Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 32
Mér brá í brún er
ég datt um frétt á
Mbl.is þann 25. þ.m.:
„Aspirnar leystar af
hólmi“. Þar kemur
fram að borgarstjór-
inn er að gera alvöru
úr „gríni“ sínu frá því
í kosningabaráttunni
um að koma aspa-
trjánum í höfuðborg-
inni fyrir kattarnef
því honum þætti aspir ljótar og
væri vinna við verkefnið hafin í
Vonarstræti og Tjarnargötu.
Til að blekkja almenning og rétt-
læta aðförina að þessum tignarlegu
trjám grípur borgarstjórnin til
gamalkunnrar mýtu um að aspir
séu ágengir skemmdarvargar. Orð-
rétt segir m.a.: „… en rætur þeirra
hafa eyðilagt hellulagnir og hita-
lagnir … Hellulögnin, sem gengin
er úr skorðum vegna ágengni asp-
anna, verður einnig lagfærð.“
Þarna er verið að búa til úlfalda
úr mýflugu enda ósannindi að
aspirnar hafi eyðilagt hellulagn-
irnar. Frá því fréttin birtist hef ég
gert þarna vettvangskannanir með
vídeóupptökuvél að vopni til að
geta birt afraksturinn á netinu. Get
ég fullyrt að borgarstjórnin fer hér
með miklar ýkjur hvað hellulagn-
irnar varðar. Aðeins við tvö tré í
hvorri götu gat ég merkt að hellur
hefðu hreyfst úr stað. Og þó að ein-
hver mýflugufótur kunni að vera
fyrir því aspirnar hafi eitthvað
hróflað við hitalögnum þá eru það
auðvitað tómar ýkjur að þær hafi
„eyðilagt“ lagnirnar.
Það eru ekki aspirnar sem eru
skemmdarvargar í borginni heldur
borgarstjórnin sjálf með borgar-
stjórann í fararbroddi, sem í of-
análag vílar ekki fyrir sér að
blekkja borgarbúa svo komast megi
upp með að svala útrýmingarfýsn
hans á öspum án andófs. Þessir
skemmdarvargar tala svo um að
„endurnýja“ trjágróður
í þessum götum, rétt
eins og það taki bara
engan tíma að koma
upp trjám. Svo virðist
sem borgarstjórnin sé
ómeðvituð um að þessi
stóru tré vinna dyggi-
lega gegn gróðurhúsa-
áhrifum með því að
taka upp koldíoxíð og
framleiða súrefni í
staðinn.
Hefur þetta borg-
arstjórnargengi aldrei komið til er-
lendra borga eins og t.d. á Norð-
urlöndum eða á meginlandi
Evrópu, þar sem augljóslega er
borin mikil virðing fyrir stórum og
hávöxnum trjám sem eru út um allt
og prýða heilu göturnar þannig að
yndi er að ganga eða aka eftir?
Borgarstjórn væri nær að gera
eitthvað róttækt í krabbameins-
valdandi svifryksmengunarvanda-
málinu í borginni sem skapast af
notkun nagladekkja, en þar ber
borgarstjórnin höfuðábyrgð. Hún
virðist kæra sig kollótta um þó
læsa þurfi saklaus ungbörn inni í
leikskólum í tugum tilfella á vetri
hverjum vegna þessa sjálfskapaða
vágests sem stafar af annarri
ennþá annesjalegri mýtu en aspa-
mýtunni.
Þar sem forsendurnar fyrir því
að fella aspirnar eru augljóslega í
meginatriðum upplognar er einsýnt
að koma beri í veg fyrir þessar
vægast sagt dapurlegu fyrirætlanir
skemmdarvarganna.
Í stað þess að fella aspirnar fyrir
utan Ráðhúsið, ber að fella hinn
raunverulega skemmdarvarg sem
situr innandyra í borgarstjóra-
stólnum. Nei, ég er fráleitt að gera
því skóna að fella hann með keðju-
sög, eins og hann hefur í hyggju
með aspirnar, heldur einfaldlega
með blýanti í kjörklefanum í næstu
kosningum.
Útrýmingarfýsn
borgarstjóra
Eftir Daníel
Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
» Það eru ekki aspirn-
ar sem eru skemmd-
arvargar í borginni
heldur borgarstjórnin
sjálf með borgarstjór-
ann í fararbroddi …
Höfundur er véltæknifræðingur.
