Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 42
42 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011
Orð dagsins: Andinn opinberast í sér-
hverjum til þess, sem gagnlegt er.
(I.Kor. 12, 7)
Víkverja brá heldur betur íbrún í vikunni þar sem engin
ný íslensk bíómynd var frumsýnd.
Er þetta fyrsta vikan í langan
tíma þar sem ekki er frumsýnd ís-
lensk bíómynd. En eins og Vík-
verji hefur sagt frá verður búið að
frumsýna tíu nýjar íslenskar bíó-
myndir áður en árið er á enda,
sem er met.
x x x
Íslensku myndirnar sem hafaverið frumsýndar hafa líka
ekki verið neitt slor. Eldfjallið,
Hetjur Valhalla: Þór og Borgríki
eru allt saman myndir sem er
sómi að og hafa áhorfendur sótt
þær vel.
x x x
Víkverji er samt feginn að getanú loksins mætt á frumsýn-
ingar í leikhúsunum þar sem þær
hafa alltaf verið látnar víkja
vegna hinnar óvæntu grósku í
kvikmyndaiðnaðinum. Sumar
þessar leiksýningar eru svo flott
og svo mikið í þær lagt að það
jaðrar við fjárhagsáætlun á einni
bíómynd.
x x x
Um þessa helgi verður Kirsu-berjagarðurinn frumsýndur í
Borgarleikhúsinu í leikstjórn
Hilmis Snæs sem er að vaxa í
starfi sínu. Borgarleikhúsinu hef-
ur verið stýrt farsællega af Magn-
úsi Geir Þórðarsyni þannig að að-
sóknartölur þar hafa árlega slegið
met. Að baki slíkum árangri er
mikil vinna margra hæfileika-
manna.
x x x
Þá er tónleikalífið alltaf jafnblómlegt á landinu. Tónlist-
arhátíðinni Iceland Airwaves var
að ljúka og Björk Guðmundsdóttir
er loksins komin til landsins með
sína rómuðu tónleika er nefnast
Biophilia. Svona plebba eins og
Víkverji er finnst hann verða að
sjá Björk fyrst Englendingar og
allir þessir stóru menn í útlandinu
hafa lofað þetta svona mikið.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 alda, 4 skamm-
vinnur þurrkur, 7 minnast á,
8 regnið, 9 leiði til lykta,
11 skelin, 13 mikill, 14 virð-
ingu, 15 skip, 17 óvarkárni,
20 skelfing, 22 Æsir, 23 fár-
viðri, 24 peningar, 25 læð-
ast.
Lóðrétt | 1 dorga, 2 loðin
hönd, 3 einkenni, 4 skaf-
renningur, 5 espist, 6 korns,
10 erting, 12 hvíld, 13 gyðja,
15 ávöxtur, 16 grenjar, 18
hamingju, 19 kasta, 20 ofn-
ar, 21 hím.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kjarklaus, 8 forað, 9 nemur, 10 gys, 11 reisa, 13 aflar,
15 glens, 18 ótítt, 21 álf, 22 fagur, 23 álaga, 24 hannyrðir.
Lóðrétt: 2 jörfi, 3 ryðga, 4 lensa, 5 urmul, 6 æfar, 7 frár, 12 son,
14 fet, 15 gáfa, 16 eigra, 17 sárin, 18 ófáir, 19 ílaði, 20 traf.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
29. október 1919
Alþýðublaðið kom út í fyrsta
sinn, undir ritstjórn Ólafs
Friðrikssonar. Lengst af gaf
Alþýðuflokkurinn blaðið út en
útgáfunni var hætt 1997.
29. október 1934
Breski togarinn MacLeay
strandaði í Mjóafirði eystra.
Skipbrotsmönnum var bjarg-
að í land, en þeir höfðu beðið
björgunar á hvalbak skipsins í
sextán klukkustundir.
29. október 1936
Tjón varð af sjávarflóði suð-
vestanlands. Elstu menn á Sel-
tjarnarnesi mundu ekki annað
eins flóð. Brimið braut sextíu
metra langan sjóvarnargarð í
Gróttu.
