Austurland


Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 11

Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 11
teigurinn og bar við himin. Þegar nær kom. gátum við séð, að sum trén voru farin að gulna efst á krónunni. Ég hugsaði til Guttormslundar, sem var 5 árum yngri en þessi teigur: Þar áttu trén einmitt að vera að byrja að gulna um hetta leyti. Báðir eru f>essir teigar ættaðir úr Arkangelks- héraði, sem segir }>ó ekki nema hálfa sögu. ]>ví að þetta hérað er a. m. k. jafnstórt og Finnland. Við skoðuðum lerkið vandlega. Það var beinvaxið og í bestu ]>rifum. Sprotar af úrvalstrjám — eða kynbótatrjám — ]?aðan hafa verið græddir á stofna í lerkifrægarði niðri við strönd Helsingjabotns og úr }>eim fræ- garði höfum við nú fengið fræ í nærfellt 10 ár. Við erum mjög bjartsýnir með, að )>að muni reynast vel á íslandi. Það fékk eldskírn sína frostnótt- ina miklu 27. maf, 1974, ]>egar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn mikla sigur í byggðakosningunum. en svo miklum heljarkulda stafaði af, að tré kólu um allt norðanvert land:ð og austanvert og voru mörg ár að ná sér eftir. Lerkiplöntumar tveggja ára gamlar, vaxnar upp af fræi ættuðu frá ]>essum stað, }>ar sem ég var nú staddur, stóðust ]>essa eldraun náttúr- unnar eða öllu heldur frostraun. Þessa minnisstæðu frostnótt rifjuðust upp fræg orð frá Þingvöllum árið 1000: Hverju reiddust goðin . . . ? Næturgisting í Dóróteu í smábænum Dóróteu, sem fyrr var nefndur, er ákaflega snoturt gistihús og matseld eins og best verður á kosið, en ]>e2ar v:ð Bengt knúð- um ]>ar á dyr, var hvert rúm skipað. Það var ekki pláss fyrir okkur á gistihúsinu hér heldur. Okkur var vísað á hús eitt í bænum, ]>ar sem við gætum fengið inn:. Þar bjuggu öldruð hjón, síðustu bændumir á ]>essum stað. Fjósið og hlaðan stóðu enn, farin að skekkjast og fallegt lítið bjálkahús rétt hjá íbúðarhúsinu, sem var tveggja hæða oj rnikið um sig. Að sjálfsögðu úr timbri, eins og öll íbúðarhús í sænskum bæjum, að blokkum einum und- anskildum. Það var gott að búa hjá ]>essum gömlu hjónum. Hún bauð okkur í kvöldkaffi í eldhúsinu með gómsætu bakkelsi beint úr ofninum, og kl. hálfsjö um morguninn gaf hún okkur morgunverð líka í eldhúsinu með alls kyns góðgæti og ketilkaffi, sem ég hef ætíð saknað, síðan ég vandist ]>ví í skógarhögginu fyrir 35 árum. Þetta var sænskt al]>ýðufólk, sem tók okkur eins og sonum sínum og geislaði frá sér hlýju og sannri gestrisni. Smekkvísin og snyrtimennskan var hér eins og hvarvetna í ]>essu landi. Á vatnasvæðinu Eftir miðri Norðursví)>jóð endilanjri gengur eins og iína, sem skilur að láglendið upp frá Helsingjabotni og dalina og hálsana, sem ná alla leið vestur á Kjöl. í dalbotnunum eru löng og mjó stöðuvötn, en land annars allt skógi- vaxið, fyrst nær eintóm fura og björk, en greni meira, ]>egar vestar dregur og land hækkar. Þetta vatnasvæði nær alla leið norður til Noregs að Finnmörku. Þegar við kvöddum gömlu hjónin )>arna í morgunsárinu, hófst ein lengsta bílferð, sem ég hef farið á einum degi. Þegar við komum til Sávar um miðnættið eftir 17 U'ma ferðalag, höfðum við að baki eina 900 km og nokkurra tíma fjallgöngu í óbyggðum Jamtalands. Dórótea er rétt við sýslumörk Vesturbotns og Jamtalands, sem er / fjallaskóginum eru víða fallnir trjábolir. sunnar. Báðar sýslumar — eða lén á sænsku — ná að Noregi á Kili. Jamtaland gegnt Þrændalögum. Mest af leiðinni vestureftir lá um Jamtaland. Byggð er svo háttað, að smábæir og ]>orp eru á strjáhngi, bændabýli engin í byjgð lengur, annars endalaus skógúr milli vatnanna. Hann klæðir fagurlega hálsana og hið sérstæða munstur barrskógarins fer vel og er eins konar grunnur í landslaginu, en björkin í haustlitum fjörlegt ívaf. Við ókum nær alla leiðina meðfram vötnum, sem taka við eitt af öðru, eins og hlekkir í keðju oj stutt eiði á milli. Hæðarmunurinn er ]>etta 20—30 m milli vatnanna Hið fyrsta |>eirra, Fláavatn, skammt sunnan við Dóróteu er 264 m yfir sjávarmáli, en hið vestasta, sem við ókum meðfram, Storjorm, er í 347 m hæð. Á eiðunum milli ]>eirra eru víða raf- stöðvar, enda voru Svíar snemma á ferðinni að virkja )>au til raforku- framleiðslu og vatnsmiðlun óvenjulega auðveld. Lengi vel voru hálsamir milli valnanna fremur lágir og landslagið mjúkt, enda slípað af meginlandsísnum á síðustu ísöld. Norðan við Fugls-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.