Líf og list - 01.04.1951, Qupperneq 5

Líf og list - 01.04.1951, Qupperneq 5
oft ekki tíma til að snyrta og snurfusa stóru mál- verkin sín, að vinna þau betur og glæða þau þeirri alúðarkennd, sem gerir herzlumuninn, að þau verða meira en prýðilegar flýtismyndvr. Picasso dregur fram nakta beinagrindina; Braque líka, en hann klæðir beinin holdi og holdið klæðum. Braque var sjálfur í vinnustofunni, þegar mér var vísað inn til hans, en ég hafði orðið var við þessa svífandi krukku og tvö stór málverk og tvær myndatrönur, hlið við hlið, áður en ég kom auga á höfund myndanna. Síðan hefir mér orðið deginum ljósara, að þetta var nokkuð, sem ég hefði getað búizt við: þetta var vissulega eins og það átti að vera, því að Braque hefir krúsir meira í hávegum en mannlegar verur. Stúlkan í hinum algengu innilífismyndum (interiör) Braques, sem situr innan um stafla af myndatrönum og gerir gælur við gítar álíka viðkvæmilega og við smá- barn, er, þótt heillandi sé, aðeins einn hlutur með- al margra annarra mikilvægra hluta í myndinni. Sannleikurinn er sá, að mannlegar verur í mynd- list hans lúta að meira eð'a minna leyti alveg sönm lögmálum og slagharpa, klifururtir eða garðstólar úr skrautlegu járnverki í myndum hans. Braque er mestur snillingur núlifandi málara í kyrrlífis- myndum. En slíkt stafar af því, að kyrrlífishlutir hans eru langt frá því að vera kyrrir — eða dauð- ir; nature vivante (lifandi náttúru) hæfir betur að kalla margar þessar kyrrlífismyndir hans en nature morte (dauða náttúru), því að eins og ég sagði áðan, blæs hann lífrænum neista i ólífræna og dauða hluti; hann glæð’ir allt lifandi nærveru, næstum því dáleiðandi persónuleika — gamlan og Ijótan blómavasa eða bíómsturspott, krukku, sem spírar af málningarburstum í stað blóma, tvo svarta fiska á gráum eldhúsdiski eða þvottaborð með dularfullum svampi og hárbursta, sem bíða þolinmóðir við hliðina á kyrrlátri þvottaskál. Nú langar mig til þess að bera þá lífrænu eigin- leika. sem við finnum í kyrrlífismyndum Picassos, saman við' þá lífrænu eiginleika, sem við skynjum í list Braques. Picasso er ótvírætt eini málarinn, sem stenzt einhvern samjöfnuð \nð Braque í því að setja sál í dauða og ólífræna hluti. Enginn, sem séð hefir kyrrlífismyndir Picassos á sýningunni frægu í London árið 1945 — eða öllu heldur þær, sem sýndar voru í París 1949, getur velkzt í nokkr- 11 m vafa um, að Picasso getur einnig séð og dregið iram hið mitcilvæga úr næstum hverjum híut, hversu svo dauður sem hann er og hversdagslegur. Hann vekur hina leiðinlegu og þunglamalegu hús- Braque: SNYRTIFÖNG VIÐ GLUGGANN (1942) muni, sem við erum umlukt í hversdagslífinu, og kemur þeim á dansandi hreyfingu og fær þá til að sýna sitt veldi eins áþreifanlega og afríkönsk stríðsgríma gerir: kaffikanna talar með höndunum — eða er á göngutúr áleiðis til krukku; kjötskáp- ur kinkar kolli eða veifar til manns ofan af veggn- uni; spegill lokar augunum og verður tómur og svipbrigðalaus eins og djúpt stöðuvatn; blóm blakta fingruðum laufum sínum; kaffikannan, sem situr á hækjum sínum á eldhúshillunni, læzt vera eftirlætis-ugla Picassos; kerti eða ótendraður lampi dregst upp í samneyti við geysistórar, ógeð- felldar brúður í síðdegishitanum uppi í sveit. Eins og menn sjá, knýr Pieasso sinn eigin yilja, sitt eigið lmgmyndarflug fram í heimi húsmun- anna. Hann færir sér allt í nyt til þess eins að þjóna tilgangi sínum. Pálmatré, kaktusviðir, geit- ur, kentárar eða morgunfrúr í krukku — allt þetta LÍF og LIST 5

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.