Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GRETTIR, OKKUR
TÓKST AÐ LIFA AF
HÁTÍÐARNAR ENN EINA
FERÐINA
NÚ ÞURFUM VIÐ BARA AÐ
LIFA AF ANNAÐ ÁR
EÐA
BARA DAGINN
Í DAG MÉR
FINNST SVO
GAMAN ÞEGAR ÞÚ
REYNIR AÐ HRESSA
MIG VIÐ
HVAÐ
EF VIÐ
VÆRUM
FÁTÆK?
HVAÐ EF VIÐ ÞYRFTUM AÐ FÁ
OKKUR VINNU TIL AÐ
HJÁLPA MÖMMU OG PABBA
ÉG
GÆTI UNNIÐ
FYRIR MÉR
HVAÐ
GÆTIR ÞÚ
GERT?
ÉG GÆTI BÚIÐ UM
RÚMIÐ MITT!
ÉG HEF EKKERT
Á MÓTI ÞVÍ AÐ ÞÚ
BORÐIR Í RÚMINU EN
ERTU TIL Í AÐ VERA
SNÖGGUR AÐ ÞVÍ AF
HVERJU
LIGGUR ÞÉR
SVONA
MIKIÐ Á?
ÉG ÞARF AÐ HAFA
TÍMA TIL AÐ VASKA UPP
DISKANA SVO ÉG GETI GEFIÐ
ÞÉR MORGUNMAT
HANN
GEFST SKO
EKKI UPP
ÞESSI
AF
HVERJU MÁ ÉG
EKKI KAUPA MÉR
MÓTORHJÓL?
SVONA
NÚ,
MILLJÓNIR
FÓLKS AKA Á
ÞEIM Á
HVERJUM
DEGI
EF ÞÚ
ERT BÚINN
AÐ ÁKVEÐA
ÞIG ÞÁ GET
ÉG EKKI
STÖÐVAÐ
ÞIG
EN EF ÞÚ
SLASAR ÞIG EÐA
TEKST AÐ DREPA ÞIG,
ÞÁ MUN ÉG ALDREI
FYRIRGEFA ÞÉR!
HÚN SAGÐI AÐ
ÞETTA VÆRI Í GÓÐU
LAGI GEORG!
NÆSTUM ÞVÍ
KOMINN!
KÓNGU-
LÓAR-
MAÐURINN
ER Á
ÞAKINU!
NEI, ÉG
ER EKKI ENNÞÁ
KOMINN Á
EFTIRLAUN
EN NÚ ER
ÉG KOMINN Á
LEIÐARENDA
HANN
HEFÐI NÚ MÁTT
BJÓÐAST TIL AÐ
BORGA HLUTA AF
FARINU!
VEGNA
ÞESS AÐ
ÞAU ERU
HÆTTULEG!
KOMST
ÞÚ LÍKA
HINGAÐ TIL
AÐ SETJAST
Í HELGAN
STEIN?
Nokkrar línur að
vestan til Páls
Við sem ólumst upp
við almenn sæti í
Austurbæjarbíói og
eina kók og eitt
lakkrísrör á mánuði
förum nú að verða úr-
kula vonar um að fá
að sjá þó ekki væri
nema eina Roy Ro-
gers-mynd í Tec-
hnicolor frá Republic
Pictures áður en við
förum úr þessum
táradal hér á jörðu.
Þarna voru persónur
eins og Roy sjálfur,
hans ektakvinna Dale Evans og
Gabby Hayes, að ógleymdum fær-
leiknum Trigger, ásamt tríóinu Nol-
an Brothers sem spiluðu á sagirnar.
Svo voru þetta einhvern veginn
miklu betri glæpamenn en eru í
þessum haugum af algjöru drasli
sem verið er að dæla nú til dags yfir
saklausa íslenska þjóð í sjónvarpi
og kvikmyndahúsum frá morgni til
kvölds. Þarna tóku þeir til dæmis
hina íðilfögru Dale og bundu hana
með reipi. Þá kom Roy eins og skot
á Trigger, gúbbidí,
gúbbidí gúbb, frelsaði
hana, batt glæpa-
mennina með sama
reipinu og skellti Dale
á bak fyrir aftan sig.
Og Gabby gamli setti
tölu upp í sig og spýtti
mórauðu. Einstaka
sinnum kom smákusk
og mold á búningana,
en þá var ekkert að
gera annað en bursta
það af með hendinni
og allt varð gott á ný.
Svo var sest við varð-
eldinn og sungið, þessi
líka fínu lög. Roy Ro-
gers-kvikmyndirnar
voru að vísu 3. flokks B-myndir frá
draumaverksmiðjum Hollywood.
En þær eru jafngóðar fyrir það í
heiðríkju minninganna hjá okkur
gömlu símastaurunum. Mynd eins
og The Yellow Rose of Texas er til
dæmis ógleymanleg. Þar var bæði
rigning og snjór. Plís Páll. Reddaðu
þessu nú fyrir okkur.
Hallgrímur Sveinsson.
Ást er…
… jafngömul Adam
og Evu.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9,
gönguhópur kl. 10.30, tölvufærni kl. 13
og postulín, lestrarhópur kl. 13.30, jóga
kl. 18.
Árskógar 4 | Smíði, útskurður kl. 9.
Botsía kl. 9.30. Handavinna kl. 13.
