Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Laxdæla verður færð í óvenjulegan búning Leikhússins 10 fingra og Sögusvuntunnar í Kúlu Þjóðleik- hússins í kvöld. Uppfærslan nefnist Kjartan eða Bolli, er ætluð fyrir ungmenni og fullorðna og byggist á fjölbreytilegri notkun myndmáls, aukinheldur sem brúður eru áber- andi í sýningunni. Þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds leika í sýningunni og stýra brúðunum, en þær hafa nóg að gera við flutninginn að því er Helga segir. „Þetta er brúðuleikhús að mestu leyti en samt við erum tvær á sviðinu og notum allskonar aðferðir; hanskabrúður, baunir, matarlit og matarolíu, myndvarpa, skuggaleikhús og vídeó, þannig að það er nóg í gangi,“ segir Helga og bætir því við að vatn sé mjög áber- andi í sýningunni, enda byggist sviðsmyndin á því að þær séu í kjall- ara að bjarga dóti frá ömmu hennar undan skemmdum vegna lekrar pípulagnar. „Þegar við erum að fara í gegnum dótið hennar ömmu sprettur sagan fram, en við segjum söguna frá sjónarhorni Guðrúnar Ósvífursdóttur með áherslu á ást- arþríhyrninginn og reynum að setja okkur inn í og átta okkur á for- sendum Kjartans, Bolla og Guð- rúnar.“ Frumsýningin í kvöld er opin fyr- ir alla, en síðan verður verkið sýnt daglega næstu viku, en þær sýn- ingar eru aðeins fyrir grunn- skólabörn. „Sýningin er ætluð fyrir níunda og tíunda bekk í grunnskóla, og náttúrlega fyrir fullorðna líka, en upphaflega ætluðum við að selja skólunum sýninguna. Þeir eiga því miður ekki peninga, en við fengum styrk sem dugir fyrir nokkrar boðs- sýningar og vonandi tekst okkur að ná í fleiri styrki, því það eru margir skólar á biðlista,“ segir Helga, en auk sýningarinnar í kvöld verða sýningar fyrir almenning um næstu helgi. Helga segir að þær Hallveig hafi unnið að verkinu síðastliðin tvö ár, búið til brúðurnar, sem allar eru úr rekaviði, og leikmyndina, og líka reynt að átta sig á hvernig segja með hluti með myndum frekar en texta. „Við sýndum nokkrar sýn- ingar í Sjóminjasafninu í vor og krakkarnir sem sáu hana þar voru mjög ánægðir, gáfu okkur fimm stjörnur. Þau taka því svo vel þegar maður fer myndrænt að þeim, enda eru þau svo vön að lesa myndmál og fljót að skilja það. Það má kannski segja að þetta hafi verið hálfgerð myndlistarvinna hjá okkur stund- um, að búa til myndir og finna að- gerðir til að segja söguna með myndum. Eitt af því sem við gerum til dæmis er að nota myndvarpa til að tákna drauma Guðrúnar sem all- ir tengjast vatni og tengist þá aftur við sviðsmyndina og vatnið sem lek- ur niður á munina hennar ömmu.“ Hallveig samdi leikgerðina, en Þórhallur Sigurðsson leikmyndina. Brúður og vídeó gerði Helga, bún- inga Eva Signý Berger og tónlist Ólafur Arnalds, ljósahönnun ann- aðist Jóhann Bjarni Pálmason og hljóðmynd Baldvin Magnússon. Kjartan og Bolli í marg- breytilegum myndum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ástarþríhyrningur Frá æfingu á sýningunni Kjartan eða Bolli í Kúlunni. Fyrstu tónleikar starfsárs Söng- sveitarinnar Fílharmóníu verða í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld kl. 20.00. Fyrir hlé verður flutt Djassmessa fyrir kór og djasskvartett eftir litháíska tón- skáldið Vytautas Miškinis. Verkið var frumflutt á alþjóðlegu kór- aráðstefnunni í Kaupmannahöfn 2008 og hefur síðan verið flutt víða um heim en hljómar nú í fyrsta skipti á Íslandi. Verkið er í sex þáttum og blandar höfundurinn saman ólík- um stílum, meðal annars lítháísk- um þjóðlögum, rokki, afrískum söngvum og gospeltónlist. Miš- kinis hefur verið mjög afkasta- mikið tónskáld og samið rúmlega hundrað mótettur, tíu messur og nokkur veraldleg verk. Hann kennir kórstjórn bæði í Litháen og víða um heim og er listrænn stjórnandi litháísku kórahátíð- arinnar. Eftir hlé verður flutt tónlist eftir bandaríska tónskáldið George Gershwin. Hann er ekki síst þekktur fyrir að hafa blandað saman klassískri tónlist og djass á mjög áhrifaríkan hátt. Hann hefur samið margar grípandi lag- línur sem hafa hljómað á ótelj- andi vegu í marga áratugi. Einsöngvarar á tónleikunum eru Valdís G. Gregory og Einar Clausen. Þrír píanistar koma fram á tónleikunum, þau Guð- ríður St. Sigurðardóttir, Árni Heiðar Karlsson og Daði Sverr- isson. Auk þess spilar Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matt- hías Hemstock á slagverk. Stjórn- andi er Magnús Ragnarsson. Djassmessa fyrir kór og lög Gershwins  Söngsveitin Fílharmónía syngur í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld Ljósmynd/Þengill Ólafsson Fílharmónían Djassinn er fyrirferðarmikill á fyrstu tónleikum starfsársins. - NEW YORK TIMES HHHH - OK HHHHH - THE SUN HHHH NÚMERUÐ S - CHICAGO READER HHHH MIÐASALA Á S á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SPARBÍÓ SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI OG AKUREYRI EINN FYRIR ALLA - ALLIR FYRIR EINN BYGGÐ Á EINU FRÆGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA HÖRKUSPENNANDI ÆVINTÝRAMYND SEM ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF TINNI, TOBBI OG KOLBEINN KAFTEINN, DÁÐUSTU HETJUR ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í FLOTTUSTU ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA. "GÓÐUR HASAR OG FRÁBÆR HÚMOR, SJÁÐU HANA UNDIR EINS!" - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS HHHH MYNDINSEMALLIRERUAÐTALAUM SEMÓVÆNTASTASMELLÁRSINS. BYGGÐÁMETSÖLUBÓKINNIHÚSHJÁLPIN EFTIRKATHRYNSTOCKETT „SÍGILD FRÁ FYRSTA DEGI“ - US WEEKLY HHHH „BESTA KVIKMYND ÁRSINS“ - CBS TV HHHH „STÓRKOSTLEG“ - ABC TV HHHH „FYNDIN, TILKOMUMIKIL“ - BACKSTAGE HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGIL OG KRINGLUNNI, AKURE KEFLAVÍK - BÖRKUR GUNNARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH ROTTEN TOMATOES 91/100 „FJÖRUG EINS OG TRILLJÓN TRYLLTIR TÚNFISKAR Í TRÉ- KYLLISVÍK“ -Þ.Þ. FT HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI - EMPIRE HHHH SÝND Í KRINGLUNNI MO - K.I. PRESSAN.IS HHH ROWAN ATKINSON HHH - K.I. -PRESSAN.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.