Austurland


Austurland - 23.12.1979, Síða 7

Austurland - 23.12.1979, Síða 7
Frá Mjóafirði. Sandhús til vinstri og Höfðabrekka til hægri. Við óhefluð og rifótt borð Þið voruð að skoða ykkur um. Og sagt er að hver mannabústaður eigi sína sögu. Húsið sem þið sváfuð í heitir Nýi skóli, |?ví annað skólahús var til eldra. Þarna var ég að paufast í nærri 30 vetur, par af 22 sem kennari. Nú verður hætt að kenna j>ama, en einu sinni var þetta allra snyrtilegasta hús. En j>að var ófullgert þegar ég gekk í skóla. Ómálað, engin vatnsleiðsla, salerni né bað og engin rafljós. Við sátum við óhefluð og rifótt borð á baklausum bekkjum. Ég man enn hvað mér brá þegar steinleið yfir eina ste-fpu sem sat á móti mér, augun ranghvolfdust og hún datt aftur yfir sig í gólfið. En við höfðum góðan kennara. Og hann varð ekki mjög vondur |>ó við bærum snjó inn í ganginn í frosti, svo betra væri að renna sér fótskriðu. Seinna vorkenndi ég gömlu konunni sem skúraði. Guð einn veit... í Mjóafirði eru mörg eyðibýli eins og ]>ú veist, og gamlar tættur, og allt á þetta sína sögu, sem nú gleymist óðum. Innsti bærinn sem ég man eftir í byggð, hét Völvuholt og var fyrir innan Fjörð. Túnið var fjarska lítið og fóðraði fáeinar kindur. Þama heitir líka Völvulækur og Völvu- klettur. En ég heyrði aldrei neina völvusögu frá j>essum stað. Aftur á móti er Líksöngshamar og Líksöngshamarsrák í fjallinu beint á móti Völvu- holti. Þar sofnaði smali frá Firði endur fyrir löngu. í draumi var hann viðstaddur jarðarför álfa og tók J?átt í erfisdrykkju. Presturinn viðhafði sömu orðin og prestar okkar j>egar hann „kastaði rekunum" nema síðast. |>á sagði hann „Guð einn veit hvað um j>ig verður á efsta degi“. Smalinn vaknaði með dýrindis bikar í hendinni. Sá bikar var lengi notaður fyrir kaleik í Fjarðarkirkju — segir sagan. (Þjóðs. Þorst. Erlingss.). Þó vorð mikill dynkur Ef J>ú hefðir komist inn að Firði og suður fyrir Fjarðará, }>á hefðir J>ú séð gríðarstórt hjól úr stáli standa upp úr grasinu, líka marga hlaðna grunna og hrúgur af múrsteini. Þarna var reist hvalveiðistöð um aldamótin. Innri stöðin var hún kölluð, j>ví önnur var á Asknesi. Margir bátar veiddu hvali og mikið var framleitt af lýsi og mjöli. Benedikt Sveinsson síðast í Fjarðar-Koti hélt dagbók. Þar segir margt frá hvalstöðvunum. Eitt sumar fóru bændur af Héraði með rúml. j>rjú j>úsund hestburði af hval upp yfir Mjóafjarðarheiði. Ég man eftir gríðarháum reykháfi sem stóð einn sér í rústunum. Varðskip átti að skjóta hann niður, en }>að tókst ekki. Þá var vír festur í skorsteimnn og skipið setti á fulla ferð. Þá varð mikill dynkur. Hann græddi út túnið... Það er alltaf fróðlegt að skoða sig um. Og gömlu auðu húsin eiga sína sögu. En hún gleymist smátt og smátt. Fyrir utan og neðan kirkjuna er Borgareyri. íbúðarhúsið er nú notað fyrir hlöðu og fjárhús. Benedikt Sveinsson byggði j>etta hús. Hann græddi út túnið. gerði út árabáta og síðar mótorbáta, var afgreiðslumaður skipa. og síðar póstafgreiðslumaður og símstjóri, og seldi bækur og ritföng. Benedikt og Margrét kona hans áttu }>rettán börn, sem öll urðu dugandi fólk. Sum bjuggu í Mjóafirði, en flest fluttu burt til Norðfjarðar, Vestmannaeyja. Reykjavíkur, Danmerkur og Ameríku. Benedikt skrifaði í blöð, og skráði j>jóðsögur frá Mjóafirði og Norðfirði. (Þjóðsögur