Austurland


Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 5

Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 5
Fransmannaveislun Pabbi minn gerði út vélbáta á Norðfirði. Hann rak þar einnig smá verslun, en pað verður að segja eins og er, að aðalviðskipti hans voru við Fransmennina. Hann talaði frönsku eins og Fransmaður og virtist jafnvígur á hina hreinu frönsku, eins og Norðanmenn töluðu hana. og pompólskuna. Þetta hef ég eftir vel frönskumælandi manni. Það er misskilningur að Norð- anmenn hafi talað flæmsku. Það er mitt álit að faðir minn hafi verið reglu- legur málamaður. svo fljótur var hann að nema tungumál. Á ótrulega stutt- um tíma nam hann j>ýskuna eftir að Þjóðverjar vondu komur sínar til Norð- fjarðar á tímabili. Auk þess, sem hann útvegaði nýtt nautakjöt til Jæssara skipa. hafði hann mikið af smávamingi. mest frá Þýskalandi. sem var mjög eftirsóttur af Fransmönnum, meðal annars harmonikur, munnhörpur, hnífa ýmiskonar, skæri 0,1 sitthvað fleira. Þjóðverjar voru Frökkum svo miklu færari í fram- leiðslu slíks vamings. Vinur minn, Skálateigsstrákurinn, getur dálítið um viðskipti föður míns við Fransmennina í bók sinni, en mér þykir hann mikla nokkuð áfengiskaupin frá J>eim. án )?ess J>ó, að ég vilji ]>vertaka fyrir J>að, að föður mínum hafi fundist franska koníakið gott, eins og fleirum. Ég var sturtdum látinn vera í búðinni hans pabba og munu J>að hafa verið fyrstu kynni mín af pranginu. Viðkvæmur skipstjóri Faðir minn andaðist árið 1933. Ég kom oft til hans á meðan hann lá, en var J>á fluttur úr föðurhúsum. Eitt sinn sátu við rúm hans tveir franskir skipstjórar. Annar þeiiTa fylgdist með mér fram í stofuna. Hann lagði hönd sína yfir axlir mér og sagði lágum rómi: „Veikur, mikið veikur“. Niður útitekna og hraustlega vanga hans runnu tár, sem sögðu mér meira en mörg orð. hvemig honum var innanbrjósts. Svo mikill var söknuður )>essa trygga og góða vinar. Pabbi var ekki franskur konsúll, eins og einn Norðfirðingur hefur ranglega greint frá, en tryggð Jæssara manna við hann sýnir vel, að J>eir kunnu vel að meta }>að. sem hann útréttaði og gerði fyrir J>á. Ástandssaga Á meðan ekki var neitt sjúkrahús á Norðfirði var ]>að ekki sjaldan að faðir minn tók við sjúkum frönskum sjómönnum. Fyrir fyrri heimsstyrjöldina var hér við land franskt spítalaskip. sem var á stærð við lítinn togara, en hét J?ví stóra nafni La France. Mér verður lengi minnisstæður læknirinn á Jæssu skipi. Hann var fríður maður og mjög myndarlegur. Það var |>á enn læknislaust á Norðfirði og var pá óspart leitað til J>essa læknis, ]>egar skipið var inni á Norðfirði, enda vildi hann hvers manns vanda leysa. Ég var oft að J>ví spurður hér í Reykjavík hvort ekki væri fjöldi Norð- firðinga franskur í aðra ættina. Ég svaraði pessum mikla misskilningi með pví að mér væri aðeins kunnugt um eitt tilfelli. Eins og áður grein:r var mikið sótt til J>essa franska læknis, J>egar skipið var í höfn. Sumir gárungar héldu ]>ví fram, að konur hefðu verið enn kvillasamari en karlar og stundum var J>ví haldið fram að læknirinn hafi haft alveg sérstakt aðdráttarafl. Það er fyrir löngu Ijóst, að myndarleg kona ein, sem fyrir löngu er gift hér í Reykjavík, er dóttir J>essa umrædda læknis. Þar eð ég }>ekki konuna, hef ég rætt J>etta við hana í mesta bróð- emi. Þetta er hið eina, sem ég J>ekki í sambandi við J>essi mál. Það gengu að vísu ýmsar sögur um samdrátt Fransmanna og íslenskra kvenna, en sannanir voru jafnan afar hæpnar. Furðulegt má J>ó kalla, ef }>eir