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011
Bréf til blaðsins
Rúnar Pálmason
blaðamaður gerir at-
hugasemd við skrif
mín í Morgunblaðið
22. október sl., segir
þau „hálfgerða að-
dróttun í garð Morg-
unblaðsins“. Hann
telur mig vanmeta
fréttaflutning Morg-
unblaðsins um mál
Álftaness. Ekki ætla
ég að togast á við
Rúnar um þessi fyrri greinaskrif
en hann verður að sætta sig við að
mér hefur oft þótt framsetning
þeirra, fyrirsagnir, útdrættir og
feita letrið útfærð til að þóknast
málstað Sjálfstæðisflokksins. Ég
vil þó gera athugasemd við full-
yrðingu í nýjustu grein Rúnars
um uppbyggingu á Álftanesi árið
2009, þar sem matreiðsla á stað-
reyndum er að smekk kokksins.
Rúnar segir: „Sigurður bendir á í
grein sinni að enginn á Álftanesi
hafi árið 2006 séð fyrir efnahags-
hrunið sem varð árið 2008. Það er
líklega rétt. Það er á hinn bóginn
umhugsunarefni að árið 2009 þeg-
ar flestir höfðu áttað
sig á að hrunið hafði
orðið, ætlaði Sigurður
að hefja sölu lóða fyr-
ir tvo milljarða.“
Af þessu tilefni vil
ég segja: Aldrei stóð
til að selja lóðir fyrir
tvo milljarða árið
2009 eins og látið er
liggja að, þótt áætl-
anir gerðu ráð fyrir
viðlíka tekjum við
uppbyggingu mið-
svæðis á löngu árabili.
Í fjárhagsáætlun Á-
listans fyrir árið 2009 var gert ráð
fyrir 150 milljóna króna tekjum af
lóðasölu. Þetta gekk eftir og ríf-
lega enda gerðir samningar um
lóðasölu um 400 milljónir. Stærsti
samningurinn var við Búmenn í
samræmi við viljayfirlýsingar frá
árinu 2006. Gott samstarf var um
byggð Búmanna og fyrirhugað
þjónustuhús fyrir aldraða. Samn-
ingar við Búmenn voru hag-
kvæmir bæjarsjóði eins og stað-
fest var í sérfræðiáliti sem
bæjarstjórn lét vinna í samræmi
við sveitarstjórnarlög. Bæj-
arstjórn Álftaness og Búmenn
töldu í ágúst 2009 raunhæft að
bjóða á næstu árum búseturétt í
litlum íbúðum tengdum þjónustu-
húsi aldraðra en 10 íbúðir voru
áformaðar í fyrsta áfanga fram-
kvæmdanna til afhendingar 2011-
2012. Samtals áformuðu Búmenn
að byggja milli 50-60 íbúðir á 8-10
ára tímabili.
Skuldbindingar bæjarsjóðs
vegna framkvæmda með Búmönn-
um voru núvirtar til 50 ára á tæp-
an milljarð í reikningum sveitarfé-
lagsins. Fullvíst er að fjárhagslegt
hagræði bæjarsjóðs af samningum
við Búmenn er miklu meira en
skuldbindingin.
Fyrsti áfangi fram-
kvæmdanna fjármagnaður
Fleiri höfðu trú á áformum Bú-
manna á Álftanesi þrátt fyrir
efnahagserfiðleika, enda löng og
góð reynsla af þeirra starfi. Þann-
ig samþykkti Íbúðalánasjóður vet-
urinn 2009, 700 milljóna króna
lánsloforð til Búmanna til fyrsta
áfanga framkvæmdanna á Álfta-
nesi. Arion banki, viðskiptabanki
sveitarfélagsins og framkvæmda-
aðila, studdi líka verkefnið. Skipu-
lag á nýju miðsvæði var unnið
samkvæmt verðlaunatillögu Gassa
arkitekta eftir samkeppni með
Arkitektafélagi Íslands. Skipulagið
fékk nafnið „grænn miðbær“
vegna vistvænna áherslna en fólk
átti að hafa þar forgang fremur en
bifreiðar.
