Austurland - 23.12.1981, Qupperneq 16
Ögmundur Helgason:
Nípukerlingin
Þegar skyggnst er í heimildagögn, sem varða sögu genginna kynslóða,
eða annað, er heyrir til fortíðinni, ber margt fyrir augu. Sumt leynir á
sér við fyrstu sýn, virðist ekki neitt neitt, eða svo ómerkilegt, að ekki sé
vert að gefa f>ví frekari gaum — en breytir síðan um svip. öðlast nýtt
líf, þegar betur er að gáð og fyrir liggur meiri vitneskja.
Þannig var um fyrstu kynni mín af Nípukerlingunni. Ég sá hana
fyrst nefnda á nafn í ömefnalýsingu, j>ar sem lítt em raktar sögusagnir
frá liðinni tíð. Síðar komu í ljós önnur og loks enn önnur heimild, sem
nú hafa orðið tilefni þessara skrifa. Má með nokkmm sanni iíta á j>að,
sem hér er sagt, sem eins konar dæmisögu um vel heppnaða heimildaleit,
hverjum þeim, er stundar svokallaða fræðimennsku, hvort heldur árang-
urinn kallast j>jóðlegur fróðleikur eða sagnfræði.
f ömefnalýsingu Neslands í Norðfirði, eftir Guðmund Magnússon,
segir svo um nafnið Kerlingarfleti:
,,/ Breiðurák, nokkuö fyrir innan Nípuröð, eru tvö nokkuö breið
grasnef; draga nöfn af klettadrang, sem einu sinni stóð þarna, og kallaður
var Kerling".
Eins og fyrr segir, vöktu j>essi orð ekki sérstaka athygli mína, og
ekki hvarflaði að mér að spyrja nokkum um j>essa horfnu steinkerlingu.
Næst, j>egar ég rakst á hana, var forvitni mín hins vegar vakin. Það var
allnokkru síðar, er ég var að glugga í Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar í
leit að einhverju, sem markvert gæti talist úr Skorrastaðarj>inghá hinni
fomu. Þar er eftirfarandi frásögn, skráð laust eftir síðustu aldamót, eftir
Halldóri Jónssyni o. fl„ sem ber nafnið Nípukerlingin:
„Nípa heitir eitt hið œgilegasta hamraflug. Hún er utan í tanganum á
milli Norðjjarðar og Mjóafjarðar. Er hún oft kölluð Norðjjarðarnípa.
Ofarlega í fluginu stóð til skamms tíma steindrangi mikill, fremst á rák-
arbrún, er kallaður var Kerling, og fylgdi sú sögn, að hún vœri náttskessa,
er þar hefði dagað uppi á ferð milli fjarðanna. Heitir þar Kerlingarflötur,
er hún stóð. Loks eyddi tímans tönn áistæðu hennar, og steyptist hún þá,
eins og skáldið segir: „byltist fyrir björgin há,“ og hvarf í grjótjastri einu
ofan í hið grœngolandi hafdjúp“.
Hér var komin í leitimar sígild J>jóðsaga um Keriinguna eða öllu
heldur Nípukerlinguna, sem um gat í ömefnalýsingunni. Hún átti sem sé
að hafa verið eitt af fjölmörgum nátttröllum, sem bjuggu í fjöllum inni fyrir
langaiöngu, og oft stóð af nokkur ógn. Þessar vættir vom gjaman sagðar
á faraldsfæti í myrku skammdeginu, enda }>oldu j>ær ekki að sjá J>á
björtu lífgeisla, er landslýð stöfuðu frá rísandi sól, og vom jafnvel svo
hörð örlög búin að daga uppi og verða að steini við aftureldingu. Þannig
hafði fólk a. m. k. reynt að skýra, hvemig stóð á J>eim miklu klettadröng-
um, sem gnæfa yfir umhverfi sitt víða um land, áður en jarðvísindamenn
sviptu hulunni af j>essum náttúrafyrirbærum.
Að okkar skiiiningj nútíðarmanna hefur j>ama verið um að ræða
annað hvort heljarstórt bjarg, sem losnað hefur ofar úr fjallinu og sigið
fram á brún, j>ar sem j>að stóð, uns undirstaðan brast, eða leyfar af berg-
gangi, sem verið hefur harðari en klettamir í námunda og }>ess vegna
veðrast síðar af völdum úrfellis og vinda, j>ótt að lokum hryndi niður
í hengiflugið.
