Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Samræmi er heiti sýningar með
verkum Hildar Bjarnadóttur og Guð-
jóns Ketilssonar sem verður opnuð í
Hafnarborg í dag klukkan 15. Hildur
og Guðjón eru í hópi áhrifamestu
myndlistarmanna sinnar kynslóðar,
þekkt fyrir persónuleg myndverk
sem eru í sterkum tengslum við
handverkshefðir. Verk Hildar á sýn-
ingunni tengjast ömmu hennar, Guð-
rúnu Bjarnadóttur sterkum böndum
en hún lést árið 2009.
„Kveikjan er í garðinum sem
amma mín ræktaði í Hvalfirði í
marga áratugi. Þar er bæði upp-
spretta litanna sem ég nota, og hin
hugmyndalega uppspretta,“ segir
Hildur. „Á sýningunni er ákveðið
handverksþema en amma var líka
mikil handverkskona.“
Á ljósmyndum má sjá hendur
Hildar stýra höndum ömmu sinnar
við prjónaskap en þar snerust hlut-
verk við, því Guðrún kenndi Hildi
upphaflega. Aðrar ljósmyndir sýna
vettlingapör sem Hildur prjónaði fyr-
ir ömmu sína. Í röð vatnslitaverka má
síðan sjá röð dökknandi litaflata en
litina sótti Hildur alla í safa plantna
sem uxu á landi ömmu hennar í Hval-
firði. Þangað koma í rauninni allir lit-
ir í verkunum.
„Þetta verkefni hófst árið 2007
þegar amma var enn á lífi. Ég er að
blanda saman mínum heimi, mynd-
listinni, og hennar heimi í garðyrkj-
unni. Handverkið er okkar sameig-
inlegi heimur,“ segir Hildur.
Um litina sem hún notar segir
Hildur að þeir séu afrakstur eins-
konar rannsóknar á garðinum, á
plöntunum sem amma hennar gróð-
ursetti og hlúði að.
„Þetta er plöntusafinn sjálfur sem
ég bæði mála og lita garnið með.
Þetta sé ég sé lifandi tengingu við
ömmu,“ segir hún. Litirnir eru til að
mynda úr krækiberjalyngi, sem er
litsterkt, og hreindýramosa sem gef-
ur afar daufan lit, og litirnir eru sótt-
ar í margar fleiri plöntur.
Um innsetningu á endaveggnum,
úr hekluðum ferningum, segir Hildur
að það séu einskonar plöntuþúfur eða
þyrpingar. „Þetta er garður ömmu
minnar, 37 plöntur.“
Húsaform og líkamsteikningar
Guðjón hefur iðulega unnið með
tré í verkum sínum og er að raða alls-
kyns ólíkum spýtukubbum í svip-
uðum stærðum upp eins og bókum í
bókaskáp. Neðst á „kilinum“ má sjá
orð og tölu, eins og í skráningarkerfi
bókasafna.
„Þetta er eins og bókaskápurinn
heima hjá þér, þú hefur kannski ekki
lesið allar bækurnar en aðrar þekk-
irðu mjög vel, en ég vildi að hver og
ein spýta fengi athygli,“ segir Guðjón
um þetta verk sem hann kallar
Spýtusafnið, október 2010 – október
2011. Hann hefur safnað þessum
spýtum á einu ári og skráð hjá sér
hvar hann fann þær.
Dagsetningar má einnig sjá á röð
blýantsteikninga eftir Guðjón, af ná-
kvæmnislega teiknuðum húsum í
Norðurmýrinni, nema gluggana
vantar og á öllum er orðið Sunnudag-
ur, auk dagsetningar.
„Ég hef sterkar tilfinningar til
Norðurmýrarinnar og voldugra for-
manna í húsunum þar. Á sunnudög-
um hef ég gengið um hverfið en ég er
ekki sunnudagsmaður. Mér finnst
kyrrstaða vera tengd sunnudögum –
og þoli ekki sunnudaga,“ segir hann
og brosir. Húsaform birtast aftur í
steinsteypuskúlptúrum sem Guðjón
sýnir, auk skúlptúra úr notuðum hús-
gögnum sem hann hefur aflitað, bætt
við og teiknað á form sem hann sækir
til líkamans. Þá sýnir Guðjón einnig
röð blýantsteikninga, nærmyndir, af
líkama sínum.
Hamskipti Söru og Hildar
Á sama tíma verður opnuð í Sverr-
issal sýningin Hamskipti en á henni
er varpað ljósi á samvinnu þeirra
Hildar Yeoman, fatahönnuðar og
tískuteiknara, og Sögu Sigurð-
ardóttur tískuljósmyndara. Þær eiga
að baki ólíkan feril úr tískuheiminum
og hafa báðar vakið athygli fyrir verk
sín hér heima og erlendis. Á sýning-
unni er sameinuð litrík og djörf hönn-
un Hildar og ævintýralegar ljós-
myndir Sögu. Sýningin var hluti af
Nordic Fashion-tvíæringnum sem
var haldinn í Seattle í september.
Morgunblaðið/Einar Falur
Litað og heklað Hildur Bjarnadóttir við hluta verksins „Garður“ í Hafnarborg, en í því er garn
litað með lit úr 37 ólíkum plöntum úr garði ömmu hennar við Ferstiklu í Hvalfirði.
Morgunblaðið/Einar Falur
Húsgagnaskúlptúr Í þessu verki, sem hann kallar „Yfirborð - mannvirki“, vinnur Guðjón Ket-
ilsson með notuð húsgögn sem hann tengir við húð mannsins, meðal annars með teikningum.
