Líf og list - 01.04.1951, Page 19
Svavar Guðnason. listmálari:
París. - Nei. gáðu að guði
Svar til Thórs Vilhjálmssonar
ENDA ÞÓTT Thór Vilhjálmsson ætli að nýtt
og mikið sé nú um að vera í myndlist í París,
fer því þó fjarri. Og það er af því, að listin í
París hefir smam saman verið innlimuð í hvers-
dagslegt braskkerfi peningavaldsins. Það er verzl-
að með listaverk h'kt og höndlað er með kram-
vöru í verzlunarhúsunum, þar sem framkvæmdar-
stjórn ákveður útlit og verð vörunnar, — hér er
ekki um að ræða neitt rómantískt „stefnumót við
hið stærsta í samtíðinni“, heldur óskáldlega list-
pólitík sem framast má verða, — baráttu fyrir
daglegu brauði, baráttu fyrir því að láta bera á
sér og þjóna forstjórum.
Sá, sem dvalið hefir í París og haft nokkur
kynni af listafólki þar, veit, að listamaðurinn er
þar í meiri ánauð en nokkurs annars staðar, hann
er bókstafléga eign listkaupmanna. Hann er samn-
ingsbundinn að’ afhenda ákveðna tölu mynda á
ári. En ekki einasta er listamönnum stjórnað á
þessa lénsvísu, listbókaforlög og rýnendur eru
einnig starfræktir til auglýsinga og áróðurs. Allt
til að veita peningavaldinu, en píra við listina.
Óneitanlega var París áður miðsetur myndlist-
ar, þar sem listamenn höfðu stefnumót og létu
ínnblásast hver af öðrum og stóðu í fylkingar-
brjósti frjórrar listsköpunar alls heimsins, en það
er það, sem var, en ekki er nú.
Með gegndarlausri og vaxandi skipulagningu
listarinnar í hagkerfi peninganna hefir listkaup-
mennskan innleitt óbeint einræði í list, sem hægt
en óskeikult kyrkti sjálfstæða og persónulega
sköpun. Þetta óbeina einræði kapítalista í listinni
hefir rænt listamanninn forgöngu og grafið undan
frumskapandi mætti hans. Málari eins og Man-
essier (o. fl. o. fl. mætti nefna) apar t. d. eftir Klee
og annar apar aftur Manessier, og enn þriðji apar
apa Manessiers, sem sagt frá Klee reiknað þrisvar
sinnum útvötnuð öpun á Klee, — varfærni, hálf-
velgja, sem til fullkomnunar nýtur hylli kaup-
mennskunnar og lélegasta smekks lýðsins. I París
er ekki ekki málað eftir hjartanu, en eftir pró-
grammi mammons og í ginnandi von um heims-
frægð, og það er þess vegna að svo lítið gerist
þar í list.
Að vegsama einn af „sölunum“ á hinna kostn-
að eins og Th. V. gerir kemur mér fyrir sjónir
sem prettur, svo ekki sé sagt hreppapólitík og
vinaþjónusta. Salirnir eru einskonar markaðstorg,
hvert öðru líkt, þar sem m. a. þeir, sem ekki era
komnir í skipsrúm falbjóða sig, — að fimm enn
óþekktir íslenzkir menn, sem sýndu verk sín á
þessum heimsmarkaði, „hlutu góðan orðstír“ gæti
líka verið bending um annað en mikilleik þeirra
stóru í listinni í París. Þá gerir Thór ekki minnstu
tilraun til þess að útlista anda eða inntak hinnar
nýju listtegundar í París og nefnir hvorki einstak-
Iinga né málarahópa, en vísar til greinar eftir ann-
an mann sem muni birtast, betur væri að hann
gæti snúið mér villuráfandi. Að kappdeila á sal
„surindependanta“, sem Thór hefir aldrei séð, er
gott dæmi um þann óviðurkvæmilega belging,
sem einkennir þessa ritsmíð hans.
Ég hefði óskað að listamenn og listin í París
hefðu verið í öðru ástandi en raun bar mér vitni
um, — ég fór ekki til Parísar til að sitja þar á
amerískum krám og sjá hlálegt fólk og frægðar-
menn ganga hjá, heldur beinlínis til að sækja
þangað eitthvað jákvætt fyrir starf mitt.
Kaupmannahöfn, 9. apríl ’51.
Svavar Guðnason.
P.S. í dag barst mér grein Hjörleifs Sigurðs-
sonar. Hann telur upp fjöldann allan af nöfnum
og skýrir „nýja málara í París“, kallinn Gromaire
og aðra rykfallna fiska. En þetta eru ekki né verða
nýir menn, — og minnst af öllu að nýskapandi
inntaki, en það er það sem hér átti að ræða um.
Það er gamalþekkt að reyna að blanka gamla
skó með ofnsvertu og ég tel svo hæpið að með
grein H. S. og þeim ljósmyndum er fylgja henni
verði platað uppá íslenzka lesendur skoðun um
nýtt að gerast í París og spara mér því frekari
orðræður.
Líf og LIST
19