Austurland


Austurland - 23.12.1981, Page 27

Austurland - 23.12.1981, Page 27
hér ekki lengur verandi á hafskipum fyrir langnætti og illviðrum," skrifar Einar Ásmundsson34). Smátt 03 smátt ná síldarskipin heim frá Eyjafirði. Af leiðöngr- unum, sem héldu til í Hrísey. eru tollafgreidd í Haugasundi skonnortuskip Steensnæs og Mangers „Rektor Steen“ með 48 tunnur síldar, galías „Loyal“ frá sama leiðangri, sem heim kemur 27. nóvember eftir hálfrar þriðju viku ferð með lítið af síld. „Loyal“ hefur alla leiðina haft samflot með galías Johans Thor- sens „Republik,“ sem líka er með dálítið af síld, en galías Thor- sens „Nordenskjöld“ og skonnortan „Bondevennen" koma áður með 477 og 67 tunnur síldar. Galías Egges, „Maria“ er með 475 tunnur, skonnorta Smedsvig „Mönstre" 378 tunnur. Frá Storðar- félaginu koma galías „Stord“ með 272 tunnur og jaktin „Helene“ með ballest. Og á þennan veg er árangurinn yfirleitt. Flestir koma með hálfan farm eða minna, og margir eru aðeins með tómar tunnur. — Hinn 28. nóvember hafa um 30 skip frá Haugasundi úr Eyjafjarðarflotanum ekki náð heim vegna langvarandi sunnan- og suðaustanstorma35). Nokkrir norskir fiskimenn hafa vetursetu á íslandi, j?eir eiga að hafa „rjúkandi skorstein“ í húsunum. I Eyjafirði hefur Carsten Waage skipstjóri frá Skudeneshavn vetursetu í húsi bróður síns á Dagverðareyri. Með honum er bassinn Hövring með sitt nóta- lag3'6). í Köhlershúsinu á Eskifirði býr Niels Thorgersen með 8 norska fiskimenn og íslenska stúlku sem bústýru. — f Mjóafirði hafa 18 síldveiðimenn vetursetu, 17 Norðmenn og einn íslendingur. Fimm eru í húsi Johans Thorsen á Hesteyri. í húsi á Asknesi dveljast 2 menn og 3 í öðru, og í Storðarhúsinu eða „Bengtsenshúsinu" býr Niels Magnus Svanberg með 7 fiskimenn (meðal þeirra sonur hans og alnafni 16 ára gamall37). Ekkert hús er autt á Seyðisfirði. í Sömmeshúsi býr Herman Hermansen. í Nagallshúsi Nicolai Halvorsen, og í Hodnahúsi búa sænsku hjónin Höll. f Svendsenshúsi halda Ola Davidsen 03 tvær íslenskar konur skorsteininum rjúkandi. í Mandalhúsinu hefur Tobias Tönnesen vetursetu með konu og tvö böm. Jóhannes Nielsen skósmiður býr einn eins og árið áður. Á Vestdalseyri er Ole Meisland eftirlitsmaður hjá Olsen. og Mattias Aanensen hjá O. Waage. f lýsisbræðslu Ottós Wathne býr Ivar Vesta38). íslandsveiðamar árið 1882 stunduðu 155 norsk skip með 79 nótabrúk og 1590 manns, lítið eitt færri en árið áður. Samanlagð- ur afraksturinn var 65.000 tunnur síldar, aðeins 41 tunna á mann, rúmlega fimmtungur þess sem var á mann 188039). í ár koma margir vonsviknir frá íslandi og hafa orðið fyrir miklu fjárhagstjóni, segir í Karmsundsposten. Nokkrir hafa borið J>að mikið úr býtum að þeir hafa fyrir útgjöLdum, en aðeins mjög fáir hafa hagnast vel. — f ár )>arf ekki svo mikla veiði til að ferðin borgi sig. J?ví á þessum tímum eru greiddar 25 krónur fyrir tilslegna tunmHO). Hans O. Sundför í Haugasundi hefur petta ár gert út 5 skip til veiða við ísland: jaktina „Aarvak," galíasana „Ingeborg," „Oscar“ og „Victoria“ og gufuskipið ,.Stadt“. Hann seldi síld í Stokkhólmi og tapaði alls kr. 1.577,65 á íslandsútgerð ársins41). Aftur á móti gerir Köhler árið upp með 100 Jmsund króna tapi42). Allar nýju íslensku. síldarútgerðimar, sem keypt hafa dýrar nætur og báta hafa orðið hart úti 1882. Það félag í Eyjafirði, sem best gekk, fékk aðeins 60 tunnur síldar. Hluthafamir urðu fyrir stórtapi. fslensk blöð skrifuðu mikið um hessi vonbrigði. „Svipull er sjávarafli“ segja J>au. Aldrei má gleyma að taka hafíssumurin með í reikninginn43). 