Austurland


Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 25

Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 25
skoðun. að J>eir verði að taka pá síld, sem býðst. Þeir fá lánað kastakkeri og sökkva því spöl frá landi. Þá ná þeir lengra út á fjörðinn með nætumar, ]>angað sem síldin heldur sig. Það er ]>ungur dráttur, en f>eir ná ]>ó nótunum að landi og sfldin fylgir með. Þeir setja síldina í lás og kasta aftur. Þennan dag fá }>eir alls 300 tunnurlð). Gufuskipið „Erik Benentsen“ fær nú loks farm og kernur til Björgvinjar 10. september með 2.500 tunnur síldar20i). Giertsen, kaupmaður í Björgvin. fær símskeyti frá Kaupmanna- höfn 15. september. Þar er frá }>ví skýrt, að par hafi engin íslands- síld sést í ár. Fyrsta sending, sem kemur, selst áreiðanlega háu verði. p\í nú sé vissulega ]>örl' fvrir stóra síld í Sví)>jóð2l). Frá öðrum fjörðum á Austurlandi koma fá skip heim með síld í september, fyrst jaktin „Dina“ og síðan galías „Skánevig" frá Fáskrúðsfirði og gufuskipið „Vaagen“ frá Seyðisfirði. Gufu- skip Lehmkuhls „Nordkap" fór tómt frá Eyjafirði til Eskifjarðar, fær par slatta, 559 tunnur síldar, og heldur áfram til Björgvinjar. Frá Eskifirði sigla samtímis galíasamir ,.Kaperen“ og „Flenriette" með sfld til Haugasunds22). Um miðjan september kemur „Dina.“ jakt Amlies, aftur frá Haugasundi með salt og tunnur og tekur höfn á Eskifirði til að fá tollafgreiðslu. Tveir hásetar klifra upp til að festa stórseglið sinn hvom megin á ránni. Þá missir annar ]>eirra fótfestuna og fellur, slær höfðinu við tunnu. sem stendur við borðstokkinn. lendir í sjóinn og deyr samstundis. Hann hét Ole Olsen. var frá Veröy í Vestur-Lofoten og var 18 ára gamall23). í bréfi frá Seyðisfirði, dagsettu 28. september, segir að ]>ar sé síldveiði lokið. Um 1. október fæst lítið eitt í lás á Mjóafirði og nokkrir síldarlásar standa enn í Reyðarfirði. Þau fáu nótalög. sem verið hafa á Reyðarfirði liafa besta útkomu, hafa fengið um 20.000 tunnur. í byrjun október halda ]>rjú gufuskip heimleiðis með síld frá Austfjörðum: „Augusta“ til Björgvinjar, „Stadt“ til Haugasunds og „Alf" til Stafangurs. Samtímis heldur skonn- ortan ,.Albert“ með sfldarfarm til Björgvinjar24). Ein vika líður og önnur án ]>ess að vart verði við meiri sfld. Lásamir tæmast smátt og smátt. Mörg skip hætta og halda heimleiðis frá Aust- fjörðum. „Ansgar“ galías Nagells kemur hlaðinn til Haugasunds 25. október. Thormodsæter skipstjóri segir. að pegar peir fóru frá Mjóafirði fyrir 16 dögum. hafi enyar horfur verið á frekari veiði. hvorki par né í Seyðisfirði. Næstu daga koma nokkrir fleiri Reyðarfirði. Með póstjufuskipinu „Ronny“ sendi Storðarleið- angurinn 200 tunnur síldar frá Hrísey til Kaupmannahafnar27). Nú líður að nóvember. í Haugasundi bíða allir með eftirvænt- ingu eftir sfldarskipunum frá Eyjafirði. en ekkert kemur. Milli I. og 6. nóvember eru aðeins afgreidd 10 skip frá Austfjörðum, aðeins prír galíasar eru með síldarfarm. Ein jakt og fjórir galíasar frá Haugasundi hafa ekki annað meðferðis en salt og tómar tunnur. Til Stafangurs koma galías „Inger“ með 72 tunnur sfldar. en annars salt, og gufuskipið ,.Dido‘ með ballest28). f næstu viku koma 30 skútur heim frá Austfjörðum. Það er ]>að sem eftir var af leiðöngrunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Norðfirði. Mjóafirði og Seyðisfirði. Tuttugu af )>essum skútum eru aðeins með salt og tómar tunnur um borð. Galías „Nimrod“ er með 660 tunnur af síld, skonnortán ,.Hardangeren“ er með 324 tunnur sfldar, ]>rjú skip eru með meira en 200 tunnur. tvö yfir 100 tunnur og ]>rjú eru með rninna en 100 tunnur af sfld29). Á sama tíma koma nokkrar skútur frá Eyjafirði. Hinn 9. nóvember er tilkynnt frá Skudeneshavn: „Galías „Ora & Labora“ kom í dag eftir 12 daga ferð frá Eyjafirði án ]>ess að hafa fengið farm. Við brottför voru nokkrar smátorfur í lásum í Eyjafirði, en síldin var mjög dreifð. Það er víst óskaplegt tap á íslands-út- gerðinni í ár“. Skip O. A. Knudsens, „Anny Föyen“ kemur einnig frá Eyjafirði án annars farms en salts og tómra tunna. Aftur á móti hefur Storðarleiðangurinn haft heppnina með sér, skonnort- an „Sigurd“ kernur heim með 797 tunnur síldar og jaktin „Elísabeth" með 200 tunnur. Og „fslandsleiðangurinn frá Hauja- sundi“ sendir 1000 tunnur af síld heirn með skonnortu Rönnevigs „Adoram“. Hinn 11. nóvember er gufuskip Berentsens „Kronprinsesse Victoria“ komið heim til Stafangurs með 900 tunnur síldar. Skipið fór frá Eyjafirði 5. nóvember. Þá var útlit fyrir veiði, og margir fiskimenn kusu að bíða tunglkomu. Þar höfðu fengist smáslattar upp á síðkastið. ]>ar af hafði nótalag Berentsens fengið 2 200 tunnur og Köhlers 500 tunnur3í’>). Margir fiskimennirnir eru orðnir svo leiðir á að liggja hér án )>ess að fá síld. að ]>eir vilja fara heim. En nokkrir bassar neita að gefast upp. einn )>eirra er Nils Djúpevág. Nótalagið hans kastar. Það eru næturfrost og ]>að Iiggur við að }>eir nái ekki nótinni aftur. Strax á eftir er kastað aftur. en veiðin er aðeins ónothæf smásíld. Nils Ióðar og lóðar. Svo finnur hann stórsíld og gerir síldarfarmar frá Austfjörðum, galías „Elektra“ til Flekkefjord með 1230 tunnur sfldar, „Alliance,“ galías S. B. Svendsen, til Kopervík með 820 tunnur og til Haugasunds galías „Solid“ með 1227 tunnur og jaktirnar „Anna" og „Alberthine" með 600 tunn- ur hvor. Annars er ]>etta rýrt. Gufuskipið „Polymnia“ kemur að- eins með 616 tunnur til Stafangurs, og til Haugasunds kemur samtímis jaktin „Gottfrid“ með 145 tunnur og tveir galíasar og ein jakt aðeins með salt og tómar tunnur25). Eyjafjörður verður ekki íslaus fyrr en komið er fram í septem- ber. Hinn 20. september er par mildur sunnanvindur og 13 stiga hiti. fyrsti sumardagur ársins. Dálítið af sfld fæst í net og nokkur smáköst eru tekin í firðinum. Lengra úti veiðist dálítið af ]>orski. — En góðviðrisdagana má telja á fingrum annarrar handar. Snemma í október gerir norðan storm með snjókomu. Síðan snýst hann í vestanstorm, sem verður að ofviðri og veldur skaða. Einn af léttbátum Smedsvig kastast langt upp á land og brotnar í spón26). „Norðmaður" segir í bréfi frá Eyjafirði 8. október að erfiðlega gangi að fiska og útlit fyrir veiði sé slæmt. Við tunglfyllingu og á „síðasta tunglfjórðungi" náði eitt nótalagið nokkrum köstum. Allt í einu kom mergð fugla og sjávardýra og áta í fjörðinn. en allt hvarf jafn snögglega. Lítið var af sfld i lásunum, aðeins 200 tunnur í )>eim stærsta. Alls hafa aðeins veiðst 1000 tunnur sfldar og skiptist veiðin á mörg nótalög. Sfldin er góð. en petta er aðeins smá fjarðarsfld. — Nú bíðum við allir eftir tunglkomu. síðan förum við héðan, verði ekki breyting á. — Galías „Liberal“ er nýkominn frá Haugasundi og skonnortan „Anny Föyen“ frá Salomon Kalvenes, sem hann hefur samvinnu við, aðvart. Kalve- nes-menn koma seint, ]>eir eru ]>reyttir á að kasta og hafa fengið nóg. Þegar ]>eir loks náhast bcrja ]>eir árunum í sjóinn til að fæla sfldina frá landi. En Nils hrópar: „La gá not," sfldin vill forða sér á meðan pe'r kasta. en ]>á koma tveir hvalir og reka hana inn í nótina aftur. Mcnn Kalvenes halda áfram að tefja fyrir. Þeir eiga að róa í iand með kaðal frá öðru nótareyrana, en sleppa kaðalendanum í sjóinn, ]>að er erfitt að ná honum aftur. Þegar draga á nótina að landi fara ]>eir sér svo hægt, að nótin er slök allan tímann. En síldin náðist og ]>að er mesta veiði sem ]>eir hafa fengið í langan tíma. Menn Nils hrópa húrra. Það gjöra hinir líka, en Nils vill helst loka á ]>eim túlanum. Þeir eiga ekki heiðurinn af því að síldin náðist3l). Firma Berentsens hefur sem umboðsmann á Eyjafirði Olaus Housken skipstjóra frá Stafangri. Hann hefur komið sér fyrir á Oddeyri sem íslenskur kaupmaður og hefur leigt lóð af Gránu- félaginu. Hann hefur bréf upp á að hann megi selja í smásölu daglegar nauðsynjar og í heiidsölu kol, salt, timbur, kom, strengi og hamp og allt, sem varðar fiskveiðar. Hann má salta sfld og stunda fiskveiðar. Hann er tninaðarmaður Berentsens og miðlar málum ef ágreiningur verður, t. d. milli bassans og skipstjór- anna í leiðangrinum. Þeir kalla hann „Housken gamla“. Hann er hygginn maður og réttsýnn32). Hann biður nú um skip frá Álasundi með tunnur og til að sækja síld úr síðasta stóra lásn- um33). Við lá að lásinn færi forgörðum í hvassviðri. sem geysar í tvo sólarhringa. Svo horfði sem allur veiðiflotinn færist. „Nú er Austurland jólablað 1981 25

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.