Líf og list - 01.04.1951, Qupperneq 22
ÞJÓÐLEIKHÚSXÐ:
Heilög Jóhanna
Eftir G. B. SHAW
Leikstjóri: HAR. BJÖRNSSON
Bemard Shaw var svæsinn vantrúar-
maður í þeim skilningi, að hann trúði
hvorki á Mammon né kirkju- og klerka-
vald. í leikriti sínu,tHeilagri Jóhönnu,
tjáir hann, að eitthvað, sem hvorki
byggist á vísindalegum né rökfræðileg-
nm sannreyndum, en óbifandi sannfær-
ingu, — þetta, sem kallast trú hjartans,
geti aldrei verið frá manninum tekið,
hvorki með málshöfðun, húðstrýkingu
né hótunum um að brenna menn á báli.
Hann byggir Ieikritið á sögunni um
frönsku sveitastúlkuha, Jeanne d’Arc,
sem hafði mikið af þessari hjartans trú
og gerði það, sem röddin í brjóstinu
(rödd guðs, eins og hún kallaði harta)
sagði henni að gera. Með því að trúa
einlægt á þessa innblásnu rödd, tókst
henni að inna sum dularfull verk af
hendi, sem fáum mcnnskum mönnum
væri auðið. Þó að Shaw sty^jist við at-
burði sögunnar að mestu leyti, færir
hann sjálfa söguhetjuna í nútíðarbúning.
Sagan hermir, að Heilög Jóhanna hafi
verið brennd á báli fyrir galdra, en
Shaw er ekki á því: hún er brcnnd,
vegna þcss að hún vill ekki beygja sig
undir lagabókstafi kaþólska kirkjuválds-
íns, sem cr hliðstætt því, er gcrist nú
á dögum, þegar ríksvald eða trúar-
bragðastofnanir svipta cinstaklinginn
skoðana- og trúarfrelsi.
Leikritið þjónar vel þcim tilgangi höf-
undarins, að sýna togstreitu einstak-
lingslegrar og félagslegrar samvizku.
*
Leikur Onnu Borg cr fágaður og á-
hrifamikill á köflum. Hún virðist hafa
óvenjumikla tækni og skólun.
Lárus Pálsson 5kilur sitt hlutvcrk bet-
ur en flestir aðrir leikendumir. Persóna
Shaws skín út úr hverjum drætti.
Rúrik Haraldsson sýnir cftirtektar-
verðan leik; einkum er honum sýnt
um rösklegar hreyfingar og fallegan
limaburð.
Indnða Waage hefir áður tekizt bet-
ur upp en í þetta sinn.
Onnur hlutverk eru yfirlcitt þokka-
lega af hendi leyst. Þó cru alvarlcg
mistök í 6. atriði; þar kvcður ramt að
því, að sumar aukapersónur ofgeri hlut-
verkum sínum með fígúrulcgum svip-
brigðum.
Leiktjöld eru smekkleg; sérstaklega
hafa þau tekizt vel í 3. atriði.
Úr þriðja atriði: Á BÖKKUM LEIRU Frá hægri til vinstri: Dunois höfuðsmaður (Rúrik Haraldsson), Heilög
Jóhanna (Antia Borg) og varðsveinninn.
22
LÍT og LIST