Nú væri sagan öll, ef ekki hefði komið til tilvitnun í einhvem kveð-
skap um J>ann atburð, er Kerlingin féll. Ég hóf samstundist að spyrjast
fyrir meðal norðfirskra kunningja minna af eldri kynslóðinni, hvað lægi
að baki j>essari ljóðlínu, en fátt varð um svör. j>ótt ýmsir könnuðust við
)>jóðsöguna. Mér var bent á að tala við Þorleif Ámason frá Grænanesi,
}>ví hann væri manna fróðastur um bundið m"' frá gamalli tíð og ætti
margt skráð eigin hendi. Þorleifur var vel heima og kvaðst hafa heyrt, að
j>etta væri úr löngu kvæði, en sér hefði ekki tekist að hafa upp á }>ví,
j>rátt fyrir eftirgrennslan. Auðsótt var að fá að skrifa niður önnur vísna-
mál, er hann átti í bókakompum sínum, og vörðuðu sitthvað, er gerst
hafði J>ama um slóðir.
Enn liðu fram langir tímar, án )>ess ég yrði nokkurs vísari. Þá var
J>að fyrir skömmu, j>egar ég sat á Þjóðskjalasafni og biaðaði gegnum
persónalíu eða einkagögn Jónasar P. Hallgrímssonar, prests á Skorrastað
Nípa. Hæsta standberg í sjó fram á íslandi — Ljósm. Hjörl. Guttormsson.
1883—’88, að hið langj>ráða kvæði lá mér allt í einu í höndum; ekki í einni
heldur tveimur uppskriftum!
Þetta kvæði eða bragur segir sögu Nípukerlingarinnar á gamansaman
hátt, og enda j>ótt kveðandi sé ekki aíltaf upp á J>að besta. hefur hið
stuðlaða mál eflaust skemmt ýmsum, er j>að barst til eyma í fábreytni
hversdagslífsins á j>essum tíma í Norðfjarðarsveit. Hvorugt handritanna
er með höndum prests. Annað ber yfirskriftina Nípubragur, en hitt er
nafnlaust. Á stöku stað er orðalag örlítið breytilegt, en hvergi svo nokkru
nemi. Höfundur er ekki nafngreindur. Hann hefur eflaust verið svo vel
J>ekktur öllum um sína daga, að ój>arfi hefur }>ótt að láta nafns hans
getið. En nú horfir öðmvísi við, J>ví svo langt er um liðið, að enginn veit
lengur, hver hann var. Auðvitað mætti geta sér til um einhvem j>eirra
hagyrðinga, sem vitað er um í hreppnum, en }>að mun látið ógert að sinni,
enda enga vísbendingu við að styðjast um einn umfram annan.
Það virðist ekki fjarri sanni að ætla, að Nípukerlingin hafi hrunið í
prestskapartíð séra Jónasar á Skorrastað, þ. e. einhvem tíma nálægt 1885.
Hefur sá atburður }>ótt svo miklum tíðindum sæta, að tveir menn hafa
orðið til að flytja presti sínum brag }>ann, sem ortur var af j>essu tilefni.
— Og }>að er einmitt J>ess vegna, sem hér hefur verið hægt að rekja J>ennan
heimildahnoða allt til enda, næstum 100 ámm síðar.
Merkilegt nú margt við spyrjum,
menn andast á degi hverjum
í fjöllum eða fiskakórö)
Kerling ein nú andazt hefur,
yrkisefni það mér gefur,
voveiflega fyrst hún fór.
Fátt menn vita um hennar hagi,
hún gekk ekki á aðra bœi,
í einsetu hún œtíð var.
Annað hvort hún aldrei giftist
eða snemma bónda sviptist,
því orð á slíku hún aldrei bar.
Samt munnmœli gömul greina,
gifting að hún reyndi eina
— en veiði sýnd oft veitt ei er.
Til foráttu hún fann það maka,
sem fékk hún Unnur Rút til baka,
og rak hann bráðast burt frá sér.2)
Halldór á Bakka'U helzt eg meina
hér frá nokkuð kunni að greina,
því ungur kvnntist henni hann,
meinalaust, seni margir segja,
en mér er bez.t um slíkt að þegja
og segi ei nenia sannleikann.
/ Norðfjarðarnípu bjó hún,
nægð til búsins jafnan dró hún,
svo aldrei kom hún upp á sveit.
Stól hún átti úr ÝmisbeinA)
upp í björgum hœst, eg greini,
lóðrétt yfir lúrusveit.5)
Austuiland jólablað 1981
16