Eftir að D-listinn náði meiri-
hluta haustið 2009 var þegar haf-
ist handa við að rifta samningum
um uppbyggingu og línurnar lagð-
ar til Eftirlitsnefndar um fjármál
sveitarfélaganna. Áform Á-lista að
styrkja þetta verkefni, s.s. með
því að hægja á framkvæmdum og
fá fleiri aðila að því, voru lögð til
hliðar. Í stað þess að leita lausna
var stefnan sett inn á Garðatorg
undir traustri leiðsögn formanns
eftirlitsnefndarinnar sem er end-
urskoðandi Garðabæjar til margra
ára. Hagsmunastjórnsýsla sem
þyrfti að rannsaka. Gamall draum-
ur margra í forystu Sjálfstæð-
isfélagsins á Álftanesi og í Garða-
bæ er nú á vinnuborðinu. Enn
hefur þó ekki verið mokað ofan í
grunn þjónustuhússins eins og
fyrrverandi oddviti D-listans vildi
og er því enn von til þess að
áform um þjónustuhús og ný bú-
setuúrræði fyrir miðaldra og eldra
fólk verði að veruleika á Álftanesi.
Eru erlend lán sveitarfélag-
anna lögmæt?
Að lokum, Rúnar, þar sem þú
hefur sýnt málefnum sveitarfélag-
anna áhuga, hvet ég þig til að
fjalla frekar um fjármál hinna
mörgu sveitarfélaga sem eru yf-
irskuldsett samkvæmt nýjum lög-
um. Eins að spyrja Eftirlitsnefnd
um fjármál sveitarfélaganna, hvort
erlend lán sveitarfélaganna séu
lögmæt, en nefndin hefur lögbund-
ið hlutverk til eftirlits með fjár-
málum þeirra og á að hafa svör
um þetta efni. Nú þegar lán sveit-
arfélaganna eru að valda sárs-
aukafullum niðurskurði á þjónustu
verður að kanna lögmæti lánanna
og krefjast leiðréttingar sé hluti
þeirra ólögmætur eins og má ætla
miðað við dóma sem hafa fallið ný-
lega.
Eftir Sigurð
Magnússon » Gamall draumurmargra í forystu
Sjálfstæðisfélagsins á
Álftanesi og í Garðabæ
er nú á vinnuborðinu.
Sigurður
Magnússon
Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri
á Álftanesi.
Í tilefni athugasemdar blaðamanns
Er það rétt sem mér hefur borist
til eyrna að eldra fólkið okkar sem
er á stofnunum og þeir sem liggja
á sjúkrahúsum séu meira og
minna svangir? Eruð þið sem
stjórnið með sparnað á fæði til
þessa fólks? Eiga síðustu árin að
líða í hungri? Þið eruð líka að
spara með því að ráðast að líkn-
ardeildunum. Guð hjálpi okkur,
hvers lags fólk eruð þið, þar sem
þið dælið peningum til stjórn-
arráðs og háskóla. Þarf fleira
menntað fólk til að rugla og þvæla
og gera lífið erfitt og torskilið?
Ástand þjóðar okkar í dag er
nefnilega ekki bændum, sjómönn-
um eða verkamönnum að kenna,
heldur ykkur sem þykist menntuð.
Í mínum huga er hættulegast
hverri þjóð illa menntað fólk, og
sumt bólgið af menntahroka. En
þið sem stjórnið hafið lagst svo
lágt að ráðast að þeim sem síst
geta varið sig. Það er orðið eitt-
hvað mikið að í þjóðfélagi okkar.
Ólína Þorvarðardóttir og Ásta
Ragnheiður, ég hef sagt það áður
um ykkur, sem klínduð ykkur ut-
an í öryrkja og eldra fólkið á með-
an þið komuð ykkur að, að gleymt
er þá gleypt er. Hvar eruð þið
núna? Viljið þið ekki athuga hvort
gamla fólkið okkar sé vannært?
Þið sem stjórnið eruð öll til
skammar.
STEFANÍA
JÓNASDÓTTIR,
Sauðárkróki.
Sparnaður?
Frá Stefaníu Jónasdóttur
» Við blasir að hér þarf
að búa til þúsundir
nýrra starfa með mann-
sæmandi launum. Þús-
undir starfa fyrir þá
sem hafa þegar misst
vinnuna. Þúsundir
starfa handa unga fólk-
inu sem kemur inn á
vinnumarkaðinn á
næstu árum.
