Líf og list - 01.04.1951, Qupperneq 18

Líf og list - 01.04.1951, Qupperneq 18
Bréí dr. Johnsons til hans hávelborinheita jarlsins af Chesterfield (SAMUEL JOHNSON, d. 178/,, var fyrsti mikli orðabókarhöfundur Englendinga. Hann var einnig stórfrœgur fyrir ritgerðir sínar, sem enn eru tald- ar með bví bezta, sem ritað hefur verið á enska tungu í óbundnu múli. Um bréf það, er liér birtist, segir Sir Arthur Quiller-Couch: „Hann liafnaði síðbúinni vernd Chesterfields lávarðar í bréfi, sem enn er frábcert dœmi um stíl og einurð, forkunn- ar gott óbundið mál og óbiluga heUbrigða skyn- semi“. Vonandi glatast þetta' elcki með öllu i þýð- ingunni). 17. febrúar 1755. Yðar hágöfgi! Fyrir skemmstu hefur eigandi The Wo'rld skýrt mér frá, að tvær ritgerðir, þar sem mælt er með Orðabók minni við almenning, séu skrifaðar af yð- ur. Þar sem ég er lítt vanur hylli hinna stóru, er slík viðurkenning heiður, sem ég veit ógjörla, hversu taka skal, eða hvilíkum orðum þakka ber. Þegar ég heimsótti yðar tign í fyrsta skipti, vegna einhverrar lítilfjörlegrar hvatningar, varð ég, eins og mannkynið allt, yfirkominn af töfrum orðræðu yðar og gat ekki varizt þeirri ósk, að ég mætti stæra mig sem vainqueur de la terre, að mér yrði gefinn sá gaumur, sein ég sá, að heim- urinn keppti eftir, en ég fékk svo litla uppörvun í ástundan minni, að hvorki stolt né hæverska levfðu mér að halda henni áfram. Þegar ég eitt sinn ávarpaði yðar tign opinberlega, hafði ég not- að til þrautar alla þá list að þóknast, sem léð er afdönkuðum og óhofmannlegum fræðimanni. Eg hafði gert allt, sem ég gat, og engum fellur vel að láta forsmá allt sitt, hve lítið’ sem það er. Sjö ár eru nú liðin, yðar hágöfgi, síðan ég beið í íorsölum yðar eða var gerður afturreka frá dyr- um vðar. A þeim tíma hef ég þokað áleiðis verki mínu gegn erfiðleikum, sem gagnslaust er að kvarta undan nú, og að lokum fullbúið það til útgáfu, án þess að mér kæmi nokkur hönd til hjálpar, hvatningarorð eða velþóknunarbros. Slíkri meðferð bjóst ég ekki við, því að ég hef aldrei haft Verndara áður. Hjarðsveinninn hjá Virgli kynntist um síðir Astinni og komst þá að raun um, að fjöllin væru heimkynni hennar. Er ekki Verndari, yðar tign, sá, sem kærulaus horfir á mann berjast um í vatni upp á líf og dauða, en treður upp á hann hjálp, þegar hann er kominn á land? Sá áhugi, sem yður hefur þókn- azt að sýna viðleitni minni, hefði verið vinar- bragð, ef hann hefði birzt fyrr, en hann lét bíða eftir sér, þangað til mér stendur á sama og kann ekki að meta hann, orðinn einstæðingur og get ekki notið hans með öðrum, þekktur og langar ekki í hann. Ég vona, að það sé hvorki mann- fyrirlitning né beiskja að viðurkenna ekki þakkar- skuld, þar sem ég hef ekkert hagræði þegið, eða vera þess ófús, að almenningur telji mig eiga það Verndara að þakka, sem forsjónin unni mér að gera af eignum ramleik. Þar sem ég hef komið verki mínu þetta á veg í svo lítilli þakkarskuld við nokkurn menntavin, mun ég láta mér vel líka að ljúka því i enn minni skuld, ef minna er til, því að ég er löngu vakn- aður af þeim vonardraumi, sem ég eitt sinn hreykti mér í fagnandi. Yðar hágöfgi, yðar tignar auðmjúkasti, hlýðnasti þjónn, SAM. JOHNSON. Richard Henry Stoddard: Það verður aldrei endurheimt Sviþinn hverfur sárin gróa, síðast verður harmi gleymt, en þegar œskndraumur dvín deyr ac5 nokkru sála þtn, verðnr aldrei endurheimt. Fœran ertu á fullum aldri, fjöregg lífs þíns betur geymt. Samt hefir yndi og eitthvað gott œskunni flogið með á brott, verður aldrei endurheimt. Einhver bltður yndisþokki, aldrei sem vér fáum gleymt. Alltaf birtist okkur það, uppi og niðri, á hverjum stað, en verður aldrei endurheimt. Ragnar Jóhannessson lagði út. 18 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.