Boðinn | Handavinna kl. 9, vatnsleikfimi
kl. 9.15 (lokaður hópur), ganga kl. 11.
Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé-
lagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, bænastund
kl. 9.30, söngur/uppl. kl. 14 á 2. hæð.
Fella- og Hólakirkja | Spil/spjall kl. 13.
Kaffi kl. 15, framhaldssaga. Helgistund í
kirkju að lokum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik-
fél. Snúður og Snælda æf. kl. 10. Skák kl.
13. Framsögn kl. 17. Félagsv. kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Tré-
skurður/myndlist kl. 9.30, jóga kl. 9.30
og 18, kanasta/silfursmíði kl. 13. Vetri
fagnað kl. 14, börn á leiksk. Sólhvörfum
syngja, lausavísur Páls Ólafssonar með
sögum og söng. Haukur Ingibergsson
spilar á harmonikku. Kaffihlaðborð kr.
1.000.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Qi gong kl. 8.15, trésmíði kl. 9/13, vatns-
leikfimi kl. 12, bíó í kirkju kl. 13, bíll frá
Jónshúsi kl. 12.40, karlaleikfimi/
bútasaumur kl. 13, botsía kl. 14, Bón-
usrúta kl. 14.45, línudans kl. 15/16.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Gler kl. 9.
Kaffispjall kl. 10.30. Jóga kl. 11. Opinn
salur Skólabraut. Karlakaffi í kirkju kl. 14.
Skapandi skrif Gróttusal kl. 14.30. Mál-
un/teiknun kl. 17.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9. Stafganga/létt ganga kl. 10.30.
Perlusaum./postulín kl. 13. Hinn 27. okt.
leikhúsferð á Kirsuberjagarðinn, skrán. á
staðnum og s. 5757720.
Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30.
Helgistund, handavinna, spil og spjall.
Kaffiveitingar.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
botsía kl. 10.30, Bónusbíll kl. 12.15.
Tímap hjá Helgu fótafr. í síma 6984938,
hárgreiðslust. s. 8946856.
Hraunsel | Qi gong kl. 10, myndmennt
kl. 10/13, leikfimi kl. 11.30 Bjarkarh.
Boltaleikfimi kl. 14.15, Haukah. Brids kl.
13, vatnsleikfimi kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10.
Bútasaumur kl. 9. Helgistund. Fótaað-
gerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið/
dagblöðin/kaffitár kl. 8.50. Stefáns-
ganga kl. 9. Glersk. kl. 9. Thaichi kl. 9.
Leikfimi kl. 10. Hláturjóga kl. 13.30.
Tölvuleiðb.kl. 13.15. Bónusbíll kl. 12.40.
Bókabíll kl. 14.15. Gáfumannakaffi kl. 15.
Fjölmennt/Perlufestin kl. 16. Bók-
menntah. þri. kl. 20.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans hópur I
kl. 14.40, hópur II kl. 16.10, zumba kl.
17.30. í Kópavogsskóla.
Korpúlfar Grafarvogi | Félagsfundur á
morgun mið. kl. 13.30 Hlöðunni við
Gufunesbæ.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Iðjustofa
– postulín kl. 9, við hringborðið kl. 10,
leikfimi kl. 11, brids/vist kl. 13, postulín
o.fl. kl. 13, kaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 | Postulínsmálun, mynd-
list, vefnaður o.fl., útskurður kl. 9. Frí-
stundastarf fyrir íbúa eftir hádegi.
Vesturgata 7 | Tölvuáhugafólk: Í dag kl.
10.55 kemur vefstjóri Tryggingastofn-
unarinnar og kynnir vef þeirra. Skrán. í s.
535-2740. Handavinna kl. 9.15, leshópur
kl. 13, kaffiv. kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaum-
ur/glerbræðsla kl. 9, morgunst. kl. 9.30,
leikfimi kl. 10.15, uppl. kl. 12.30, handav.
kl. 13. Félagsvist kl. 14.
Jón Gissurarson, Víðimýrarseli,yrkir svo í minningu Hólmsteins
Valdimarssonar frá Blönduósi, er síð-
ast var búsettur á Akranesi og borinn
til moldar í Akraneskirkjugarði í
gær:
Þín er fölnuð brún og brá
búin jarðardvölin.
Héðan fáki fögrum á
ferðu hinsta spölinn.
Kisan Jósefína Dietrich fer mikinn
á fésbókinni: „Þó það sé votviðrasamt
og erfitt að vinna í garðinum hef ég
ákveðið að líta á björtu hliðarnar og
gleðjast yfir harðfiskinum mínum:
Um herta ýsu er sannleikur og segin saga
að hún kætir munn og maga
mest af öllu þessa daga.“
Og ýsa er henni hugleikin:
Sæl og glöð ég sofið hefi svefni værum
dreymt um ýsu og yndislega
osta’ og krásir alla vega.
Í draumnum var ég valhoppandi um
veiðilendur
rakst á mikinn músaskara
og margar þeirra át ég bara.
Jón Ingvar Jónsson sendi henni
kveðju í léttum dúr:
Hungri mig svo hárin öll af höfði detti
æti ég á einu bretti
alla landsins gulu ketti.
Pétur Stefánsson á síðasta orðið í
dag:
Eftir dagsins arg og strit,
andinn þráir næði.
Oft á kvöldin einn ég sit
og yrki stef og kvæði.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af minningu og hagmæltri kisu