Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 29
Ólafur Gunnarsson hefursent frá sér á annan tugskáldsagna síðan súfyrsta kom út árið 1977, og hefur notið vinsælda og virð- ingar sem sögumaður. Hans helsta form hefur verið hin epíska skáld- saga en nú sendir Ólafur frá sér sitt fyrsta smásagnasafn, Meist- araverkið og fleiri sögur, og tekst afar vel upp. Bókin hefst á stuttum og áhrifaríkum prósa, „For- spili“, sem til- einkaður er minningu rúss- neska leikstjór- ans Andreis Tarkovskys. Líta má á hann sem eins konar stefnuskrá fyrir sögurnar fjórtán sem á eftir koma, og um eðli smásögunnar, þar sem frelsið getur verið annað og meira en í hinum stærri raunsæislegu skáldsögum. Hér er tíminn brotinn upp, raunveruleiki og þrá takast á, draumar koma við sögu og dauðinn er sínálægur. Heimur sagnanna er kunn- uglegur; þetta er Reykjavík og næsta nágrenni borgarinnar, og sögutíminn teygir sig aftur í síð- ustu öld og inn í samtímann. Í einni af bestu sögunum, „Eldi af himnum“, er sögumaður í fjöl- skyldu votta Jehóva og verður valdur að hræðilegu slysi. „Meistaverkið“ er ekki síður vel skrifuð saga, um bílstjóra og son hans sem virðist búa yfir listræn- um hæfileikum sem umhverfið skilur ekki. Í tveimur áhugaverð- um sögum kveikir ást á konum at- burðarás sem endar með glæp; í „Hlákunni“ er það kona sem hafði verið í „ástandinu“ sem flytur inn til tveggja laghentra bræðra, en í sögunni „Gimme shelter“ er það fortíð konunnar sem súlu- dansmeyjar sem hrindir atburða- rásinni af stað. Í lokasögunni, „Steindi glugginn“, er kostuleg lýsing á nágrannaerjum sem enda með flutningi á húsi og sést þar vel hvernig Ólafur notar sér raun- verulega atburði sem skáldlegan efnivið, í þessu tilviki flutning steindra glugga til Íslands í heimsstyrjöldinni síðari. Smásögur Ólafs eru mislangar en hefðbundar í uppbyggingu. Persónur eru skapaðar og að- stæður þeirra kynntar, árekstrar verða og oft afgerandi hvörf; mað- ur er skilinn eftir til að deyja, barn heldur að faðir sinn sé að skilja það eftir, hlaða er brennd eftir að ungur maður hefur látist undir malarfargi. Höfundi tekst vel að draga per- sónurnar skýrum dráttum, gæða þær lífi þótt sögurnar séu stuttar; að vekja samkennd lesandans með þeim. Stíllinn er tær og knappur, og samtöl lipur. Hversdagslegt andrúmloftið sem er splundrað með afgerandi atburði, stundum slysi eða óviljaverki, minnir á stundum á einkenni sagna banda- ríska smásagnameistarans Ray- monds Carvers og er það ekki leiðum að líkjast. Oft er talað um að smásagan eigi erfitt uppdráttar, í samkeppni við hina löngu og hefðbundu skáldsögu. Í vel lukkuðum smá- sögum er þó alls ekki síður hægt að kveikja áhugavert líf og varpa upp heillandi heimum. Það tekst Ólafi svo sannarlega í bestu sög- um þessa vandaða sagnaúrvals. Hversdagsleikanum splundrað í sögum Meistaraverkið og fleiri sögur bbbbn Eftir Ólaf Gunnarsson. JPV útgáfa. Reykjavík, 2011. 189 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Morgunblaðið/Frikki Ólafur Gunnarsson „Höfundi tekst vel að draga persónurnar skýrum drátt- um, gæða þær lífi þótt sögurnar séu stuttar; að vekja samkennd lesandans með þeim,“ segir um Meistaraverkið og fleiri sögur. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011 Á tónleikum á Kjarvalsstöðum ann- að kvöld, miðvikudagskvöld, klukk- an 20 endurvekur tónlistarhópurinn Jarðarber mörg af eftirminnilegustu verkunum sem kennd voru við ann- an tónlistarhóp, Musica Nova. Að- gangur á tónleikana er ókeypis. Á tónleikunum verða endurspegl- aðar hræringar sem áttu sér stað í nýrri tónlist á sjöunda áratug lið- innar aldar, en nýjungar í raðtækni, raftónlist, óákveðni og gjörn- ingabrellum litu þá dagsins ljós á nánast sama tíma. Margir tónlist- armenn tengdust Musica Nova en á tónleikunum verður sjónum beint að verkum eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson, Atla Heimi Sveinsson, Leif Þórarinsson, Þorkel Sig- urbjörnsson og Þorstein Hauksson. Af erlendum listamönnum sem verk verða flutt eftir má nefna Nam June Paik, en framkoma hans á tón- leikum Musica Nova árið 1965 var umdeild, og andi Flúxushreyfing- arinnar svífur yfir vötnum í verkum Yoko Ono. Tónleikarnir eru haldnir í sam- bandi við sýninguna Ný list verður til á Kjarvalsstöðum. Endurvekja tónverk kennd við Musica Nova Morgunblaðið/Sverrir Eitt tónskáldanna Flutt verða verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Kirsuberjagarðurinn – forsala í fullum gangi Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar FÖS 28/10 L AU 29/10 FÖS 04/1 1 L AU 05/1 1 FÖS 1 1 / 1 1 L AU 1 2 /1 1 FÖS 18/1 1 FIM 24/1 1 FÖS 25/1 1 L AU 26/1 1 FÖS 02 /1 2 FÖS 09/1 2 L AU 10/1 2 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 Ö Ö U Ö NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.