Litir úr garði og bækur úr spýtum
Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson sýna í Hafnarborg Hildur vinnur með liti úr plöntum
ömmu sinnar Guðjón teiknar hús á sunnudögum og sýnir skúlptúra, sjálfsmyndir og spýtusafn
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég miða alltaf söngafmæli mitt við
frumraun mína sem Tosca á fjölum
Þjóðleikhússins fyrir 25 árum. Þá var
ég aðeins 25 ára gömul. Það er mjög
sjaldgæft að svo ungum söngkonum
sé treyst fyrir þessu erfiða hlutverki,
en ég var ung komin með mjög þrosk-
aða rödd,“ segir Elín Ósk Óskars-
dóttir óperusöngkona, sem heldur sér-
staka afmælistónleika í Fríkirkjunni á
morgun kl. 17.00 í tilefni af annars
vegar 25 ára söngafmæli sínu og hins
vegar því að hún varð fimmtug í sum-
ar sem leið. Með Elínu Ósk á tónleik-
unum leikur Gerrit Schuil píanóleik-
ari. „Hann er frábær listamaður og við
vinnum vel saman. Það skiptir miklu
máli þegar maður er að velja stórt og
gott prógramm að píanistinn sé sam-
stiga manni í því að móta fallega um-
gjörð utan um þá efnisskrá sem maður
ætlar að flytja.“
Fer vítt og breitt um heiminn
Spurð um efnisskrána segist Elín
Ósk fara vítt og breitt um heiminn.
„Fyrir hlé mun ég flytja úrval af söng-
ljóðum frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi,
Ítalíu og Þýskalandi, þeirra á meðan
eru Augun bláu eftir Sigfús Ein-
arsson, og sjaldheyrðan ljóðaflokk
hérlendis eftir Wagner sem nefnist
Wesendonck Lieder. Eftir hlé verða
eingöngu óperuaríur eftir Wagner,
Verdi og Puccini. Þetta eru allt stórar
aríur fyrir dramatískar raddir eins og
mín er,“ segir Elín Ósk. Hér liggur
beint við að spyrja Elínu Ósk hvort
hún hafi sungið allar aríur tón-
leikanna sem hlutverk á sviði en því
svarar hún neitandi. „Ég er að prufu-
keyra sumar þeirra og aðrar ekki.
Sem dæmi verð ég með aríuna úr Á
valdi örlaganna sem ég söng í Þjóð-
leikhúsinu forðum daga, auk þess
sem ég syng aríuna Vissi d’arte úr
Tosca sem ég þekki vel og hefur fylgt
mér lengi. Síðan verð ég með aríu úr
Don Carlo sem ég hef aldrei sungið á
sviði, en er stór og mikil dramatísk
aría sem krefst þess að maður sé vel
vakandi. Einnig verð ég með aríu
Turandot úr samnefndri óperu, sem
er talin vera með erfiðari aríum sem
sópransöngkonur syngja. En ég er
þeirrar gerðar, og hef alltaf verið, að
ég ræðst ekkert á garðinn þar sem
hann er lægstur, mér finnst það ekk-
ert spennandi. Ég vil hafa áskoranir.“
Spurð hvað standi upp úr á 25 ára
söngferlinum nefnir Elín Ósk strax
hlutverk lafði Macbeth í óperunni
Macbeth eftir Verdi sem Íslenska
óperan sýndi 2003. „Þetta var mjög
kröfuhart hlutverk, en það var óskap-
lega gaman að takast á við það og ég
hlakkaði til hverrar einustu sýningar.
Þótt þetta sé grimm kona þá er þetta
flott sönghlutverk og miklir mögu-
leikar fyrir söngkonu að sýna hvað í
henni býr.“
„Ég vil hafa áskoranir“
Elín Ósk Óskars-
dóttir sópran fagnar
25 ára söngafmæli
sínu með tónleikum
Morgunblaðið/Kristinn
Dramatískur sópran Elín Ósk Óskarsdóttir fagnar tímamótum.
„Einu sinni var …“ er yfirskrift
tónleika Nordic Affect í Þjóðmenn-
ingarhúsinu á morgun kl. 16.00.
Þar fær frönsk barokktónlist að
óma og stungið verður inn nefi í
einkasamkvæmi Parísarborgar.
„Leikin verður tónlist eftir m.a.
gömbusnillinginn Marais, fiðluleik-
arann, dansarann og kniplinga-
gerðarmanninn Leclair og einn
helsta risa fransks tónlistarlífs á 18.
öld, hann Rameau. Við tónlistina
verður fléttað frásögnum af salon-
hefð Frakklands á 17. og 18. öld og
mun því allt frá samræðulist til
leikja og bókmennta koma við
sögu,“ segir í tilkynningu frá hópn-
um.
Flytjendur á tónleikunum eru
þrír meðlimir hópsins, þær Halla
Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari,
Hanna Loftsdóttir gömbuleikari og
Guðrún Óskarsdóttir sem leikur á
sembal. Um frásögn sér Halla
Steinunn sem hefur haft umsjón
með þáttunum Girni, grúsk og
gloríur á Rás 1.
Kammerhópurinn Nordic Affect
hefur verið starfræktur frá árinu
2005 og komið fram innan veggja
Þjóðmenningarhússins frá árinu
2007. Hópurinn er styrktur af Tón-
listarsjóði menntamálaráðuneyt-
isins og Menningarsjóði Reykjavík-
urborgar. Tónleikarnir á morgun
eru fyrri hausttónleikar hópsins af
tvennum í Bókasal Þjóðmenning-
arhússins en í lok nóvember verður
það ítölsk barokktónlist og aka-
demíur þar í landi sem ráða för.
Kammerhópur Guðrún, Hanna og Halla Steinunn leika á tónleikunum.
„Einu sinni var …“
Nordic Affect leikur franska bar-
okktónlist í Þjóðmenningarhúsinu