Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 36
Tónleikaröðin Kaffi, kökur & rokk &
ról fer fram í Edrúhöllinni, Efstaleiti
7, í kvöld. Í þetta skipti koma Retro
Stefson og Nolo fram. Húsið verður
opnað kl. 20, það er talið í á slaginu
kl. 20.30 og tónleikum lýkur fyrir kl.
22. Aðgangseyrir er 500 kr. og heitt
er á könnunni og nóg af kruðiríi.
Retro Stefson og
Nolo í Edrúhöllinni
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 298. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Stúlkan var hálfíslensk
2. Dó er hún varð undir legsteini
3. María Sigrún bakaði sína eigin …
4. Selja bústaði eftir innbrot
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Nýjasta afurð tónlistarkonunnar
Lay Low, Lovísu Elísabetar Sigrún-
ardóttur, er platan Brostinn strengur.
Þar má finna lög hennar við ljóð ís-
lenskra kvenskálda. Árni Matthíasson
setti gripinn undir mælikerið. »32
Rýnt í nýjustu
afurð Lay Low
Kattavinir munu halda styrkt-
artónleika fyrir Kattholt í Fríkirkjunni
fimmtudaginn 3. nóvember næst-
komandi. Kettir eiga
þungavigtarmenn að í
tónlistarbrans-
anum en Bubbi,
Björgvin Hall-
dórsson, Daníel
Ágúst, Jóhanna
Guðrún og
Ragga Gröndal
verða á meðal
flytjenda.
Munum eftir
málleysingjunum
Á miðvikudag Austan 5-13 m/s. Rigning eða súld austanlands og
við suðvesturströndina, annars þurrt. Hiti 3 til 10 stig.
Á fimmtudag Norðaustanátt og rigning, einkum austanlands, en
þurrt á Suðvesturlandi. Hiti 2 til 7 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða rigning en slydda eða snjókoma norð-
vestantil fram eftir degi. Úrkomulítið norðaustanlands síðdegis.
VEÐUR
„Það var líklega bara í
yngri flokkunum með Þór
eða jafnvel bara í hand-
boltanum,“ sagði Aron
Einar Gunnarsson
hlæjandi, spurður að
því hvenær hann skoraði
síðast tvö mörk í leik en
Aron skoraði tvö fyrir
Cardiff um nýliðna helgi
og hefur skorað þrjú
mörk í síðustu tveimur
leikjum liðsins í ensku B-
deildinni. »2
Aron í nýju
hlutverki
Íslendingar eiga einn full-
trúa á 1. stigs úrtöku-
mótinu fyrir bandarísku
PGA-mótaröðina í
golfi sem hefst í
dag. Það er Birgir
Leifur Hafþórs-
son, kylfingur úr
GKG. Þetta er í
fyrsta skipti á ferl-
inum sem Birgir Leif-
ur reynir að komast
inn á þessa sterkustu
mótaröð heims í golf-
heiminum. »3
Birgir á PGA-mótaröð-
inni í fyrsta sinn
„Ég er ósáttur við hvaða stefnu þjálf-
aramálin hafa tekið hjá félaginu. Ég fer
ekkert í grafgötur með það að ég er
mótfallinn ráðningu Guðjóns og í ljósi
þess tel ég eðlilegt að stíga til hliðar
sem formaður,“ sagði Þorsteinn Gunn-
arsson, formaður knattspyrnudeildar
Grindavíkur, við Morgunblaðið, en
Grindvíkingar hafa ákveðið að ganga
til viðræðna við Guðjón Þórðarson. »1
Formaðurinn mótfallinn
ráðningu Guðjóns
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Ég gerði mér aldrei grein fyrir því
að ég yrði hundrað ára, þetta kemur
bara svona án þess að maður viti af
því. Tíminn líður,“ segir Ingunn Júl-
íusdóttir, sem er 100 ára gömul og
einum degi betur, því hún fæddist
hinn 24. október 1901 á Leiðólfs-
stöðum í Stokkseyrarhreppi.
Ingunn hefur hins vegar búið í
Vestmannaeyjum stærstan hluta
ævi sinnar. Þangað flutti hún árið
1936 og er í dag elsti íbúi Vest-
mannaeyja. Sjálf segist hún að vísu
ekki velta þeim titli mikið fyrir sér
þótt hún sé meðvituð um hann, og
telur það hreint ekki vera sérstakt
afrek að ná háum aldri.
„Ég hugsa bara ekkert um það og
finnst ég ekkert þurfa þess. Þetta
gerist bara af sjálfu sér og það er allt
í lagi ef heilsan er sæmileg. Það er
hún sem er fyrir öllu og ég hef alltaf
verið góð til heilsunnar.“
Vann mikið um ævina
Ingunn var gift Eiríki Jónssyni
sjómanni en hann lést árið 1970.
Saman áttu þau tvær dætur, þær
Svanhildi og Guðrúnu, sem er látin.
Afkomendahópurinn hefur vaxið
jafnt og þétt því barnabörnin urðu
fjögur og langömmubörnin eru orðin
sex. Mörg þeirra búa í Vestmanna-
eyjum og segist Ingunn því geta
fylgst með þeim vaxa og dafna.
Aðspurð hvað hafi leitt hana til
Vestmannaeyja á sínum tíma svarar
Ingunn að það sé ekki gott að segja.
„Ég fór vegna vinnu og það rættist
úr því. Ég hef starfað við allt mögu-
legt um ævina, í frystihúsi og hey-
skap og allt sem þurfti með. Ég vann
alltaf mikið,“ segir Ingunn sem vann
meðal annars í heil 30 ár í Vinnslu-
stöð Vestmannaeyja.
Það var ekki margt annað í boði
en að vinna og þegar við bættist
heimilishald og barnauppeldi segir
Ingunn að lítill tími hafi gefist til
áhugamála. „En ég hef alltaf verið
mikið fyrir handavinnu og hef tekið í
handavinnu fram að þessu en fer nú
að hætta því. Það er mitt áhugamál
og líka að lesa. Mér þótti gaman að
lesa bækur þegar ég gat það en nú
get ég ekki lesið lengur.“
En þótt Ingunn hafi aldrei stefnt
að því að verða hundrað ára segir
hún það vissulega skemmtilegt að
geta haldið upp á þennan áfanga
með fjölskyldu og ástvinum. Í tilefni
afmælisins hélt hún í gær opið hús á
dvalarheimilinu Hraunbúðum, en
þangað flutti hún fyrir nokkrum ár-
um og lætur vel af. Fjöldi manns leit
inn og gladdist með Ingunni.
Bjóst aldrei við að verða 100
Alltaf við góða
heilsu en getur
ekki lesið lengur
Ljósmynd/Óskar Pétur
100 ára Ingunn ásamt barnabarnabörnunum Svanhildi, Helgu Sigrúnu, Páli, Önnu Margréti, Herdísi og Lilju.
Ingunn hafði búið í Vestmannaeyjum í 37 ár
þegar eldgos hófst í Heimaey, hinn 23. janúar
1973. Hún segir gosið vera atburð sem gleym-
ist seint.
„Þá flúði maður bara til lands, það var ekki
gaman. En ég fór aftur strax og það mátti og
flutti aftur í mitt hús, það brann ekki. Maður
lagaði hjá sér smátt og smátt en það var mik-
ið verk að koma öllu í lag og verður aldrei eins
og var áður. Ég vildi ekki þurfa að upplifa það
aftur.“
Vildi ekki upplifa slíkt aftur
ELDGOSIÐ Í HEIMAEY GLEYMIST SEINT