Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 22
ull um ótta þinn, sé honum fyr-
ir að fara. í þeim hópi er þögnin
höfuðdyggð, skilningur og þekk-
ing á mannlegu eðli nauðsynleg-
ur hæfileiki, ásamt afleiðingum
þessa alls, sem er: frjálslyndi
og víðsýni þess sem ekki dæmir.
Ef ég bendi á þessi andlit og
segi svo þú heyrir: — Mann-
legra, betra og jafnvel saklaus-
ara fólki en þessu fólki hefi ég
aldrei kynnzt, þá hróparðu upp
með sáluhjálparótta í röddinni:
Almáttugur, skelfing er að
heyra, hvað maðurinn er spillt-
ur! Og mér þykir leiðinlegt, þín
vegna, að þú skulir hafa samúð
með mér. Það er óþarfi að hafa
samúð með þeim sem skilur. Því
að skilji hann, þá er honum
borgið, kæri hann sig um það.
Sjái hann í gegnum allan svind-
ilinn, eigi hann til að bera þetta
nauðsynlega sambland af kæru-
leysi og ábyrgðartilfinningu, þá
er veröldin hans. Líttu í þessi
andlit. Það eru andlit einfeldn-
innar og hins margbrotna, hins
sæla og hins þjáða, þess sem er
einnoghins sem á vini.En það er
ekki andlit dómarans. Og mað-
ur kemur til okkar og talar um
Indian hay eða Texas tea. Mari-
huana! hvísla ég í eyra þér til
þess að gefa þér skýi’ingu. En
þú skilur ekki einu sinni, hvað
marihuana er, því að þú hefur
aldrei neytt eiturlyfja. Þú veizt
ekki fyrr en ég segi þér það, að
þetta eru sígarettur, eiturlyf,
sem maður reykir eins og ópí-
um. Hiss Emma? spyr hann þá.
Það skilur þú ekki heldur. Ég
læt þig vita, að það sé heiti á
morfíni; en þú ypptir öxlum
gáttaður. Iívað á það að þýða
að nefna þetta öðrum nöfnum en
venjulegum? spyr þú. Og ég er
að því kominn að gefast upp að
svara. Að lokum hefur afstaða
mín til þín breytzt á þann veg,
KVÆÐI
— Brot af minning löngu liðins dags.
Ljóð, sem hvarf í blórra vega firrð.
Veikur ómur löngu kveðins lags.
Langt að baki liggur slóðin þin,
langt að baki i tímans döpru kyrrð.
Hljóðnar ómur gamals bcrnskubrags.
Ain líður lygn um grænan dal.
Lógvær ómur berst af fossanið.
Hógvær byggðin bíður sólarlags.
Erlendur Jónsson.
að ég fer að gera meinlaust grín
að þér og spyr þig, hvort þú
viljir ekki koma á pansy-ball. En
óðara sé ég eftir að hafa spurt
þig þannig, því þegar allt kemur
til alls, get ég enganveginn
krafizt þess af þér, að þú vitir
neitt. Þú hváir við spurningu
minni, en ég flýti mér að svara
og segist ekki hafa sagt neitt.
Piccadilly og Soho, að ógleymd-
um þeim hverfum sem þéttbýl-
ust eru, hafa löngum verið heim-
kynni þeirra sem teljast til „the
underworld“. Sá sem aldrei hef-
ur gist þann heim, aldrei viljað
kynnast honum, skilja hann og
forsendur hans, hann hefur ekki
séð heimsborgina. í skrautleg-
um salarkynnum gleymist betl-
arinn. I leikhúsum gleymist
hinn tragíkómíski sjónleikur,
sem á sér stað nokkrum metrum
fyrir utan leikhúsveggina. I frá-
sögninni af glæsileik Lundúna
er hvergi getið um ástina sem
ekki þorir að nefna nafn sitt, or-
sökina fyrir því að andlit næt-
urinnar eru blá og gul, tilefnið
til þess, að ung stúlka fyrirfór
sér í Thames, auðmanninum
sem stjórnar hópi auðnulítilla
glæpamanna. I skýrslum lög-
reglunnar er sumt af þessu
geymt. En ekki allt.
Á rekafjörunni
Franska sendiráðið í Reykja-
vík iærði nýlega Handíða- og
myndlistarskólanum að gjöf 200
ljósmyndir af frægum listaverkum,
málverkum, teikningum og högg-
myndum, sem til eru í frönskum
listasöfnum, einnig af franskri
byggingarlist.
Bókmenntaverðlaun Nó-
bels var úthlutað nýlega, tveim
höfundum að þessu sinni, vegna
þess að ekki náðist samkomulag
innan sænska akademísins á síðast-
liðnu ári. Bandaríski skáldsagna-
höfundurinn William Faulkner
hlaut verðlaun ársins 1949, en
brezki heimspekingurinn Bertrand
Russell verðlaun 1950. Þeirra verð-
ur beggja getið í næsta hefti Lífs
og listar.
Myndabók Kjarvals er að
koma út. Þriðja bókin í hinum
glæsilega bókaflokki Helgafells:
íslenzk list. Litmyndirnar hafa
tekizt sérstaklega vel, allar prent-
aðar í London. Framan við þær er
löng ritgerð um Kjarval og list
lians el’tir Flalldór Kiljan Laxness.
Hallarklúbburinn nefnist nýr
bókmenntaklúbbur, sem heldur
fund hvert fimmtudagskvöld í
kaffihúsi hér í bænum. Vér vonum,
að félagsskapur þessi fái afrekað
eitthvað frásagnarvert.
V egna þrengsla verður ýmis-
legt efni að bíða næsta heftis: Tón-
listar- og kvikmyndarýni, grein um
Shaw o. fl.
☆
BLÁA STJARNAN hefir hafið
starfsemi sína á ný. Gleðigjafi er
jafnan góðra gjalda verður.
22
LÍF og LIST