Austurland - 23.12.1979, Síða 23
var það mátulegt í kerru. Vigtað var 10. hvert híf, eins og gert hafði
verið við pokana. Þetta gekk svo lygilega vel, að afköstin tvöfölduðust.
— Áhuginn hefur verið svona mikill. Reyndar man ég vel eftir
þessu, því ég vann að uppskipuninni.
Áhuginn var alveg sérstakur. Það var ekki gengið eftir bryggjunni,
það var hlaupið með kerrumar. Kerrumar urðu alltaf að vera til, þegar
tunnurnar komu úr lestinni.
Það var glaðasólskin þennan morgun og blíðalogn.
Næst tókum við svo upp hjólbörur, því pá var hægt að keyra upp
á binginn. Þá var látin ein tunna í hverjar hjólbömr.
— Hver var verkstjóri?
Það munu }>eir hafa verið, Sigurður og Jón, svarar Ölver. Jón var
mjög þjálfaður og vanur verkstjóri.
— Ég heyri, að þessi saltkaup eru ykkur minnisstæð og þið dálítið
roggnir af.
Það er eðlilegt. Þá brutum við kaupmannavaldið á bak aftur. Ef
þessi saltpöntun hefði farið út um þúfur, hefði Samvinnufélagið ekki
orðið til.
— En svo við snúum okkur aftur að félagsstofnuninni. Var þátttaka
almenn af hálfu útvegsmanna?
Á stofnfundinum gengu í félagið 44 smábáta- og trillueigendur. En
við Samvinnufélagsmenn munum fljótt hafa orðið 60, þegar Suðurbæingar
voru komnir með og allir árabátamenn, sem komu j>ama á þessum tíma,
þegar það var aðaiatvinna manna að fiska. En sjö hinna stærri útgerðar-
manna voru ekki með. Þeir stofnuðu eigið félag, „Sjöstjömuna“, en
þegar fram liðu stundir gengu flestir þessara manna í Samvinnufélagið.
— Var ekki Ölver fyrsti formaður félagsins?
Jú, svarar Sigurður. Hann var aðalhvatamaðurinn að stofnun félags-
ins og aðalmaðurinn í styrjöldinni við kaupmennina.
Við svo búið yfirgef ég samkvæmið. Þremenningamir sitja eftir og
halda áfram að rifja upp lærdómsríkar minningar frá þeim tíma, þegar
útgerðarmenn voru að brjóta samtökum sínum leið til aukinna áhrifa og
vinna þeim þegnrétt.
Óskum viðskiptavinum nær og fjær
gleðilegra fóla
og farsæls komandi árs
Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða
Bókaverslun Höskuldar Stefánssonar
Neskaupstað
Óskum starfsfólki og viðskiptavinum
gleðilegra jóia
og farsæls komandi árs
Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða
Verzlunarfélag Austurlands
Hlöðum
Kaupfélagið FRAM
sendir öllum viðskiptavinum sínum, félagsmönnum
og starfsfólki bestu óskir um
Cleðileg jól
Farsælt komandi ár
með þakklæti fyrir viðskiptin og samvinnuna
á árinu sem er að líða.
Austurland jólablað 1979
23