Austurland


Austurland - 23.12.1979, Síða 9

Austurland - 23.12.1979, Síða 9
drengur um fermingu. Varð fagnaðarfundur og )?eir fóru eitthvað að tuskast. En komupilturinn valt einlægt um koll. Hann var orðinn svona horaður. — Það eru tæplega 100 ár síðan þetta gerðist. Svo brost stiflan Asknes er sunnan fjarðarins. Þar var hvalstöð. En seinast bjuggu þar hjónin Anna Jónsdóttir og Hans Guðmundsson. Er hún dáin en hann lifandi. Þau áttu kindur og kýr, ræktuðu kartöflur og veiddu fisk til matar. Sumarið 1946 gerði óskaplegt rigningarveður. Asknesáin stíflaðist af aur og grjóti. Svo brast stíflan og flóðið skall á horni íbúðarhússins. Bóndi var ekki heima, aðeins konan og bömin, J>að yngsta á 2. ári. Konan braust niður í kjallarann hálffullan af vatni. og hleypti kúnum út. Svo fór hún með bömin út í myrkur og rgningu og gat tjaldað. Um morguninn sáu menn frá næstu bæjum að eitthvað var að. Og við Boggi (á elli- heimilinu) sóttum fólkið á trillu. Fólkið flutti svo til næsta bæjar. Sú þriðjn hélt rúðherro og þótti skúrst Þegar ég var lítill )?ótti mér Konráðsgrunnurinn merkilegur og fann par ýmislegt fémætt að mér fannst. Þarna hafði verið verslunar og íbúðar- hús Konráðs áður en hann flutti til Norðfjarðar. Konráð gerði út báta og eitt gufuskip til fiskjar, keypti fisk og flutti út og verslaði með innfluttar vörur. Hann fór oft til Kaupmannahafnar í verslunarerindum. Þar keypti hann m. a. smjörlíki þrjár tegundir. Hét ein Nípan og önnur Dalatangi og myndir af þessum stöðum á umbúðunum. Sú )?riðja hét Ráðherra og j>ótti skárst. Konráð var dugnaðarmaður og lét m. a, byggja fyrsta frosthúsið á íslandi 1896. Hann lét og gera veg um porpið á Brekku og reyndist hann jeppafær fimmtíu árum síðar. Konráð var oft snöggur upp á lagið, einkum við vín og eru til sögur af ]>ví. Samt kom hann sér vel. Síðustu áratugina var hann á Norðfirði. Hann lét gera sér grafhýsi í kirkjugarð- inum hérna. Mig longar að minnost ú Hvomm Mig langar að minnast á Hvamm, eyðibýlið fyrir utan Eldleysu. Þar bjó Filippus Jónsson. Hann fluttist austur sunnan úr Meðallandi fyrir aldamót, en þar var víst mikill skortur á þeim árum. Mér er óskiljanlégt að mögulegt skyldi vera að lifa í Hvammi. Land er svo lítið og erfitt við sjóinn. En einhvernvegin tókst að heyja handa skepnunum og fiska í soðið eða vel pað á dálítilli skektu. Og til þess að verjast snjóflóðum hlóð bónd- inn hól fyrir ofan baðstofugaflinn. Sést hann vel ennþá. Þegar Filippus var farinn girtu bændur á Eldleysu túnið og heyjuðu. Þeir gerðu sér garð í hvamminum, sem ég vann stundum fyrir pá með hestverkfærum. Utan við Hvamm er svo Smjörvogurinn og geymir a. m. k. þrjár válegar sögur, ekki mjög gamlar. Heyrt hei ég um „Stéra Lús” Ef )>ið hefðuð gengið í kringum fjörðinn frá Brekku inn að Firði og út á Kolableikseyri, pá hefðuð þið hlotið að reka augun í marga húsgrunna í flæðarmálinu. Þeir eru frá þeim tíma að Norðmenn veiddu síld í „land- nætur“ á Austfjörðum. 1880—’86 eða þar um bil. Þeir söltuðu síldina og fluttu til Noregs á litlum seglskipum oftast nær. Heyrt hef ég um svo- kallaðan „Stóra lás,“ en úr honum voru saltaðar 3 þúsund tunnur áður en nótin rifnaði í roki. Einn þessara Norðmanna varð eftir í Mjóafirði, og bjó seinast inni á Skolleyri skammt fyrir utan Fjörð. Þegar ég var krakki heyrði ég oft talað um Skósa gamla. Nú hef ég séð í gömlum bókum að hann er kallaður „skómakari“. Og í „æviferilsskýrslu“ segir minnir mig, að hann hafi farið 21 sinni á milli Stavanger og Mjóafjarðar á 16 árum. „ - ég skal segja þér brotabrot Já ]>ú varst að skoða sveitina mína og frétta um sögu hennar. Þar eru nú 10 heimili. En ég hef heyrt um nær 50 aðra mannabústaði. Allir eiga pe'r sína sögu, og ég skal segja þér eitt brotabrot af einni. Konráð hét maður Hjálmarsson, bróður Vilhjálms afa míns á Brekku. Hann var kaup- maður og gerði út báta. fyrst á Mjóafirði, svo á Norðfirði. Hann byggði pakkhús í Mjóafirði. Þar var lína beitt og fiskurinn saltaður. í bröttu risinu voru innréttuð tvö herbergi fyrir sjómenn að sofa í. En í miklum vandræðum bjuggu þarna fjölskvldur um hríð, sín í hvoru herbergi. Þá ber svo við eitt kvöld að konumar taka léttasóttina. Ljósmóðirin var sótt — og þessa nótt fæddust þrjú böm á Veltuloftinu, en pakkhúsið var kallað Velta. Öllum heilsaðist vel. Agnes ljósmóðir sagði Jónu, föður- systur minni og hún mér. - - eins þétt fúir sjúi Þeir sem lengi hafa átt heima á einhverjum stað, eignast gjaman ýmsar minningar frá umhverfinu og ]>ær verða eins og persónulegir munir t. d. blómavasi eða neftóbaksdósir (ég meina fallegur vasi, útskomar dósir). Skammt utan við Hesteyri var lítið býli, sem hét á Mýrum, seinna Mýri. Þar varð húsbruni fyrir mitt minni. Se'nna bjó þar Filippus Filippusson. Hann var svo góður smiður að allt lék í höndunum á honum. Þegar ég var lítill eignaðist ég gullfallega seglskútu. sem ég nefndi Gilitrutt. Henni var komið í viðgerð til F. F. Viðgerðin stóð lengi. Ég fór nokkrar ferðir á sumardaginn fyrsta, að vitja um Gilitrutt, með föðursystur minni. Eitt sinn kom gat á (leður) skóinn minn. Móðir F. F. bætti skóinn — með frábærlega fallegu handbragði — |>að er sönn verkmenning að vanda allt sem gert er, eins þótt fáir sjái. Þú missti prestur Rétt fyrir utan skólahúsið þar sem ]>ið sváfuð, stóð Þinghóll. Býlið dró nafn af samnefivJri hólstrýtu sem nú hefur verið tekin í ofaníburð. Upphaf ]>essa býlis er einkennilegt. Bændur upp í Héraði stofnuðu til félagsútgerðar ]>ama um eða eftir 1880. Síðar var ]>ama prestsetur. Séra Þorsteinn Halldórsson var lengi oddviti sveitarinnar. Þar var líka séra Jónmundur Halldórsson. Hann réri til fiskjar og bar úrganginn upp á tún í stóru olíufati með burðarkjálkum. Prestur var kraftamaður. Eitt sinn þegar tunnan var full, bað hann Jóhann sterka að bera hana með sér upp á tún. Jóhann gekk þegjandi að ámunni, og án ]>ess að taka ofan sjóvettlingana. Þeir komust upp á mitt tún, pá missti prestur. Þinghóllinn var þingstaður Mjófirðinga forðum. Þar átti huldukona heima. Seinna grófu menn holu í hólinn, fylltu hana með snjó til að kæla be>tusíld. Jóhann „sterki“ var afi Jóhönnu sem nú er húsfreyja á Brekku. Þor heitir Kolableikseyri í flæðarmáli fyrir neðan Hesteyri stendur stór steinn, og heitir Hest- steinn. Beint á móti Hesteyri handan fjarðar heitir Kolableikseyri. Sagan segir að bleikur hestur klyfjaður viðarkolum (]>au eru sögð fljóta) hafi ætt þar í sjóinn og synt yfir fjörðinn að Hesteyri, og gengi á land við Hest- steininn. Þetta þykir mér skrítin saga. Á báðum þessum eyrum vom ]>ó nokkur íbúðarhús um aldamót. Og menn réru til fiskjar og reyttu saman allt fáanlegt gras handa kindum sínum og kúm. Nokkrar fjölskyldur af þess- um eyrum fluttust einmitt til Norðfjarðar. Allt stundlegt ber úr stað og skorðum, segir Þorsteinn Valdimarsson. Sagan segir... Á suðurbyggð er búið á Reykjum, en eyðibýli fylla vel tuginn. Síðasti bóndi á Stekk var Gunnar, faðir Gylfa sem ]>ið þekkið. Áður bjó þar um skeið Jón Bessason. Sagan segir að hann ]>urfti að fá aðstoð hjá Eyþóri bæjarstjóra í Neskaupstað, og rölti sig suður yfir Miðstrandarskarð. Eyþór vildi athuga málið, fór á bát norður að Stekk án þess Jón vissi. En hann frétti þetta, fór yfir skarðið og tók á móti Eyþóri á Stekksklöppunum. Svo hafði bæjarstjóri sagt Jóni að koma á morgun. En hann fór enn á fjallið, og tók svo á móti bátnum öðm sinni, pá á bæjarbryggjunni í Nes- kaupstað. Ég trúi nú varla að ]>etta sé satt. En svona verða til hálfgerðar þjóðsögur. Hitt er staðreynd. að um aldamótin varð hörmulegt slys á Stekk. Lítill drengur, frændi minn, féll í sjóinn af ísjaka og dmkknaði að móður sinni ásjáandi. Þú voru engar tryggíngor Þar sem fólk býr verða til margar sögur. sem flestar gleymast. Beint á móti Brekku er bærinn Reykir. Þar bjó langafi minn. Fyrri kona hans tók „sinnisveiki,“ hætti að tala og borða — og dó. Þau áttu sex böm. Svo giftist hann aftur og pá fæddust þrettán. Átta þeirra dóu á fyrsta ári. Afi var enn á Reykjum, ]>egar Askja gaus 1875. Þá var svo dimmt af öskufalli, að piltamir urðu að skríða milli húsa um hábjartan dag. Löngu síðar bjuggu á Reykjum hjón sem hétu Sigurborg og Bjöm. Þau eignuðust átján böm. Fimmtán þeirra komust upp. Þá voru engar tryggingar. Búið var ekki stórt. En hjónin björguðu sér, og má ]>að víst kalla afreksverk. Austurland jólablað 1979 9

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.