
Glæsilegir
þýskir
velúr-
gallar
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Vöggusæng
ur
Vöggusett
Póstsendum