Austurland - 23.12.1979, Qupperneq 27
Að veljci þér ekki verri tiöjn
— né vitlausari.
í annað sinn voru þeir eitthvað að glettast Valdi og Bjarni. Varð j>á
Bjarna að orði.
Þú mátt fílotta alveg eins
og við Skottu leikir.
Aldrei spottar niig til meins
mennskur pottasleikir.
Óskari varð eitt sinn hugsað til ævilokanna og varð að orði.
Þegar ég er fallinn frá
farvi horfinn kinna.
Þá mun eflaust blotna brá
bestu vina minna.
Tryggvi Vilmundarson yrkir stundum dýrt eins og j>essar vísur sýna.
Hrannir fjörðinn byrgja brátt
berja skörðin hrinur .
Fannir svörðinn þekja þrátt
þjökuð jörðin stynur.
Hanna litla, hnellin, smá
hýr á vanga, Ijós á brá.
Blíð og mild sem hlessuð sól
þig hlessi guð um þessi jól.
(Jóhann Elíasson)
Sjálfur mínar sorgir ber ég
sjálfum kenni ég mér um flest.
Sjálfs míns böðull sjálfur er ég
sjálfur lcekna ég mig best.
(Hafliði Nikulásson)
Að endingu er hér ein vísa frá bæjarstjómarfundi fyrir nokkrum árum.
Menn voru sem fyrr afskaplega sammála og hver eftir annan stóð upp og
lýsti skoðun sinni J>annig „að }>eir væru á ]>ví að j>etta j>yrfti að gera“ o. s.
frv. Fundarritari, Birgir Stefánsson fylgdist með umræðum en laumaði
svo að mér miða með J>essari vísu.
Við höfum margir alltaf verið á því
og á því hef ég verið löngum stundum.
Og ekki getur heldur farið hjá því
að hinir séu á því á svona fundum.
— Kristinn V. Jóhannsson
Ljósið dó og dimmdi í kró
dofi sló þá sérhvert hró.
Þorri hló og hreytti snfó
hertum spjó á land og sjó.
Hylja snjóir flóru fróns
flóum byljir skvetta.
Vilja sjóir löngu lóns
lófum mylja kletta.
Hér koma svo nokkrar vísur án skýringa. aðeins getið nafns höfunda.
Nípan háa nú er lág
nærri bláum hulin sjá.
Hnjúkar háir teygja tá
tregur þá ég kveðja má.
(Davíð Árnason frá Grænanesi)
Eina vísu yrkja var ég beðin
boðin var mér brátt í stað
bíldótt sauðkind fvrir það.
(Stefanía Árnad., Grænanesi)
Elli mér er undra leið
þci ungu sé ég fljóðin.
Mér er ekki gatan greið
gegnnm nýja móðinn.
(Sveinn Sölvason)
Heima í Brennu hef ég skjól
hart þó blási norðan.
Meðan kærleiks býr mér ból
blíðlynd hringaskorðan.
(Guðbjörg Bjarnadóttir frá Brennu)
Þarsem eilíft orðaskak
angrar mig á stundum.
Er mér jafnan tungutak
tregt á svona fundum.
(Birgir Stefánsson)
Bestu óskir, bærinn minn
blasi við þér framtíðin
hamingjuna hljót þú æ
hnossin bestu um land og sæ.
(Margrét Halldórsdóttir)
Óskum viðskiptavinum okkar
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs.
Þökkum ánæg juleg viðskipti á árinu sem er að líða.
RAFSILFUR SF.
Neskaupstað
GLEÐILEG JÓL
Farsælt komandi ár
SJÁLFSBJÖRG
Óskum viðskiptavinum okkar
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs.
Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða.
RAFGEISLI
Neskaupstað
Óskum viðskiptavinum okkar á Austurlandi
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs
Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða.
Trésmiðjan Hvammur
Neskaupstað
Óskum viðskiptavinum og starfsmönnum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs.
Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða.
RAFALDA HF.
Neskaupstað
Austurland jólablað 1979
27