Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Ekki man ég hvað það erlangt síðan Ívar Páll félagiminn benti mér á lög eftirunglingsstúlku á rokk.is.
Stúlkan, Lovísa Elísabet Sigrún-
ardóttir, sté svo fram sem fullmótaður
listamaður undir
listamannsnafninu
Lay Low á plötunni
Please Don’t Hate
Me fyrir fimm ár-
um. Tónlistin var
kántrískotin þjóða-
lagatónlist ættuð frá miðvesturríkjum
Bandaríkjanna, lögin lipurlega samin,
enskir textarnir ungæðislegir, en beitt-
ir og iðulega hnyttnir.
Fátt fer slíkri tónlist betur en dep-
urð, það er við hæfi að mjúklega sé
sungið um ástir og beisk örlög, og á
nýrri plötu er Lovísa enn við sama hey-
garðshorn í textum, þó að hún sé ekki
lengur að syngja eigin orð, heldur ljóð
eftir íslenskar konur: Valborgu Bents-
dóttur, Margréti Jónsdóttur, Huldu,
Hugrúnu, Sigurlaugu Guðmunds-
dóttur, Guðrúnu Magnúsdóttur, Þór-
hildi Sveinsdóttur, Evu Hjálm-
arsdóttur, og Undínu, en Lovísa á
reyndar einn texta sjálf.
Það er skiljanlegt að ungir tónlist-
armenn taki upp á því að syngja á
enskri tungu, enda tónlistaráhrif sótt
þangað alla jafna. Enginn ætti heldur
að láta það aftra sér frá því að hlusta á
tónlist á hvaða máli sem er; það skiptir
ekki alltaf öllu að skilja um hvað er
sungið og stundum er betra að skilja
það ekki. Að því sögðu þá nær ekkert
eins beint til manns og móðurmálið,
það tungumál sem fléttað er saman við
tilfinningar okkar og upplifun á svo
djúpstæðan hátt að ekkert annað
tungumál kemst þar nálægt sama
hversu vel maður kann það.
Í því ljósi þykir mér á stundum sem
ég sé að kynnast Lovísu upp á nýtt á
þessari plötu, að hún syngi af næmi
sem ég ekki vissi að hún ætti til og sýni
aðdáunarverða dýpt í túlkun sinni á
treganum í ljóðunum; ekki dimmum
trega, heldur góðlátlegum, eins og hún
sé að segja: Víst er hlutskipti okkar erf-
itt en það er líka gleðilegt. Dæmi um
það er til að mynda í laginu Vonin þar
sem depurð drýpur af hverju orði:
„Hún veit að enginn mun bíða þess
bætur / ef holklaki leggst við hjarta-
rætur“, en síðan hlánar; lagið leysist
upp í vatnsklið og tregafullt klarínett
og hrekkur svo af stað aftur þegar
klakinn rennur „með vori og söng í
vængjablaki“. Skemmtilega og smekk-
lega gert.
Útsetningar á plötunni eru talsvert
frábrugðnar því sem maður hefur áður
heyrt með Lovísu, en þær eru líka í
anda hennar, í raun rökrétt framhald á
því sem hún hefur verið að gera eins og
heyrðist vel á stórskemmtilegum tón-
leikum hennar í Hofi á laugardaginn,
þar sem hún fór á kostum með hljóm-
sveit sinni hvort sem það var í gömlum
lögum eða nýju. Kvöldið í skógi var
þannig frábærlega skemmtilegt með
sínum tölvuinngangi og dimmum rödd-
um í viðlaginu, Brostinn strengur líka
vel heppnaður og lagið sem Lovísa
samdi til móður sinnar sýnir að hún er
ekki síðri textasmiður á íslensku en
ensku. Hápunktur tónleikanna var svo
frábært lokalag skífunnar, Sorgin, með
þessum ljóðlínum Undínu: „Að gleði-
boði geng ég / þar glymur kætin hátt. /
Þá get ég líka hlegið svo enginn vita má
/ hvað hjarta mínu svíður / hvað harm-
ur minn er sár / hvað höfði mínu
þrengja hin óburtrunnu tár“.
