Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 16
„mömmu“ er trulluð a£ fjörmörg- um aukaatriðum í leiknum, enda er leikurinn sannast að segja frek- ar mynd af íjölskyldulífi írsk-ame- rískra borgara frá þessum tíma en leikrænt viðfangsefni, sem þarf að leysa. Ber því að sama brunni, að leikurinn telst frekar til samsettra mynda eða lýsingu á fjölskyldulífi yfirleitt en sjónleiks með stígandi atburðarás. Þá kem ég að kostum leiksins, sem hefur getið honum frægðarorð og lýðhylli. Leikurinn er þrælfyndinn, líklega frá hendi fyrsta höfundar, og svo hafa van- ir leikhúsmenn um hann fjallað. Sviðsetning, hreyfing og persónu skipting er meistaralega reiknuð út og mættu leikritahöfundar hér mikið af þvílæra.Útsýni er yfir for- stofugang og stiga og iðar þar allt af lífi. Er yfir því allmiklu liressi- legri blær cn hinum hefðbundnu dyrum, sem leikararnir hverfa út um á sviðinu. Ekki get ég verið sammála öðr- um ritdómurum í því að við hér á landi könnumst þar við sitt hvað úr okkar heimilislífi. Lífið á því heimili er eins útlent og það framast getur verið og að auki bundið við amerískar siðvenjur rneira en hálfa öld aftur í tímann. Aftur á rnóti könnumst við við ým- islegt almennt mannlegt í því og fyndni er alþjóðleg sem allir geta hlegið að. Þá er að víkja að því, hvernig leikurinn hafi tekizt hér í Þjóð- leikhúsi íslendinga. Leikstjórinn Lánis Pálsson sýndi rnikla kunn- áttu í starfi og kom ekki einu sinni sjálfur fram. Það roðar af degi... 1 Leikhraði var ágætur og staðsetn- ing góð. Við verðum að, venja okkur af of miklum seinagangi á leiksviði nema leikritin séu því há- tíðlegri. Hins vegar var talhraðinn helzt til mikill og það svo, að mörg af hinum ágætu tilsvörum heyrð- ust ekki. Lcikhraði og talhraði er sitt hvað. Leiksviðið er uppruna- lega vettvangur hins talaða orðs og því verður seint breytt, ef ekki er farið út í „Pantomíník". Leikend- ur geta og mega tala með misrnun- andi hraða eftir því hvernig á stendur.en aldrei svo,að ekki heyr- ist hvað þeir segja. Þá eru leikstjóri og leikendur um leið farnir að svíkja áhorfendur og bregðast lilut- verki sínu. Það er eitt af megin- regluni leikhússins, að áheyrendur geti notið þar hins talaða orðs. í þessum leik voru o£ mikil brögð að því, hve illa heyrðist og var það þeim mun hvimleiðara, þar sem styrkur leikritsins liggur ein- mitt í fyndnum tilsvörum. Að vísu veldur hlátur leikhúsgesta í gam- anleik sem þessum nokkru um, en leikendur verða þar að sæta lagi, eins og allir góðir leikarar gera, að láta ekki verulega góð tilsvör glat- ast í hláturshviðum, enda þótt þeir stöðvi ekki leik sinn. Leikhúsgest- ir þurfa líka að venja sig á að hlæja ekki óþarflega, lengi. Þeir verða að læra að taka tillit til annarra. Þeir verða að laga sig eftir hraða leiks- ins og vera fljótir í viðbrögðum. Þó að leikstjórn Lárusar Pálsson- ar bæri honum vitni um um kunn- áttu og snilli í mörgum greinum, þá lxafði liann ekki auga á liverj- um fingri. Leikmenn gera sér yfir- leitt ekki grein fyrir, hversu erfitt og fjölþætt starf leikstjóra er. Á leikstjóranum hvílir öll ábyrgðin og krefst meiri hugvitssemi á skömmum tíma en flest önnur list- starfsemi. En ég hef bent á það áður og bendi enn á það nú, að leikstjór- inn má ekki vanrækja hina óreynd- ari leikara. Hann verður að hjálpa 16 LÍF og LIST i

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.