Líf og list - 01.04.1951, Blaðsíða 7
ann í myndrænum vandamálum fyrir sig, því að
ella getur list hans aldei orðið sönn né sjálfri sér
samkvæm né staðið undir sér. Þá er býsna mikil
hætta á því að málari, sem eingöngu leitar fyrir
sér í verkum annarra listamanna, en ekki í því, sem
hann skynjar og lifir í sjálfum sér og náttúrunni
geti aldrei orðið sannfærandi eða heilsteyptur eða
persónulegur listamaður. Le style c’est l’homme
méme (stíllinn er maðurinn sjálfur), segir gott
franskt spakmæli, og það er einn höfuðveikleiki
mynda Valtýs, að ógerlegt er að bera kennsl á
nokkurn persónulegan stíl í allri myndgerð hans,
þó að hann bregði sér í ýmiss konar gervi, allt
frá algerlega natúralistiskum myndum frá sjáv-
arsíðunni og semifígúratívum kyrrlífismyndum
að skreytingarkenndum litasamsetningum. Þess
vegna getur tæpast nokkur mynd hans festst
manni í minni, þó að maður sé allur af vilja gerð-
ur. Persónu er aldrei hægt að búa til á sama hátt
og auðvelt er að gera smekklegar og áferðarfall-
egar litasetningar af lærdómi og tillærðri tækni.
Persóna, brjóstvit, hugsæi (intuition): allt þetta
verður að haldast í hendur, til þess að myndin
hafi varanleg áhrif og listrænt gildi, því að per-
sónulaus list er engin list, hversu svo mikla mynd-
ræna tækni og kunnáttu málarinn kann að hafa
aflað sér í höfuðmiðstöð heimslistarinnar. Eitt-
hvert háskalegasta sjónarmið ýmissa pótentáta í
list nú á dögum er það, að leggja höfuðáherzlu
á hina köldu tækni, að gera listina að eins kon-
ar smáfræðigrein, blóðlausri og náttúrulausri
stærðfræði, tilfinningalausri og eins fjarri manm
legum kenndum og hægt er að komast. Þessara
áhrifa verður, því miður, vart í myndum Valtýs,
enda þótt þær séu áferðarsnotrar, einkum við
fyrstu sýn. En allar virðast þær einhvern veginn
renna út í sandinn, er frá líður, sem hlýtur að
stafa af því, að það vantar í þær sál og eðlislæga
innlifunarkennd, hjarta og einlægni. Þess vegna
er afar erfitt að tilgreina og tína hér til einstak-
ar myndir, því að þær skilja lítið annað eftir en
minning um sama sífellda svipleysið, þó að mál-
arinn fái óspart sitthvað að láni frá ýmsum góð-
um málurum.
En þegar ekkert er orðið annað eftir en stæl-
ingin (prentvilla af Braque, Gromaire, etc.), verð-
ur listin fljótt ömurleg iðja, hálfgerður sálarlaus
verksmiðjuiðnaður, enda þótt hún fái inngöngu í
sýningarsali franska menntamálaráðuneytisins í
baðstaðnum Deauville við Ermarsund.
S. S.
Jarl Hemmer:
A einnœttum ísi
A bláum einnœttum ísi
óralangt geng ég í dag,
en samt um orku og sólskin
syng ég lofgerðarbrag.
Ótraust og svikult svellið
svignar, er um það ég fer,
í gegnum gagnsœjan ísinn
glottir djúpið við mér:
Vatnsgrcenir þörungar vaggast
og vefjast um klettaþil,
daufbláir sólgeislar drukkna
t djúpsins koldimma hyl
Alein heldur mér uppi
íssins nœfurþunn skel.
Yfir er sólskin og yndi,
undir myrkur og hel,
Hyldýpið undir tsnum
er mitt heimkynni samt,
birtan og myrkrið biksvart
búa t sál mér jafnt.
Aðgreinir undirdjúp koldimm
og upplönd i sálu mér
aðeins brothcettur isinn,
sem brestur hvencer sem er.
Ragnar Jóhannessson
lagSi tít.
v___________________________________________J
LÍF og LIST
7