Þessi plata Lovísu Lay Low El-
ísabetardóttur er framúrskarandi verk,
tvímælalaust það besta sem hún hefur
gert hingað til – þær raðast inn á topp-
listann plötur ársins.
Mjúklega sungið um ástir og örlög
Morgunblaðið/Ómar
Framúrskarandi Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, sýnir aðdáun-
arverða dýpt í túlkun sinni á trega á Brotnum streng.
Brostinn strengur bbbbm
Eftir Lay Low. Lög eftir hana og einn
texti, en aðrir textar eru ljóð eftir ís-
lenskar skáldkonur. Record Records
gefur út.
ÁRNI MATTHÍASSON
TÓNLIST
Óðríkur Algaula, söngvakeppni
MH, fór fram á föstudaginn. Vakti
framkoma nokkurra tónlistar-
manna nokkra athygli, sérstaklega
fyrir texta, og sá einn dómenda,
Unnsteinn Manuel Stefánsson,
sig knúinn til að tjá sig um ósköpin
á fésbókarsíðu sinni. Færslan er
eftirfarandi: „Það er alveg ljóst að
Menntaskólinn við Hamrahlíð þarf
að fara að bjóða upp á Feminisma
103 ásamt Tónsmíðum 103, eftir
lagasmíðakeppni gærkvöldsins. Að-
eins ein stelpa tók þátt en annars
fjölluðu vinsælustu lögin um blóðug
lök og endaþarmsmök! Krakkarnir
sem lentu í þremur efstu sætunum
sýndu samt metnað og heiðarleika í
sínum lögum, en það þykir kannski
ekki töff lengur?“
Óðríkur Algaula veldur
allnokkrum úlfaþyt
Eins og fram hefur komið hlaut
Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rún-
arssonar, Gullna úlfinn á kvik-
myndahátíðinni í Montréal um
helgina en um aðalverðlaun hátíð-
arinnar er að ræða. Eldfjall hlaut
silfurverðlaun á kvikmyndahátíð-
inni í Chicago í liðinni viku og
þykja þessar góðu viðtökur í
Norður-Ameríku lofa góðu um
möguleika myndarinnar á að
hljóta tilnefningu til Ósk-
arsverðlauna.
Landar Eldfjall Óskari á
næsta ári?
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kvikmyndafræðsla fyrir börn og
unglinga hófst í Bíó Paradís 13. októ-
ber sl. undir stjórn Oddnýjar Sen
kvikmyndafræð-
ings og stendur
fram í nóvember.
Bíó Paradís,
Töfralampinn
ehf. (fyrirtæki
Oddnýjar) og
Reykjavíkurborg
standa saman að
þessu verkefni en
tilgangurinn er
að fræða grunn-
skólabörn um kvikmyndir, gefa þeim
möguleika á að kynnast myndum
sem hlotið hafa alþjóðlega gæða-
stimpla og hafa skapað sér sess inn-
an kvikmyndasögunnar.
Meðal þeirra kvikmynda sem
börnin horfa á og brjóta til mergjar
eru Gullæðið eftir Chaplin, Cinema
Paradiso eftir Guiseppe Tornatore,
Fucking Åmål eftir Lukas Moodyson
og Nosferatu – Eine Symphonie des
Grauens eftir F.W. Murnau.
Fyrsta vampírumyndin
Oddný segir börnin sem sækja
bíósýningarnar vera úr öllum grunn-
skólum Reykjavíkur, frá 4. bekk og
upp úr en skólarnir sjá sjálfir um að
skrá nemendur til þátttöku. Á
fimmtudaginn, 27. október, horfa
börnin á Nosferatu um morguninn
og segist Oddný ætla að bera hana
saman við Twilight. „Twilight er
rosalega vinsæl meðal barna og ung-
linga og þess vegna finnst mér nauð-
synlegt að þau viti hvaðan þetta
kemur. Nosferatu er meistaraverk,
frá tímum þýsku gullaldarinnar og
algjörlega nauðsynlegt að vita að
þetta er fyrsta vampírumynd allra
tíma, frá árinu 1922,“ segir Oddný.
