Líf og list - 01.04.1951, Side 11
að eyra þeirra og hvíslaði ljúfustu kvæðum mín-
um.
Þær, sem voru kurteisar, hældu mér. Hinar
brostu háðslega til annarra gesta. Þá reiddist ég,
hló hátt, sagði snjalla setningu á frönsku, sem
enginn skildi, og drakk glas mitt í botn
Svona liðu tvö ár. Ég kynntist lífinu. Allir ung-
ir listamenn hafa notið lífsins.
Það birtust víst tvær sögur eftir mig. En ég
man enn þann dag, er ég var gerður afturreka
með þá beztu sögu, sem 'ég hafði samið. Hún hét
Ilmur laufsins, dýrlegur óður æsku og ástar.
Ég man, að ritstjórinn brosti aumkvandi, um
leið og hann sagði, að þetta væri ágæt saga, en
hún væri bara heldur klúr. Þann dag var ég
reiður. Hann kunni ekki að meta bókmenntir,
þetta skoffín. Ég var reiður við sjálfan mig, sem
ég fann, að menn höfðu að fífli.
Þann dag reif ég öll mín ljóð og sögur, brenndi
stóru skáldsöguna mína, brenndi fortíð mína.
Nú hætti ég að vera skáld. Ég lét skera hár
mitt og raka skegg mitt. Ég fleygði spanjólunni
minni og keypti mér segldúkshatt. Ég var ekki
lengur skáld. Ég fékk vinnu í skrifstofu, þar sem
ég vinn enn. Það er alltaf sama andlega lognið
þar inni. Ég veit ekki, hvort ég á að vera að telja
andlegan þennan taugaæsing fyrir kosningar. Ég
verð eiginlega ékkert æstur. Ég kýs alltaf, eins
og ég veit, að forstjórinn kýs. Ég er eiginlega
ekkert mjög róttækur eða víðsýnn lengur.
Ég veit, að meðan ég var skáld, hefði ég fyrir-
litið mig eins og ég er núna. Ég hefði kallað mig
smáborgara.
Ég er kvæntur. Konan mín er ágætis kona.
Mér þykir næstum eins vænt um hana eins og
sjálfan mig.
Mér datt í hug fyrst eftir að ég kynntist henni
að yrkja til hennar. Ég reyndi það. En ég gat
það aldrei. Ég var eins og vængstýfður fugl. Ég
gat barið vængjunum, en aldrei flogið.
Nú er ég löngu hættur að reyna að yrkja til
hennar.
Ég á fallegt heimili. En nú æði ég aldrei fram-
ar um hánótt um gólfið í herberginu mínu, inn-
blásinn heilögum skáldanda. Þó að ég heyri vind-
>nn gnauða á glugganum piínum, fær það ekki
fínustu strengi sálar minnar til að bergmála.
Þá finnst mér bara svo gott að sitja inni í
hlýrri stofu og halla mér í hægindastólinn.
Eiginlega er mig alveg hætt að langa til að
yrkja.
Þó kemur það stundum, þegar konan mín er
í saumaklúbb, og ég er hættur að vinna á skrif-
stofunni og hefi háttað litlu telpuna mína og er
búinn að vagga henni í svefn og horfi á hana
sofa.
Þá langar mig stundum til að yrkja friðaróð
til alls þess, sem lifir og er.
En það getur aldrei orðið. Það er þá stundum
eins og eitthvað gráti innra með mér. Eitthvað,
sem var til, en er bara minning.
Ég held, að það sé skáldið í mér, sem grætur
getuleysi sitt.
En oftast tek ég bara bók og les. Ég kaupi enn-
þá allar bækur, sem mesta athygli vekja. Það
eru leifar þess, að ég var fróðastur allra í bók-
menntaheirninum.
Svo totta ég pípuna mína. Það eru að verða
langflest kvöld, sem ég bara les og reyki.
Þeim fer stöðugt fækkandi kvöldunum, sem
ég finn, að ég á að yrkja friðaróð mannlífsins.
Það er gott. Það er vond kennd, sem fylgir því,
að gamla skáldið í mér gráti.
Þá kemur yfir mig sama tilfinningin og ég
held, að hati gripið auðnulausar kvensniftir, sem
urðu að bera börn sín út. Sama tilfinning og
greip þær, þegar þær heyrðu himbrima góla úti
í sumarþokunni.
Það er ég
Kvæði eftir Jón Jóhannesson
Mín hugsjón er frelsi, það frélsi sem var og err
frelsið sem glatast um leið og þér tortímið mér.
Það finnst engin sála
sem frelsast í blindingjans leit
að frelsinu handan við staðinn sem enginn veit.
Mín boðun-er þessi, að herrann sé þrælanna þræll,
að þrællinn sé glaður
ef herrann er mettur og sæll,
og enn fremur sú, að vér nemum þau réttlætisrök,
ef reiðir til áfalls, að bölið sé yðar sök.
Og senn mun ég ef til vill Setjast
við rísl mitt á ný
að semja oss daganna fjúkandi morðeldaský.
Ó, hættið að metast um hugsjón og frelsi og veg
því hugsjónin, frelsið og vegurinn, það er ég.
LÍF og LIST
1J