Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 6

Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 6
þrífur og sogar hinn mikli drauma-hvirfilvindur Picassos til sín. Braque setur einnig sál í dauða muni, eins og ég sagði áðan, en þróun hans í þá átt er alveg gagnstæðs eðlis. Braque gerir aldrei skrípamyndir af hlutum eða persónum, „sprellar“ aldrei með dauða og lifandi hluti, hann lýstur þá töfrasprota. Hann fer vel með alla hluti, sem koma fram í myndum hans. Satt að segja hefir maður það á tilfinningunni, að kaffikannan eða kaffikvörnin hans, borðið, stóllinn og glugginn hans lifi ein- mitt því lífi, sem hann glæðir þessa hluti. Sá per- sónuleiki, sem Braque túlkar í krúsinni fyrrnefndu, er eitthvað, sem krúsin hefir raunverulega til að bera í fullum rétti sinum. M. ö. o. kemst Braque af hugsáei sínu að leyndardómnum — það mætti næstum kalla það sálina — í hverjum hlut, sem hann málar. Þess vegna finnst manni, að' krús eftir Braque sé alveg eins raunveruleg og sönn — Picasso: BLÓM OG ÁVEXTIR (1947) alveg eins nálægt veruleikanum — og krúsin, sem kemur frá leirkerasmiðnum. (Framh.). Sýning Valtýs Péturssonar Á ER SÝNING Valtýs Péturssonar um garð gengin. Engum, sem fylgzt hefir með mynd- gerð Valtýs, síðan hann byrjaði að taka þátt hér í sýningum, mun blandast hugur um, að hann hefir numið mikið í myndlistartækni af tveggja ára veru sinni í ítalíu og Frakklandi. Hann virð- ist nú stórum leiknari við pentskúfinn, stórum handlagnari en áður var, m. ö. o. höndin hefir liðkazt og ræður nú yfir meiri getu og kunnáttu í undirstöðuatriðum myndrænnar tækni. Þegar litið er á allan þann fjölda mynda, sem var á sýn- ingunni, leynir sér ékki, að Valtýr er gæddur ó- venjulegri eljusemi og verkgleði, svo að öll sól- merki benda til, að hann muni nýta það, sem hon- um hefir verið gefið 1 vöggugjöf. Fátt er lofsam- legra en dugnaðurinn, og er ótrúlegt, hve mörg- um tekst að komast áfram og ná langt með hon- um nær eingöngu, enda hefir kunnur erlendur vitmaður sagt, að ekki þyrfti nema 1% af guðs- gáfu á móti 99% dugnaði til þess að geta orðið góður, eða — að minnsta kosti — vel hlutgengqr listamaður. Hæpið er þó að ætla, að þessi nota- legu spakmæli gildi um alla þá, er fást við fagr- ar listir, og eitt er víst, að aldrei er hægt að skapa langlífa, sjálfstæða og persónulega list með 1% guðsgáfu og 99% dugnaði, þó að eigindir, sem þannig skiptast í hlutföllum, nægi mörgum til þess að komast upp á vatnsborð meðalmennsk- unnar. En lengra kemst enginn, sem þannig er háttað um. Valtýr hefir þroskað hagleik sinn, svo að undr- um sætir, enda er sýnilegt, að hann gerir sér mikið far um að þjálfa höndina, þreifar víða fyr- ir sér til þess að notfæra sér stílbrögð ýmissa góðkunnra málara, einkum Braques, Gromaires, Feiningers og síðast en ekki sízt Manessiers, sem Hjörleifur Sigurðsson gat um í grein sinni hér í tímaritinu á sínum tíma. Við þessu er ekkert að segja, ef það drepur ekki hugkvæmni og persónu- leg einkenni þess manns, sem leyfir sér slíkt. Málarinn verður fyrst og fremst að treysta á persónu sín sjálfs og leita í sjálfum sér, gefa eitthvað af sjálfum sér í myndirnar, gera sjálfur tilraunir, en ekki láta aðra klífa örðugasta hjall- ð LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.