Austurland


Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 23

Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 23
Kari Shetelig Hovland Norskar seglskútur d íslandsmiðum SMÁRI GEIRSSON OG BJARNI ÞÓRÐARSON, ÞÝDDU FRAMHALD 1882 — Náttúran grípur 1 taumana ísaár Allir norsku leiðangramir, sern hafa hús á Austfjörðum, ná til ákvörðunarstaða í júní og byrjun júlí. Þeir síðustu eru heppnir með veður á leiðinni. Askeland skipstjóri á galías „Heimdal, skrifar útgerðarmanninum Peder Amlie frá Eskifirði 10. júlí og segir að „við fengum ágæta ferð, hæg veður og góðan byr alla leið. Við komum hingað í gærmorgun eftir 5 sólarhringa. Hér er enginn orðrómur um síld ennj?á, en sagt er að sfld sé í fiski, sem veiðist úti fyrir Fáskrúðsfirði. Ég verð að segja yður, að Dina og Heimdal höfðu samflot allan tímann svo við gátum talast við daglega". Askeland skýrir einnig frá því, að þeir fái að starfa á sama hátt og í fyrra, en í ár verði allir að búa í landi og á Eski- firði nota þeir nafn (Mons) Larsens. Húsið á Fáskrúðsfirði er óskemmt. Þeir hafa nú fengið tollafgreiðslu og halda til Fáskrúðs- fjarðar strax og mögulegt er ásamt ..Dina,“ jakt Amliesð). Á Norðfirði hefur leiðangur O. A. Knudsens bækistöð sína með skonnortuna „Anny Föyen“ og galíasinn „Regres,“ og íslands- félagið frá Flekkefjord með jaktina „Rosendal“ og galíasana „Sella“ og „Elektra“. í ár reisir H. J. Svendsen frá Kopervik nýtt, norskt hús á Nesi í Norðfirði „til afnota fyrir pá, sem stunda fiskveiðar í hans nafni“io). Sami maður á hús fyrir á Mjóafirði. — Stafangursbúinn Ole Hodne, sem sumarið áður byggði sjóhús á Seyðisfirði, kemur þetta ár upp húsi á Eskifirði fyrir utan bæki- stöð Odlands, á Svínaskálail). Á Mjóafirði er örðugt um húsagerð Jætta sumar. Þrír útgerðar- menn frá Haugasundi byggja þar þetta ár: Johan Thorsen á Hest- eyri, bræðumir Öritsland á Skolleyri og Rönnevig á Brekku. Við hlið Rönnevigs byggir H. Svendsen frá Stafangri (sem frá fyrri tíð átti hús á Seyðisfirði). Bóndinn á Brekku, Vilhjálmur Hjálm- arsson, hafði fengið timburfarm með norsku skipi. Hann reisir nú stórt, tvflyft íbúðarhús úr timbri spölkom frá sjónum, þar sem túnið erl2). Þeir, sem hafa fasta búsetu í Mjóafirði og stunda þaðan fisk- veiðar allt sumarið, em á skattskrá Mjóafjarðarhrepps, með skip og báta. Á Asknesi eru fjögur nótalög: Zachariasen og Strömsváld hvor með eina jakt, einn nótabát og j>rjá færeyinga, H. J. Svend- sen með eina seglskútu, tvo nótabáta og ]>rjá færeyinga, og N. M. Svanberg með tvær seglskútur, fjóra nótabáta og sex færeyinga. Johan Thorsen á Hesteyri er með eina seglskútu, tvo nótabáta og tvo færeyinga. Félag Nils Olsen Veas á Skolleyri er með tvo galíasa, fjóra nótabáta og sex færeyinga, j>ar liggja líka nóta- bassinn Jan Jansen Gásnes frá Stolmen með tvær seglskútur, tvo nótabáta og tvo færeyinga, og nótabassinn Anders Grasdal frá Selbjöm með tvo nótabáta og }>rjá færeyinga. Knut Stokka býr }>ar einnig, hann er bara með einn færeying og er Ifldega hand- verksmaðuri3). Um sumarið viðraði illa á Austurlandi. Það er sífelld rigning og súld. Bændumir geta ekki þurrkað eitt strá af ]>ví vesældar- lega grasi, sem óx eftir kuldann. Sfldar verður vart í júlí. Til Mandal berst bréf frá Seyðisfirði dagsett 11. júh'. Þar segir að nótalögin hafi fengið tvær til tíu tunnur hvert. Smátt og smátt myndast þéttar sfldartorfur langt úti í fjarðarmynninu, en vegna hins kalda vatns koma }>ær ekki lengra inn. Allan ágústmánuð gengur dreifð sfld í Austfirðina. Fiskimennimir kasta á smátorf- ur. Það er stöðugur stormur og straumur mikill í sjónumi4). Meðan veiðiflotinn liggur innifrosinn í Eyjafirði, stundar Ludolf Eide porsk- pg hákarlaveiðar