Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 8
BLÓÐFÓRN Þessi saga er hvorki bundin stað né tíma. Hún gæti hafa gerzt fyrir löngu. Hún gæti verið að gerast í dag, og hún getur ef til vill gerzt eftir nokkur ór. — Kannski gerist hún heldur aldrei. Herráð heimsins og æðstu stjórn- málamenn þjóðanna eru að koma saman til ráðstefnu til þess að taka mikilsverðar og örlagaríkar ákvarð- anir. Þeir fljúga ofar skýjum á leið sinni til fundarstaðarins, og lífið gdhgur sinn vanagang niðri á jörð- inni. Þetta er ylríkan dag. Akrarnir eru grænir og grónir, skógarnir iaufgaðir og greinar trjánna j>ung- ar af ferskum safa. Öll náttúran vitnar um mátt lífs- ins. Þennan dag er glatt á hjalla á hænsnabúinu hans Antons Sjdan- ovs á litla, kyrrláta og friðsæla bú- garðinum í útjaðri stórborgarinn- ar, jrar sem ráðstefna herráðsins og stjórnmálamannanna á að fara fram. Uti í varpanum spóka hænsnin sig í veðurblíðunni — ógn sæl og ánægð með sig, og þau tína maðka og korn úr fjórri moldinni. Þessi hænsni þekkja engan skort, enda voru þau ekki uppi í síðustu heimsstyrjöld og hafa engar sagn- ir eða heimildir um þrengingar þeirra tíma. Og jrví eru þau svona sæl og ör- ugg, að þau grunar ekki, að nokk- uð illt geti hent þau, nema ef telja skal glettnina í kettinum og hundsmáninni, sem stundum gera þeim svo bilt við, að hænurnar verða rámar af hræðslugaggi og hanarnir raddlausir eða skræk- róma. SMÁSAGA eftir INGÓLF KRISTJÁNSSON Nei, jiessi liænsni mega vissulega teljast áhyggjulaus, og þau hafa ekki hugmynd um dauðann og eru Jrví óttalaus fyrir honum. Og nú reigja hanarnir kambinn stoltaralega, skekja skxautlegar stélfjaðrirnar, standa á öðrum fæti og líta púturnar hýru auga. En þær velta kankvíslega vöngum, tipla kringum hanana eins og hispursmeyjar, depla augunum í sí- fellu og gefa þeim ótvírætt undir fótinn og eggja þá til ásta. Mitt á milli lullorðnu hænsn- anna trítla svo ungarnir, sem enn þá bera ekki skynbragð á blíðu- hót hananna við hænurnar og hakla, að Jretta séu bara áflog eða glettinn leikur. En j^ó að þeir séu svona kornungir og jjckki ekki meira til lífsins, njóta Jjeir dýrðar- innar þarna úti í grænum varpan- um, sem morar af korni, flugum og möðkum. Þeir hafa ekki ylir neinu að kvarta, ungarnir, meðan nóg er til að tína í sarpinn. — En nú kcmur herráðið og æðstu stjórnmálamenn þjóðanna aftur til sögunnar. Flugvélin, sem flytur þessi stór- menni, er nú komin niður úr skýj- unum og lækkar óðum flugið. Snögglega ber skugga á hænsna- hópinn í varpanum við kotið hans Antons Sjanovs, og í svip skyggir iiugvélin á sólina fyrir hinni glöðu hænsnahjörð. Það er sem gusturinn frá flug- vélinni hríslist um hænsnin. Þau ranghvolfa augunum, svo að jrað sést ekkert ncma augnhvítan. Svo tvístrast þau, sitt í hverja áttina nieð gaggi og skrækjum. En [jegar flugvélin er setzt á flugvellinum, draga þau sig aftur hikandi hcim í varpann; eru }jó ósköp hjárænu- lcg og viðutan fyrst í stað. Mcira að segja hanarnir hafa ekki leng- ur rænu á }jví að láta vel að hæn- unum og gefa þeim engan gaum, cn halla stöðugt undir flatt cins og Jrcir séu að hlusta. Á milli hrista Jjcir kambinn og klóra sér upp í vængina, halla svo undir iiatt á ný og hlusta. Hænurnar eru líka eitthvað mið- ur sín. Þær reka enn upp skerandi gagg — eitt og eitt á stangli — og Jjær dcmba úr sér skurnlausum eggjunum hver í kapp við aðra; vafra síðan út í moldai barð og baða- sig — róta viðstööulaust í moldinni og Jjyrla henni íir sig. klóra sér ineð goggnum . bring- unni, en hrista sig á eftir og Jjá rýkur úr þcim eins og púða, sem ekki hefur verið hreyfður í möi'g ár, en er loksins viðraður. Stundu síðar, Jjegar hænsnin eru um Jjað bil búin að ná sér eftir taugaáfallið, kemur Anton Sjdan- ov sjálfur út í varpann til þeirra. — Já, sjálfur húsbóndinn er farinn 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.