Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 302. DAGUR ÁRSINS 2011
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar
Hjálmtýsson heldur í kvöld Hrekkja-
vökuball á Nasa. Ballið hefst mínútu
fyrir miðnætti og verða Páll, dansarar
og starfsmenn staðarins klæddir
skrautlegum búningum.
Hrekkjavökuball að
hætti Páls Óskars
Stórsveit
Reykjavíkur held-
ur í dag kl. 15 tón-
leika í Kaldalóns-
sal
tónlistarhússins
Hörpu og er efnis-
skráin helguð
stórsveit Count
Basie og þá sér-
staklega útsetjaranum og tónskáld-
inu Sammy Nestico. Sigurður Flosa-
son stýrir sveitinni en það hefur hann
áður gert, m.a. í dagskrám helguðum
Thad Jones og Bob Brookmeyer.
Stórsveit Reykjavík-
ur leikur Count Basie
MP banki og i8 gallerí hafa gert
með sér samkomulag um ný vaxta-
laus lán til kaupa á samtíma-
listaverkum. Verkin mega ekki vera
eldri en 60 ára við kaup, i8 hefur um-
sjón með sölu og eru lán
aðeins veitt vegna
frumsölu verka. Gall-
eríið hefur á sínum
snærum marga
myndlistarmenn sem
vakið hafa alþjóðlega
athygli, m.a. Ólaf
Elíasson og
Roni Horn.
MP banki og i8 semja
um listaverkalán
Um þessar mundir eru í það minnsta
tveir íslenskir áhugamenn í golfi að
gera það gott á erlendri grund. Marg-
ir gera sjálfsagt ráð fyrir því að þess-
ir kylfingar muni ná langt sem at-
vinnumenn í framtíðinni. Slíkt er hins
vegar ekki sjálfgefið, sérstaklega
þegar menn þurfa að gera út frá fá-
mennri eyju. Sjá nánar viðhorfsgrein
Kristjáns Jónssonar. »2
Ekki sjálfgefið að ná
langt sem atvinnumenn
Birgir Leifur Hafþórsson
kylfingur úr GKG var á með-
al þeirra kylfinga sem kom-
ust áfram á fyrsta stigs úr-
tökumóti fyrir bandarísku
PGA mótaröðina í gær. Birg-
ir Leifur sem hafnaði í 18
sæti segir í samtali við
Morgunblaðið að hann sé
ánægður með að vera kom-
inn áfram en geti þó spilað
betra golf. Þá fékk hann
fugl á erfiðustu holunni. 1
Birgir Leifur
komst áfram
Hannes Þ. Sigurðsson spilar nú fót-
bolta í suðausturhorni Evrópu, í hlíð-
um Kákasusfjalla. Honum líkar lífið
vel hjá rússneska félaginu Spartak
Nal’chik og vonast til þess að leika
þar áfram. Hannes er stoltur af ár-
angri sínum í rússneskunáminu en
gengur ekki eins
vel með þjóð-
dansinn. »2-3
Gengur betur með rúss-
neskuna en þjóðdansinn
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Matargerð snýst alltaf um það
sama, að reyna að útbúa eins góðan
mat og kostur er úr því hráefni sem
stendur til boða til að gleðja þann
sem borðar og þá skiptir ekki máli
hvort viðkomandi eru forseti og
gestir hans eða skipherra og áhöfn
hans.“
Svo mælir Jóhann Gunnar Arn-
arsson, bryti á nýja varðskipinu Þór.
Hann var áður ráðsmaður á Bessa-
stöðum, en heldur uppteknum hætti
og býr á vinnustaðnum.
Hjónin Jóhann og Kristín Ólafs-
dóttir höfðu verið ráðsmenn á
Bessastöðum í tæplega níu ár, þegar
þau ákváðu að leita á önnur mið.
Hún fór í fasteignasölu en hann réð
sig til Landhelgisgæslu Íslands.
„Allt hefur sinn tíma og við vildum
gera eitthvað nýtt, breyta til í lífinu,
halda á vit nýrra ævintýra,“ segir
Jóhann. Hann segir það hafa verið
mikla og einstæða upplifun að vinna
og búa á Bessastöðum. Hann hafi til
dæmis farið með forsetahjónunum í
brúðkaup Alberts II í Mónakó í sum-
ar, verið viðstaddur þegar Viktoría
krónprinsessa Svía gekk í hjóna-
band í fyrrasumar og farið í op-
inbera heimsókn til Kína. „Svo drýp-
ur sagan af hverju strái á
Bessastöðum og það eru forréttindi
að búa þar.“
Jóhann segir að það hafi alltaf
blundað í sér að fara á sjóinn. „Mér
hefur alltaf þótt sjómennskan
heillandi.“
Hjónin hættu á Bessastöðum í lok
ágúst og um mánuði síðar var Jó-
hann kominn til Síle til að undirbúa
heimferð Þórs. Lagt var af stað 28.
september. „Það þurfti að skipu-
leggja kaup á kosti og hafa allt tilbú-
ið fyrir ferðina, sem gekk mjög vel,“
segir Jóhann.
Jóhann segir að lífið gangi sinn
vanagang um borð. Dagurinn byrji
með morgunmat klukkan 06.30 og
ljúki með frágangi á kvöldin. „Sigl-
ingin frá Síle var algjört ævintýri og
vinnan er rosalega skemmtileg, en
vissulega er erfitt að vera svona
lengi í burtu frá konunni og dætr-
unum þremur, en við Kristín höfum
unnið saman nánast á hverjum ein-
asta degi frá því við kynntumst
haustið 1998.“
Nánari umfjöllun er um varð-
skipið Þór í Sunnudagsmogganum.
Áhöfnin á Þór fær kóngafæði
Ráðsmaður á
Bessastöðum nú
bryti varðskipsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í eldhúsi Þórs Jóhann Gunnar Arnarsson kann vel við sig í eldhúsi varðskipsins og gætir þess að nóg sé til af öllu.
Einar Jónsson, afi Jóhanns Gunn-
ars Arnarssonar, var sjómaður í
Vestmannaeyjum og Jóhann kom
með varðskipinu Þór til Eyja á af-
mælisdegi Einars, 26. október.
Smíði skipsins hófst 16. október
2007, á afmælisdegi systur Jó-
hanns. Arnar Einarsson, faðir Jó-
hanns, hóf ritun sögu Þórs í Vest-
mannaeyjum og föðurbróðir
Jóhanns kom að því að setja upp
minnismerkið um Þór I í Eyjum.
Óvenjulega mikil tenging
JÓHANN GUNNAR ARNARSSON OG TILVILJANIR
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Margt skrítið við þetta … mál
2. Andlát: Sigurgeir Scheving
3. Hleypt út til að létta á sér og …
4. Óli Tynes látinn
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðaustanátt og víða rigning en slydda í innsveitum fyrir
norðan. Lægir heldur sunnan- og austantil í kvöld. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.
Á sunnudag NA 13-20 m/s, hvassast NV-lands. Snjókoma eða slydda á N- og A-verðu
landinu, en annars rigning með köflum. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig.
Á mánudag og þriðjudag Ákveðin norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomu-
lítið og bjart með köflum syðra. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust með S-ströndinni.
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið um Þór.