1883 — í ókunnu landi. Hart mót hörðbL Verslunarfélagið Köhler í Stafangri hefur hætt miklu við ís- landsveiðamar. Félagið hefur reist hús á Seyðisfirði og Eskifirði og leigt húsgmnna á Mjóafirði. íslandsleiðangrar Köhlers voru stærstir allra J?rjú fyrstu árin með 2—3 nótabrúk, helmingi fleiri jaktir og galíasa til íbúðar og söltunar og 3—4 gufuskip til flutn- inga. Jafnt og þétt voru keypt skip og bátar, nætur og annar út- búnaður og mikið magn af salti og tunnum. Og mikið purfti í launagreiðslur. Köhler gat haft allt að 250 manns í vinnu við eina íslandsútgerð. Áhættan var mikill). Köhler tapaði 100 J^úsund krónum á íslandsútgerðinni 1882. Veiðin við Norður-Noreg misheppnaðist einnig og tekjumar af skipaútgerðinni rýrnuðu stöðugt. Mörg hinna stóru fyrirtækja í Stafangri höfðu lagt hart að sér síðustu árin. En J>að kom eins og l>ruma úr heiðskíru lofti Jægar einn traustasti atvinnurekandi bæjarins, E. B. Svendsen, varð gjaldþrota í nóvember 1882. Þetta hafði í för með sér ábyrgðatap fyrir mörg verslunarfélög í bænum, og átti sinn þátt í Jjví. að Köhler varð einnig gjald)>rota 5. janúar 1883. Þar með var endanlega lokið hinu mikla fslandsævintýri Austurland jólablað 1981 Köhlers. Brátt fylgdu í kjölfarið röð gjaldþrota. sem drógu með sér í fallinu mörg af helstu fyrirtækjum í bænum. Þetta ár voru skráð 27 gjaldþrot í Stafangri. Meðal annarra varð G. A. Jonasen að gefast upp og selja öll s:n skip og aðrar eignir. Lýsisbræðsla hans á Seyðisfirði var seld Torvald Imsland2). Niels Thorgersen og fiskimennirnir átta, sem höfðu vetursetu í Köhlershúsinu á Eskifirdi. unnu nú fyrir „J>rotabú Köhlers". Skömmu eftir áramót var mikil síld í Austfjörðum. Norsku fiski- mennimir á Eskifirði og Mjóafirði héldu út með nætumar og köstuðu. Þeir höfðu jafnan nokkra síldarlása og söltuðu öðru hvoru3). Nokkur Stafangursfyrirtæki, sem ekki höfðu orðið gjaldþrota, vildu nú gera tilraun með vetrarveiði á íslandi. Peter Randulff. skipstjóri, sem í ]>rjú ár hafði stýrt „Vaagen,“ gufuskipi G. A. Jonasen í síldarflutningum á íslandi, var á Reyðarfirði í mars 1883 og rak nótabrúk fyrir Stafangursfirma með íslenskum mönn- um4). Lars Berentsen sendi í mars nótalag með gufuskip til Reyðar- fjarðar, nótabassi var Nils Djúpevág. f landi bjuggu 13 menn. Gufuskipið lá úti á firðinum, í l>ví bjuggu 7 menn. Þegar Randulff sá )>á korna, tók hann næturnar í bátana. Dag einn sá Nils að íslendingamir reru út. „Við verðum að fara af stað einnig.“ segir hann, J>ótt mönnum lítist ekki á veðrið, }>að var stormur og rigning. Nils verður fyrri til að finna síld og kastar. Þeir eru ekki með íslendingunum. Þeir kasta á hverjum degi, J?ví mikið er um síld. — Skipstjórinn er með 03 vinnur í bátunum, honum fellur best að „skimla“ og elta síldina. Stund- um verður hann svo ákafur að hann varpar áhöldunum í sjóinn. En honum er sama hvort sjómennirnir eru um borð í skipinu eða ekki og gætir ]>ess ekki. að J>eir sitja lengi skjálfandi í bátun- um. — Næturnar fyllast, )>eir taka upp síld og