Líf og list - 01.04.1951, Page 23
Ur fimmta atriði: Heilög Jóhanna t ciómkirkjnnni í Reims.
t--------------------------------------------—----------------------\
Svartir svanir (Carl Snoilsky)
Svartir svanir, svartir svanir
svífa framhjá dauðabljótt,
Leita ab sól, er hneig í hafsins
hyldjú'p myrkt um dimma nótt.
Eins og vœri i eldi sviðið
allt er koldökkt fjaðraskraut,
nefin rauð — sem dreyra drifin.
Dregur súg á myrkri hraut.
Hvítir svanir sveima um tjarnir,
svangir leita hylli og brauðs.
Ut á djúpið, svörtu svanir,
synir myrkurs, — eldsins rauðs.
R. Jóh. íslenzkaSi
l.__________________________________________________________________J
ANNA PÉTURSDÓTTIR
Framh. af hls. 21
ar með öllu þv! sem hann segir og ger-
ir, að hann hefir staðizt prófraunina.
Hann nær alveg réttum tökum á hlut-
verki sínu, skeikar hvergi.
Brynjólfur Jókannesson cr léttur,
frískur og frjálsmannlegur eins og hans
er von og vísa, og tekst að koma leik-
húsgestum í bezta skap. Þó efast ég
um að hann leggi alveg réttan skiln-
ing í þenna íhaldssama en kjaftfora
klerk, honum hættir nokkuð til þess að
vera „clown“ með þeim afleiðingum, að
persónan verður um of skopleg.
Önnur aukahlutverk eru ýmist vel eða
sómasamlega af hendi leyst, t. d. er
leikur Eddu Kvaran til fyrirmyndar,
annars er Jens biskup ekki nándar nærri
nógu virðulegur og aðsópsmikill.
Magnús Pálsson hefir málað leiktjöld-
in af einstakri nákvæmni og smpkkvísi.
Halldór Þorsteinsson.
Á KAFFIHÚSINU
Framh. af bls. 2
Matargerð og töfrar
MATARGERÐ hefur frá alda öðli
verið kvenleg sýsla. Konur hafa-
fundið upp matgerðarlistina. Galdur
og seiður var einnig fyrst og fremst
framinn af kvenfólki, seiðkonum og
völum. Allar líkur benda til, að þess-
ar tvær greinar kvenlegra fræða
hafi um langan aldur þróazt hlið
við hlið og skipzt á margvíslegum
áhrifum. Seiðkonan og matreiðslu-
konan geta hæglega runnið saman í
eitt. Hvað eru galdranornir Shake-
speares í Macbeth með ketil sinn
annað en kynjamynd af margfróðum
matgerðarkonum nútímans, sem töfra
fram lostæta rétti úr óskapnaði
hinna ólystugustu matarefna? Og
hvort var það heldur með matgerðar-
list eða töfrabrögðum, að konur kom-
ust á snoðir um að stytzta leiðin að
hjarta mannsins liggur gegnum
magann?
Hér látum vér staðar numið að
sinni'. Ljúkum vér máli voru með
þeiri ósk til kvennanna, að þær haldi
áfram að iðka öll þau töfrabrögð,
sem mæður þeirra í þúsund liðu
æfðu og uppfundu, jafnvel þótt þær
eignist allan heiminn.
LÍF og LIST
23