29. október 1968
Tilkynnt var að „kaþólskur
biskupsdómur“ hefði verið
endurreistur á Íslandi og að
Páll páfi sjötti hefði skipað
Hinrik Frehen biskup í
Reykjavíkurbiskupsdæmi,
sem nær yfir land allt. Jafn-
framt var ákveðið að Landa-
kotskirkja yrði dómkirkja.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„Ég verð nú bara hérna heima hjá mér í sveitinni á
afmælisdaginn og ætla að reka féð inn og fara í
gegnum það og vera með stelpunum mínum og
konunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þing-
maður Framsóknarflokksins og bóndi, en hann er
29 ára í dag. Hann segir að hann geri ekki ráð fyr-
ir því að haldið verði sérstaklega upp á daginn að
þessu sinni en hins vegar verði stórafmæli á næsta
ári og þá verði öllum boðið.
„Það hefur annars verið kjördæmavika í gangi
núna og ég hef verið að funda með framsóknar-
mönnum í Norðvesturkjördæmi. Við vorum á
Sauðárkróki í miðvikudaginn og á Hólmavík á fimmtudag. Síðan kom
ég hingað í sveitina í gær,“ segir Ásmundur sem segir stemninguna á
meðal framsóknarmanna í kjördæminu vera mjög góða. „Það er bara
mjög gott hljóð í þeim. Ég hef ekki orðið var við annað en mikla já-
kvæðni þegar ég hef farið um kjördæmið. Menn vilja bara fara að ein-
beita sér að því að byggja upp atvinnulífið í landinu,“ segir Ásmundur
sem hyggst njóta þess að vera í sveitasælunni fram á sunnudag en þá
heldur hann aftur til Reykjavíkur enda hefjast þingfundir aftur á
mánudaginn að lokinni kjördæmavikunni. hjorturjg@mbl.is
Ásmundur Einar Daðason er 29 ára
Öllum boðið á næsta ári
Ólafur Flóki
Stephensen
bjó til perlu-
myndir sem
hann seldi
og safnaði
4.185 kr.,
sem hann
gaf Rauða
krossi Ís-
lands.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það getur verið erfitt að komast að
niðurstöðu þegar málin eru fjölbreytt og flók-
in. Vertu því þolinmóð/ur.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þér finnst aðrir vilja ráðskast um of
með þín málefni. Hertu upp hugann, það er
að fara að birta til hjá þér.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Láttu ekki freistast af tilboðum um
skjótfenginn gróða. Þú hefur einbeittan vilja
til að skara fram úr.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Vertu á réttu stöðunum og farðu á
samkomur, í partí, á markaði – þar sem fólkið
er sem þú þarft að vingast við. Smáveikindi
hrjá þig.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Styttu þér stundir með bóklestri ef þú
getur í dag. Gefðu nokkra kassa af einhverju
sem þú átt í geymslunni.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Allt sem viðkemur fjármunum og
reiðufé er í óvissu í dag. Fólk er einstaklega
elskulegt við þig núna.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Rök þín munu sigra að lokum. Vertu þar
sem innblásturinn er mestur.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Leitaðu réttar þíns og farðu fram
á það sem þú átt skilið. Leitaðu hjálpar taf-
arlaust ef þú telur það nauðsynlegt.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Eitthvað í undirmeðvitund þinni
getur ýtt undir órökrétta hegðun hjá þér í
dag. Gamanið kárnar ef þú hefur ekki tök á
hlutunum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Jafnvel þó að nú sé hentugur tími
til þess að halda í við sig í mat heilla sætindin
þig. Þú safnar vinum, aðrir vandamálum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú hefur fulla ástæðu til að vera
ánægður því allt virðist ætla að ganga upp
hjá þér. Hvað skiptir þig máli?
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ættir að leggja góðum málstað lið
með því að leggja orð í belg. Hikaðu ekki við
að vinna að draumum þínum.
Stjörnuspá
Kristján Arn-
fjörð Guðmunds-
son verður sex-
tugur á morgun,
30. október.
Hann tekur á
móti ættingum
og vinum á af-
mælisdaginn, frá
kl. 13 til 16, í Smiðsbúð 9 í Garða-
bæ.