hefðu ekki sýnt neina tilburði í )>essa átt. Ég læt hér fylgja smásögu, er mér var sögð, en hún gerðist fyrir löngu: Gjafmildur Fransmaður Kotbóndi einn kynntist Fransmanni og bauð honum heim í kofa sinn. Það fór einkar vel á með J>eim. enda var Fransmaðurinn ósinkur á að bera í bú J>eirra -hjóna ýmislegt, sem eftirsótt }>ótti. Hann hafði fært kellu fallegan silkiklút og ekki var neinn hörgull á harða brauðinu. Koníak og önnur vín flutu líka með. Það fór svo með bónda, eins og oft vill verða, að hann varaði sig lítt á styrkleika )>essara frönsku vína og varð ofurölvi. Kerling kom honum í rúmið. Fransmaðurinn fór J>á að brölta upp í til hennar, en pá rumskaði Fransko spítalaskipið við Neseyri. karl og varð hinn versti. Kerling talaði til hans blíðum rómi og mælti: „Láttu ekki svona. Þorleifur minn, maðurinn ætlar úr buxunum og gefa okkur ]>ær“. Þrátt fyrir gjafmildi )>essa Fransmanns, greinir sagan ekkert frekar frá viðbrögðum bónda. Koníakið eftirsóttast Eins og g.reint hefur verið frá hér að framan, munu öll hin stærri viðskipti við Fransmenn hafa farið um hendur föður míns, Var J>ar aðallega um varning til skipanna að ræða. Eftirsóttast af varningi Flandrara mun jafnan hafa verið koníakið. Um pau kaup voru íslendingar ekki einir. Aðrir útlendir sjómenn komu tíðum í höfn. Eitt sinn kemur Fransmaður í búðina til pabba og hafði ]>á augastað á munnhörpu. Honum var sagt verðið og leggur hann ]>á á borðið nokkra norska happdrættismiða. Faðir minn sagði honum, að J>etta væri ekki gjaldgengir peningar. Fransmaðurinn tautaði J>á eitthvað á frönsku, sem ég hélt að hefði verið eitthvað heldur ljótt. Sagan af Bjössa Ég læt söguna af Bjössa mótorista fylgja hér með. Hann var aðkomu- maður og ekki vel að sér í Austfjarðafrönsku. Hann var áhugasamur um kaup á frönsku koníaki og neytti J>ess oft misjafnlega hóflega. Steinbítur var J>á talinn af fslendingum vart ætur fiskur. Eftir að við fengum fóðurmjölsverksmiðju var hann látinn )>angað ásamt öðrum fisk- úrgangi. En Fransmenn töldu hann einhvern besta fisk, sem fáanlegur var hér á íslandsmiðum. Þeir flöttu hann og söltuðu dálítið, en breiddu svo til J>erris um allt skipið. Þannig vörðu J>eir hann skemmdum. Bjössi var einn J>eirra manna. er notfærði sér J>ennan fisk, sem hægt var að fá fyrir ekki neitt og selja Fransmönnum fyrir hin eftirsóttu vín ]>eirra. Þeir fengu sína vissu úthlutun af víni daglega og settu pað á flöskur. en markaður var öruggur. Bjössi fékk sér leigðan bát, sem hann hálffyllti af steinbít. Hann var kunnugur okkur strákunum í beitningaskúrunum og )>ótti nú vissara að spyrja okkur hvað hann ætti nú að segja við Fransmennina. Við sögðum honum að segja við J>á: „Koníak púr skelbít". Með J>essar upplýsingar hélt Bjössi af stað út á höfn til viðskiptavina sinna. Seint og um síðar kom Bjössi aftur að landi með nokkrar flöskur af víni. var hinn kátasti, hafði auðsjáanlega tekið tappann úr einhverri flöskunni. Hann Bjössi var ekki einn um viðskipti sem J>essi. Fransmannaöld endar, sætabrauðsöld gengur í garð Ekki veit ég með vissu hvenær Fransmenn hefja Júlskipaveiðar sínar hér við land. Ólafur rithöfundur Davíðsson ritar í Andvara 1886 einkar fróðlega skýrslu og tekur hún til áranna 1831—1840 og 1851 —1867. Þar er og getið um aflamagn eða verðmæti afla. Af skýrslunni má sjá, að árið 1831 hafa 63 frönsk skip stundað veiðar hér við land og hafa áhafnir )>eirra verið samtals 795 rnenn. Skipunum Austurlond jóldblað 1981 5

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.