Þorsteins Erlingssonar). f stofunni á Brekku. Vilhjálmur miðlar 7. bekkingum 1979—'80 af fróðleik sínum. Bjuggu í sjóskúr Þið vilduð fræðast um Mjóafjörð. Hér kemur lítil frásögn. Margrét Þórðardóttir hét kona, sem fyrir nokkrum árum dó í hárri elli hjá Matthildi dóttur sinni í Þórsmörk í Neskaupstað. Hún var úr Mýrdalnum. Foreldrar hennar voru mjög fátæk. Þegar hún var ung fór hún í kaupavinnu norður í Skagafjörð ríðandi yfir Kjöl. Seinna fór hún með skipi — í lest — austur í Mjóafjörð til að vinna fyrir sér. Þar kynntist hún Jóni manni sínum. Sonur j>eirra var Þórarinn, eitt besta tónskáld íslendinga. Fyrsta sumarið sem hann lifði bjuggu j>au í sjóskúr og saltfiskur í hinum endanum. Margrét var lengi ekkja og bjó á Sæbakka, lítið hús á malarkambi niður af Brekku, ásamt Borgj>óri (Bogga) sem nú er á ellihe:milinu. ... en húsið stendur túnið grær ogúinniðnr Þú mannst eftir Hofsánni, djúpa gljúfrinu og Heljarfossinum, sem }>ið hélduð að héti Goðafoss eins og fjallið. Þegar ég var lítill bjuggu j>au j>ar Einar Ámason og Jóhanna móðursystir mín. Þau áttu sextán börn. Tvö j>eirra eiga nú heima í Neskaupstað. Það hlýtur að hafa verið erfitt að koma upp sextán börnum. En oft var glatt á hjalla. Bæði hjónin spiluðu á harmónikku, og j>að kom fyrir að Jóhanna samdi sönglög. Þegar gestir komu var oft slegið upp balli. En í lífinu skiptast á skin og skúrir. Einar missti konu sína á besta aldri. Fjórir synir j>eirra dóu úr lungnabólgu, ungir og vaskir menn, og fimm börn J>eirra dóu meðan hann lifði. Æðm- Ieysi hans var mikið. Nú býr engin á Hofi, en húsið stendur, túnið græi' og áin niðar. Þar var gott að búa Nú er fátt fólk í Mjóafirði. En |>ar eru mörg eyðibýli ög aðrar tóttir. Grasið grær yfir og gleymskan máir út gamlar sögur. Landnáma segir, að Eyvindur kom frá Eyvindará, nam Mjóafjörð og reisti bæ sinn í Firði. Þar var gott að búa, mikið gras um dal og hlíðar, skógarkjarr til kola, silungur í ánni og fiskur í firðinum. Árið 1945 veiddu tveir bændur í Firði 800 tunnur af síld í einu kasti, inn við Le'ru. En j>að falla stundum skriður á túnið. Og sól sér ekki í nærri fimm mánuði á vetrum. Næst síðasti bóndi í Firði var Sveinn Ólafsson alj>ingismaður. Dóttir hans og dóttur- sonur eru búsett í Neskaupstað. — Nú hefur skipstjórafélagið hjá ykkur keypt Fjarðarhúsið til sumardvalar. Gleymi aldrei þeirri sögu Þau eru mörg eyðibýlin hérna. Ég man eftir mörgum í byggð, en sum voru eydd löngu fyrir mína daga. Þórður, nú á Norðfirði bjó í Skógum. Túnið var eiginlega ósláandi fyrir grjóti. En einu sinni bar svo til á hörðu vori að Þórður átti hey j>egar allir aðrir voru orðnir heylausir. Þetta man ég vel. Þegar ég kom fyrst að Skógum bjó j>ar Jón Ámason, afi Garðars skipstjóra á Eskifirði og Óskars lektors í Reykjavík. Ég var j>á aðeins 9 eða 10 ára gamall en gleymi aldrei sögu, sem Jón sagði okkur og ég endursagði í ritgerð í barnaskóla seinna. Jón ólst upp á Kirkjubóli. „Þegar ég var á tíunda árinu var slæmt í ári og mikill skortur hjá flestum í Norðfirði,“ sagði Jón. Svo einn góðviðrisdag um vorið kemur maður gangandi. Jón var úti og bróðir hans og j>eir sjá að j>essi maður er alltaf að detta. Svo kemur í ljós að j>etta er félagi j>eirra frá sumrinu áður, Austurland jólablað 1979 7

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.