salta, bæði um borð í skipinu og í landi. Nils saltar sjálfur 1400 tunnur. Hann reisir upp fjórar tómar tunnur og eina salttunnu í senn. Þeir, sem bera síldarbalana í land, láta dálítið af síld í hverja tunnu, og Nils mokar salti yfir, J>annig að saltið dreifist jafnt í allar tunnumar. Tíu menn hafa nóg að gera við að háfa síldina upp úr bátunum og bera hana í land. Salttunnurnar ber Nils einn í fanginu. — Kvöld eitt átti Nils erindi út í skipið. Þegar hann ætlar að róa í land, er hann svo J>reyttur að hann getur vart lyft árunum. róið að bryggjunni og bundið bátinn Hann verður að setjast á stein Það er svartnætti og nístings kalt og bann gæti frosið í hel. En loks jafnar hann sig svo, að hann getur skjögrað upp að húsinu. Hinir hafa unnið í tveim flokkum. fengið mat og hvíld öðru hvoru. En Nils hefur ekki haft neinn til að skipta við sig og hefur ekki bragðað mat allan daginn. — Loks er skipið fullhlaðið og allir menn fara heim aftur með síldinniö). Um miðjan mars fá fiskimennirnir á Mjóafirði 400 tunnur af síld í einu kasti. — Henrik Svendsen í Stafangri sendir nótalag til Fáskrúðsfjarðar 10. apríl með gufuskipinu „Alf‘. Mikil sfld er í firðinum. nótalagið fær 5.000 tunnur í lás. en )>á gerði hvass- viðri og )>eir ná aðeins 2.500 tunnum úr lásnumð). — „Helene,“ jakt Storðarfélagsins. heldur frá Haugasundi 17. apríl til Mjóa- fjarðar. „Helga.“ jakt frá sama félagi. hefur legið á firðinum allan veturinn með N. M. Svanberg, skipstjóra og 7 fiskimenn. „Helene“ tekur síldina, 485,5 tunnur af stórsíld. sem er full af hrognum og sviljum. og tekur einnig nokkuð af ]>orski. „Helene" er fljót í ferðum og kemur til Björgvinjar 11. maí með fyrsta sfldarfarm ársins. Fiskiskip hefur ekki áður komið svo snemma frá íslandi. Skipstjórinn segir. að veður hafi verið milt og firð- imir svo gott sem íslausir?). — Gufuskipið „Alf.“ skipstjóri J. Kiddelsen, er komið til Stafangurs 23. maí með 2.058 tunnur síldar frá Fáskrúðsfirði8). Til Seyðisfjarðar kernur norskt gufuskip 16. maí með vörur frá „hinu norsk-íslenska síldveiðifélagi, sem stofnað var í fyrra," segir Karmsundsposten. Skipið á að halda ferðinni áfram suður um til Reykjavíkur, en hleypir inn til Fáskrúðsfjarðar í leiðinni, en )>ar er J>á allt fullt af sfld og jafngott að liggja J>ar og fá farm. Hin léleja veiði við ísland hefur ekki fælt neinn frá )>átttöku í ár, )>vert á móti. Eins og í J>vermóðsku búa nú veiðimennimir við ísland út stærri síldveiðiflota en nokkru sinni fyrr. Frá miðjum júní sigla skútumar norður yfir hafið í hópum. Stavanger, bær- inn, sem gjald)>rotin léku harðast, sendir 17 skip af stað með 20 nótabrúk og 379 menn. Frá Skudeneshavn er J>átttaka í há- marki, 7 skip halda til íslands með tvö nótabrúk og 52 menn. Frá Mandal sigla 2 skútur með 3 nótabrúk og 48 menn. Frá Björgvin em í ár 11 skip að veiðum við ísland með 7 nótabrúk og 134 menn. Storðarfélagið er með tvö skip með eitt nótabrúk og 16 menn. Þetta er Eyjafjarðarnótabrúkið. en )>að hefur einnig nótabrúk með mönnum 05 tveim jöktum á Mjóafirði. Frá Ála- sundi sigla eins og venjulega 2 skútur til Oddeyrar með eitt nótabrúk og 28 menn. -— En síldarbærinn Haugasund, tekur öllum öðrum fram með útgerð til veiða við ísland. Vissulega 27

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.