Líf og list - 01.04.1951, Qupperneq 13

Líf og list - 01.04.1951, Qupperneq 13
Um JOHNSON (1709-1784) og BOSWELL (1740-1795) MESTI BÓKMENNTAVIÐBURÐUR á ár- Ínu, sem leið, í Bandaríkjunum og Englandi, var BoswelVs London Joumal 1762—1763. Boswell er höfundur beztu ævisögu, sem rituð hefur verið á ensku — og, að því er Englendingar halda fram, beztu ævisögu í heimi, The Life of Samuel John- son. — Samuel Johnson var líklega bezti bók- menntafræðingur Breta á 18. öld, fyrsti rithöf- undurinn í Englandi, sem tókst að lifa af ritstörf- um eingöngu; var þó ekki skáld. En einkum var hann merkilegur sem maður, frumlegur persónu- leiki og snillingur í samræðum. Hann var hrjúfur á yfirborðinu, óþægilegur, ónotalegur, kaldrana- legur, en undir var stórt hjarta. Hann var vitur maður („that very wise old man“, kallar Maug- ham hann), mjög lærður, hafði lesið feiknin öll á unga aldri, en er hann eltist, sótti á hann þung- lyndi, svartsýni, svo að hann oft og lengi vel gat ekki unnið og flúði þá á mannamót í samræður og varð einhver bezti talandi sinnar aldar, ekki rabbari, heldur listamaður, snillingur í samræðum á svipaðan hátt og Oscar Wilde var bezti talandi sinnar tíðar. Hann var stór, klunnalegur maður, ófágaður sóði í klæðaburði, andlitið lýtt af örum eftir stóru bólu og hann var hrelldur af viprum og kiprum í andlitinu, og hann borðaði mjög ófagurlega. En hann var hámenntaður, hágáfaður og mikill maður. Biblían, verk Shakespeares og ævisaga Johnsons eftir Boswell eru sígild verk í Englandi, mikið lesin, mikils metin og þáttur í menntun maxma í enskumælandi löndum. Ævi- saga Johnsons kom út 1791, nokkrum árum eftir lát Johnsons og varð þegar vinsæl og viðurkennd. Boswell var lögfræðingur, sonur dómara við æðsta rétt Skcrta. Hann var mikill geðsvéiflumaður, ým- ist mjög hátt uppi eð'a mjög langt niðri, sálsjúk- ur maður, mjög drykkfelldur á seinni árum, fylli- raftur. Hann var opinskár kjaftáskur, kjaftaði af sér allt vit, hégómlegur, grobbinn, en sannur, hreinlyndur og var vinsæll, mönnum þótti vænt um hann. Hann var lélegur lögfræðingur, enn verri sonur, eiginmaður og faðir. Hann andaðist 1795. Laust eftir 1830 skrifaði Lord Macaulay ritgerð, þar sem hann reif í sig Boswell, drap hann sem mann og sagði, að aldrei hefði ómerk- ari maður skrifað mikla bók og hann hefði verið andlegt sníkjudýr á Johnson. Skoðun Macaulays var ríkjandi þangað til fyrir nokkrum árum, að ógrynni af handritum og dagbókum BosweUs fundust í fórum ættmanna hans fyrir frUmkvæði Bandaríkjamanns, sem keypti þau, flutti þau vest- ur um haf og seldi síðar Yale-háskólanum. Dagbók Boswells í London 1762—1763 er fyrsta bindið í fyrstu almenningsútgáfunni af þessum handritum. Bók þessi var meðal mest keyptu böka á árinu 1950 og mesti bókmenntaviðburður- inn. Hún fékk misjafna dóma í Englandi. Sumir gagnrýnendur álitu, að hún sannaði skoðun Mac- aulays á Boswell. Merkari menn sögðu, að hún sýndi, hvílíkur listamaður af sjálfum sér Boswell væri. En bókin er ágæt aldarfarslýsing. Lord Cecil sagði í ritdómi um hana: „að lesa hana er eins og að stíga beint út í 18. aldar London“. — Dag- bókin er ákaflega opinská og Boswell segir verri hluti um sjálfan sig að dómi enskra gagnrýnenda en verstu óvinir hans gætu sagt um hann. En mikill listamannsbragur er á bókinni; hún er mjög litauðug og hún er merkileg sálarlýsing á mjög mennskum manni, sem hafði ástríðu á sannleik- anum; hann laug ekki að sjálfum sér. Boswell hefir mikið' vald á enskri tungu, mál hans er mátt- ugt, t. d.: „Walking home through the Park I felt camal desire raging through my frame and took the first whore I met“. ina og gert það þannig að eigendur hennar hljóta að harma það, að mynd skyldi ekki fylgja hverju kvæði. — Útgerð beggja bókanna er af hálfu kostnaðarmanns mjög góð. V-ilhjálmur frá Skáholti veit, að marg- ir bíða nú fullir eftirvæntingar næstu ljóðabókar hans — og samkvæmt því ber hlutaðeiganda sér að hegða! En þó msetti ef dl vilj að síðustu biðja skáldið að flýta sér hægt. Leifur Haraldsson. LÍF og LIST 13

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.