60 ára
Sudoku
Frumstig
5 6
1 9 3 2
6 4 2 9
8
6 3 1
1 4
4 2
9 8 5
2 3 9 4 6
5 6 1 3
2
1 4
1 6 7
7 3 1
5 9 2
7 3
9 5 6 4
9 3 2
2 1 7
6
4 5
8 4 3
2 1
1 6 4
7 4 3
9 8 1 2
6 9
9 2 5 3 8 7 6 1 4
1 8 7 9 6 4 3 5 2
4 3 6 2 5 1 8 7 9
5 9 2 1 4 6 7 8 3
7 1 8 5 3 9 4 2 6
6 4 3 8 7 2 1 9 5
3 5 9 6 1 8 2 4 7
8 6 4 7 2 5 9 3 1
2 7 1 4 9 3 5 6 8
7 1 9 3 8 4 2 5 6
2 6 3 9 7 5 8 1 4
4 5 8 1 2 6 7 9 3
3 9 2 6 4 7 1 8 5
6 7 5 8 1 3 9 4 2
8 4 1 5 9 2 6 3 7
1 2 4 7 3 9 5 6 8
9 3 6 2 5 8 4 7 1
5 8 7 4 6 1 3 2 9
6 1 2 9 4 7 5 3 8
3 7 5 8 6 2 4 9 1
9 8 4 5 1 3 6 7 2
5 3 9 2 7 4 1 8 6
8 2 6 1 5 9 3 4 7
7 4 1 6 3 8 2 5 9
2 5 7 4 8 1 9 6 3
4 9 8 3 2 6 7 1 5
1 6 3 7 9 5 8 2 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 29. október,
302. dagur ársins 2011
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sambandsslit. N-Enginn.
Norður
♠ÁDG86
♥KG86
♦75
♣Á2
Vestur Austur
♠973 ♠K54
♥ÁD1097 ♥5
♦G92 ♦KD86
♣54 ♣109863
Suður
♠102
♥532
♦Á1043
♣KDG7
Suður spilar 3G.
Ítalinn Norberto Bocchi, Kínverjinn
Miao Shi og Bandaríkjamaðurinn Joe
Grue héldu á spilum vesturs í 8-liða úr-
slitum HM og áttu að spila út gegn 3G.
Sagnir voru alls staðar á svipuðum nót-
um: Norður vakti á 1♠ og sýndi svo
fjórlit í hjarta við kröfugrandi suðurs.
Tígulútspil er greinilega best, en Shi
og Grue létu báðir freistast af ♥D. Sú
byrjun hafði ekki „lamandi áhrif“ á
sagnhafa, eins og töfluskýrandinn, Ron
Andersen sálugi, sagði gjarnan þegar
útspil misheppnuðust illa.
Bocchi gerði betur. Hann kom út
með lauf frá tvílitnum. Við fyrstu sýn
lítur ekki út fyrir að það lami sagnhafa
nokkuð að ráði, en annað kom í ljós.
Sambandið milli handanna er illa lask-
að og þótt vinna megi spilið á opnu
borði rataði sagnhafi ekki þá leið og fór
einn niður.
Söfnun
Flóðogfjara
29. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 1.24 0,1 7.38 4,5 13.57 0,2 20.01 4,0 9.01 17.23
Ísafjörður 3.30 0,0 9.36 2,5 16.07 0,0 21.56 2,1 9.17 17.17
Siglufjörður 5.42 0,1 11.57 1,4 18.09 -0,0 9.01 16.59
Djúpivogur 4.45 2,5 11.08 0,2 17.03 2,1 23.11 0,2 8.33 16.50
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 Bf5
5. cxd5 cxd5 6. Db3 Bc8 7. Rf3 Rc6
8. Re5 e6 9. f4 Be7 10. Bd3 O-O 11.
O-O Rd7 12. Bd2 Rdxe5 13. fxe5
Bd7 14. Hf3 Rb4 15. Be2 a5 16. a3
a4 17. Dd1 Rc6 18. Bd3 g6 19. De2
f6 20. exf6 Hxf6 21. Haf1 Kg7 22.
Be1 Hxf3 23. Dxf3 Bf6 24. Bg3 Ra5
25. Bc7 De7 26. Bd6 Dd8 27. Bc7
De7 28. Bd6 Dd8 29. h4 Rc6 30. h5
Be8
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Ósló í Nor-
egi. Sigurvegari mótsins, enski stór-
meistarinn Matthew Sadler (2625),
hafði hvítt gegn hollenska kollega
sínum Sipke Ernst (2581). 31. h6+!
og svartur gafst upp enda yrði hann
t.d. mát eftir 31… Kxh6 32. Bf8+
Bg7 33. Bxg7+ Kg5 34. Df4+ Kh5
35. Be2#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is
- nýr auglýsingamiðill