Auk Nosferatu verður The Birds eft-
ir Alfred Hitchcock sýnd kl. 13 og þá
eldri nemum, unglingum.
Þekktu ekki Chaplin
– Hvernig fer fræðslan fram?
„Ég sendi kennurum ítarefni svo
þeir geti farið yfir þetta með nem-
endum, punkta til umhugsunar. Síð-
an held ég fyrirlestur á undan mynd-
inni og svo eru umræður ef tími gefst
til,“ svarar Oddný. Börnin mæti því
ágætlega undirbúin.
– Hvernig hefur þetta gengið, hafa
börnin verið virk í umræðum?
„Mjög svo. Það er gaman að því að
fyrsta sýningin var Gullæðið eftir
Chaplin og ég var með svona pall-
borð í fyrra um Chaplin, tvær sýn-
ingar. Þau vissu ekkert hver hann
var eða hvað hann hafði gert, höfðu
ekki hugmynd um hann. Ég var með
dálítið ítarlegar upplýsingar um
Chaplin og ævi hans, hvernig hann
þróaði flækinginn, hlutverkið og um
æsku hans sem var skelfileg,“ segir
Oddný. Chaplin hafi þurft að betla á
götum úti og foreldrar hans verið
óhæfir uppalendur sökum áfeng-
issýki. Hún hafi bent börnunum á
hvernig hann hafi notað þessa
reynslu sína í hlutverki flækingsins,
utangarðsmannsins góðkunna. „Svo
fannst mér svo gaman, þegar ég var
með Borgarljósin á síðustu sýningu
fyrir börn, þá vissu þau heilmikið,
höfðu lært um Chaplin og komu með
margar spurningar.“
Gæða- og lykilmyndir
– Þetta hefur vantað í grunnskóla-
kennslu, kvikmyndafræði?
„Algjörlega, það hefur ekki verið.
Þetta er alveg nýtt,“ svarar Oddný.
Lengi hafi vantað góða kennslu í
kvikmyndafræðum í grunnskólum
hér á landi. Spurð að því hvort þessi
kvikmyndafræðikennsla sé komin til
að vera segist hún vonast til þess en
það velti þó á styrkjum. Boðið sé upp
á gæða- og lykilmyndir í kvikmynda-
sögunni og börnin læri um leið um
alls konar félags- og samfélagsmál
sem tengist myndunum. Kvikmynd-
irnar séu því skoðaðar í mjög víðu
samhengi. „Við stefnum alveg pott-
þétt að því að halda áfram með verk-
efnið og ég er komin með hugmyndir
fyrir næsta ár sem ég vona að verði.
Þá langar mig t.d. að sýna börn-
unum E.T. eftir Spielberg og Jaws.
Eins langar mig að vera með
Galdrakarlinn í Oz og fleiri Chaplin-
myndir.“
Beðið um rökstuðning
– Börnin þurfa líka að skrifa rit-
gerðir í þessu kvikmyndanámi?
„Já, það fer að vísu eftir kenn-
urum en ég sendi punkta til umhugs-
unar þar sem ég bið þau um að lýsa
einhverjum atriðum í myndinni sem
þeim þykir skemmtileg og flott en ég
vil fá rökstuðning. Af hverju er þetta
flott? Hvernig tengist hitt og þetta
og hvernig má setja það í samhengi
við samtímann og þá kannski við
kvikmyndaleikstjórann sjálfan. T.d.
með Fucking Åmål spurði ég hvern-
ig þau myndu leysa vandann með
einelti,“ segir Oddný að lokum.
Frekari fróðleik um myndirnar og
verkefnið má finna á bioparadis.is.
Vampíran Úr kvikmynd F.W. Murnau, Nosferatu – Eine Symphonie des Grauens, frá árinu 1922.
Nosferatu og börnin
Oddný Sen sér um kvikmyndafræðslu fyrir grunnskólanema í Bíó Paradís
Nýjung í grunnskólanámi Börnin mæta undirbúin á bíósýningar
Oddný Sen