Sagan kennir okkur
mörg dæmi um það
hvernig hug-
myndafræði, pólitísk
eða trúarleg, vex fólki
yfir höfuð. Tengslin
við raunveruleikann
dofna. Samkennd með
öðru fólki og kjörum
þess víkur fyrir nauð-
syn þess að breiða út
fagnaðarerindið. Stað-
reyndir eru svo teygð-
ar til eftir þörfum, því að tilgang-
urinn helgar alltaf meðalið. Þessi
veikleiki virðist liggja í mannlegu
eðli.
Umræða um nauðsyn taf-
arlausrar atvinnusköpunar er
brennandi heit þessa dagana. Þung
orð falla. Framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins segir að rík-
isstjórnin hafi stöðvað fjárfestingar
í atvinnulífi á hugmyndafræðilegum
forsendum, sérstaklega í sjávar-
útvegi og stóriðju. Getur það verið?
Að minnsta kosti má fullyrða að
hugmyndafræði, sem stangast á við
þarfir almennings fyrir að brauð-
fæða sig og koma börnum sínum til
manns, endurspeglar sam-
bandsleysi við þjóðina og elur á
vonleysi hennar sem ekki er á bæt-
andi eftir hrunið.
Það hlýtur að vera skylda okkar
sem búum í þessu landi að skapa
heimilunum tekjur, ekki síður en að
tryggja tekjur sveitarfélaga og rík-
isins. Við blasir að hér þarf að búa
til þúsundir nýrra starfa með
mannsæmandi launum.
Þúsundir starfa fyrir
þá sem hafa þegar
misst vinnuna. Þús-
undir starfa handa
unga fólkinu sem kem-
ur inn á vinnumark-
aðinn á næstu árum.
Störf af slíkri stærð-
argráðu eru hins vegar
ekki gripin upp af göt-
unni í því kreppu-
ástandi sem nú ríkir.
Þessa samfélagslegu
ábyrgð hljóta stjórn-
málamenn að verða að
axla. Hljóta að þurfa að bregðast
við neyðarópi ört stækkandi hóps
fólks sem berst við sára fátækt og
horfir upp á heimili sín liðast í
sundur, ekki síst hér á Suð-
urnesjum þar sem ástandið er bág-
ast. Hér nægir ekki að lækka hús-
næðislán. Traust tekjuöflun er það
sem öllu máli skiptir til að fólkið
öðlist trúna á framtíðina á ný.
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
snýst um þá staðreynd að hags-
munir þeirra og samfélagsins fara
saman. Sérstaklega á þetta við um
öflug fyrirtæki á borð við Lands-
virkjun sem er í eigu almennings í
landinu. Landsvirkjun gegnir hér
lykilhlutverki enda ljóst að nýting
orkuauðlinda er skynsamlegasta og
fljótvirkasta leiðin út úr kreppunni.
Og auðvitað á að taka ástandið í
samfélaginu með í reikninginn þeg-
ar hagkvæmni framkvæmda er
metin í bráð og lengd.
Við okkur blasir stóra atvinnu-
tækifærið hér á suðvesturhorninu,
álver í Helguvík. Þar vantar aðeins
drengskap ríkisstjórnarinnar til að
framfylgja þegar gerðum fjárfest-
ingarsamningi og pólitískt hugrekki
ráðherra til að styðja við bakið á
Landsvirkjun við gerð orkusölu-
samnings sem kemur öllum hlut-
aðeigandi til góða. Þegar þessi
framkvæmd fer á skrið skapast
ekki aðeins þúsundir starfa, hlið-
aráhrif í samfélaginu verða einnig
margvísleg og jákvæð.
Stjórnvöld hafa þungt hlass að
draga í efnahagsmálum. Þau verða
að átta sig á því að fólkið í landinu
vill leggjast á árar með þeim til að
koma landinu út úr kreppunni sem
fyrst, en til þess þarf fólk að hafa
atvinnu og halda reisn. Þess vegna
lýsa Jón og Gunna eftir hugrekki
ráðamanna til að horfast í augu við
raunveruleikann og nýta þau tæki-
færi sem við blasa.
Gunna og Jón
lýsa eftir hugrekki
Eftir Gunnar
Þórarinsson
Gunnar
Þórarinsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og er
formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100