frá bækistöð sinni á fsa- firði. Skútumar hans komu að sunnan, sigldu norður með vestur- ströndinni til fiskimiðanna fyrir Vestfjörðum, J>ar sem hinn bless- aði golfstraumur hefur alltaf betur í viðureigninni við hafísinn. Eide tekur einnig lifur í lýsisbræðslu sína, — Eftir miðjan júlí verður sfldar vart á miðunum fyrir vestan. Fyrsta fslandssíld ársins kemur til Haugasunds 26. ágúst með „Liberal,“ galías Ludolfs Eideið). En úti fyrir Norðausturlandi liggja skipin og sigla fram og aftur. Þau komast ekki til hafnar fyrir }>éttum ís. Skonnorta Berentsens „Lagius“ liggur úti í 11 vikur. Nótabassinn Nils Djupevág er um borð. Dauðleiðir á hinni endalausu bið halda þeir til Færeyja, }>ar er íslaust, en ]>eir halda slrax til baka. í dimmviðri ná }>eir til Mjóafjarðar. Þegar birtir upp, fer einn af áhöfninni upp á fjallið og sér niður í Seyðisfjörð. Þar liggja aðrar skútur Berentsens. „Lagius“ er dreginn af árabáti út fjörðimi. Þeir fá byr, sigla fyrir Langanes og varpa akkerum við Grímsey. Þar er nægur fiskur, }>eir renna og fá stórlúðu 80—90 kg. — Þeir leggja líka línu. Loks komast }>eir til Hríseyjar, dytta að húsi og bryggju og búast til veiðalfi). Norðmenn hafa }>egar hafið störf á frosnum ströndum Eyja- fjarðar. Menn Lehmkuhls komast fyrst í gang. Gufuskipið „Nordkap“ var á Akureyri ]>egar síðast í júlí. Á leið út fjörðinn kom skipið við á Fagrabæ á austurströndinni )>ar sem Kristoffer Lehmkuhl leigði sjávarlóð af Birni Halldórssyni. Samningurinn er dagsettur í Laufási 28. júlí 1882. — „Nordkap“ hélt síðan áfram til Litla Árskógssands, stóra nessins á vesturströnd fjarð- arins rétt innan við Hrísey. Þar leigði Kristoffer Lehmkuhl lóð á Sandinum af Rósu Jónsdóttur hinn 1. ágúst. „Nordkap“ liggur sumarlangt á Eyjafirði. Skipið er með timburfarm og áhöfnin reisir sjóliús á Sandinum. Byggt er íbúð- arhús með veggjum af torfi og grjóti, klætt panel að innan. Þar er svefnherbergi fyrir 16 manns (]>riggja manna og tveggja manna kojur á tveim hæðurn). í öðrum enda hússins er eldhús og herbergi stjómanda. Lehmkuhl er í Hrísey 19. ágúst ogtekur á leigu sjávar- lóð á Syðstabæl7). Rósa Jónsdóttir í Litlaskógi leigir K. O. Kleppe frá Björgvin húsgrunn austan við lóð Lehmkuhls, 75 álna með sjónum. Samningurinn er undirritaður 29. ágúst um borð í gufuskipinu „Avance“. Bærinn Bimunes er milli Litlaskógar og Selár. Þar leigir sama dag Kleppe af Kristjáni Jónssyni alla sandströndina yst á nesinu. Næsta dag tekur hann á leigu hjá Sigurði Jóhannes- syni á Selá sjávarlóð í Selái-vík sunnan við lóð O. A. Knudsen. Fólkið á bænum skal hafa rétt til allrar vinnu, og byggi leigutakinn hús, getur bóndinn haft ]>ar veiðarfæri sín að vetrinumi8). Kutter á þorskveiðum við ísland. Knut Velde leigir sjávarlóð í Miðbæ norðan við Syðstabæ í Hrísey mót vestri. Velde kernur fram fyrir Smedsvig, Blixhavn og Rönnevig, útgerðarmenn í Haugasundi. Hér eftir kallast fslands- leiðangur }>eirra „Risöe Expeditionen“. Þeir byggja tvö hús og bólverk í Miðbæi8). „Svipull er sjdvarafli”. Þegar hús og bryggjur eru komin upp í Hrísey síðla í ágúst, fer nótalag Berentsens að svipast um eftir sfld. Þeir hafa hið nýsmíðaða gufuskip „Erik Berentsen“ sem dráttarbát og komast auðveldlega frá firði til fjarðar. Þeir reyna með nokkur köst á Siglufirði, en veiði er dræm. Þá halda ]>eir austureftir aftur allt til Mjóafjarðar. Dálítið er }>ar af sfld og fiskimennimir liggja ekki á liði sínu. Nótalag Berentsens kastar 51 sinni, en eftirtekjan er rýr. Loks eru nætumar svo útjaskaðar, að nótabassinn veigrar sig við að kasta á smáar torfur. En skipstjórinn er }>ó á þeirri Austuiland jólablað 1981 23

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.