Austurland


Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 21

Austurland - 23.12.1981, Blaðsíða 21
Fjölbreytni þjóðfélagsins Bandarískt þjóðfélag er óhemju margbreytilegt og fjölbreytnin í uppruna og menningu íbúanna er heillandi. Hvítum. svörtum, brúnum 03 gulurn er ætlað að lifa hér í sátt og samlyndi. Því miður er fjarri j’ví að svo sé. Þjóðfélagskerfið er mótað af og fyrir hvíta (karlkyns) millistétt með vestræna menningararfleið, sem álítur sína menningu |>á einu réttu og ætlast til að allir aðlagist hana. Kerfið er sett upp samkvæmt Þv>- Sami lífsstíll á að vera keppikefli allra. jafnt ]>ótt j>eir séu upprunnir úr mcnn- ingu Asíu. Suður-Ameríku, Afríku eða Evrópu. Junior, Sandy, Heavy og Nadine hafa ekki aðlagast. Því eru j>au kölluð utangarðs og jafnvel menningarsnauð. af j>ví j>au eru ekki hluti af menningu valdastéttar'nnar. En ]>au eru alls ekki utangarðs við jrjóð- félagið. þau eru hluti þjóðfélagsins. Hér mætast andstæðar stéttir Ég spurði forstöðumanninn, Gary Kaplan, um tilurð „Project Place“. Umræða okkar beindist að sjöunda áratugnum. Þá var mikið um að vera í bandarísku |>jóðfélagi, Nýjar hugmyndir unr samfélagið og mannleg samskipti skutu upp kollinum og margt var rætt. San Francisco, Chicago, New York og Boston voru höfuðvígi j>essara nýju menningarstrauma. Alls kyns umræðuhópar, frjálsir skólar. menningarmiðstöðvar og félags- legar j>jónustustofnanir risu upp. „Project Place“ var stofnað árið 1967 af ungum guðfræðinema við Harvard háskóla. Hann vildi reyna að ná til uppflosnaðra unglinga sem flykkst höfðu til Boston. Áhugafólk hóp- aðist í kringum hann. Það var líf í tuskunum í ]>á daga. En með harðnandi efnahagsástandi og breyttum viðhorfum dró úr J>essari hreyfingu, og nú er svo komið að „Project Place“ er eitt af j>ví fáa sem eftir lifir frá J>essum árum í Boston. Staðurinn hefur reyndar breytt nokkuð um svip. f stað }>ess að sinna millistéttar unglingum, beinist athyglin nú að lágstéttar- fólki á öllum aldri, einkum J>eim sem hvergi virðast tilheyra í „kerfinu" og ekki hafa öðlast j>á félagslegu J>jálfun sem virðist nauðsynleg til j>ess að vera a. m. k. talinn innan dyra. Gary sagði að kannski lægi mikilvægi „Project Place“ einkum í J>ví að hér mættust stéttir sem annars hefðu alls engan samgang. Hingað koma til starfa um skemmri eða lengri tíma mikill fjöldi ungs millistéttar- og jafnvel hástéttarfólks sem ekki mundi að öðrum kosti komast í kynni við tilveru og líf lágstéttarinnar. Þetta fólk fer héðan reynslunni ríkara, og sumir fá kannski tækifæri og völd síðar meir til að hafa djúptækari áhrif til breytinga. Harðir tímar íramundan Hvað er framundan hjá „fólkinu á götunni"? Sandy sagði mér að hún væri hræddari á götunum nú en nokkru sinni fyrr. „Það er miklu meira um slagsmál og ofbeldi," sagði hún, „fólk er svo óöruggt. Margir hafa misst framfærsluna og matarmiðana, J>að er búið að loka gistiheimil- um og nú er miklu erfiðara að fá leigð herbergi og ]>au eru líka svo dýr“. Það sem Sandy er að tala um er m. a. afleiðingar af stjómarstefnu Reagans forseta og ]>eirrar ákvörðunar J>essa fylkis á sl. ári að lækka eignarskatta talsvert. Þessi skattalækkun kom stórfyrirtækjum og j>eim ríkustu helst til góða. Fólk með meðaltekjur og j>ar undir naut ekki góðs af. (Ég hef heyrt að yfir 50% íbúa landsins sé með undir meðaltekjum). Stjómlist Reagans er ekki að athuga leiðir og skipuleggja uppbyggingu heldur að skera niður og skera niður j>að sem áður hefur verið byggt upp. Þannig er „sparað“ í ríkisrekstrinum. Undirrituð í starfi. Charline í föndwherberginu. Samdiáttiir í félagslegri þjón.ustu Hér í Boston er }>verrandi sjóðum mætt með uppsögnum á lögreglu, slökkviliðsmönnum og kennurum. Af }>eim ráðstöfunum eru daglegar fréttir. Stjómarfarið virðist einkennast af skyndiákvörðunum. Ákvörðun um lokun ákveðinnar lögreglustöðvar er tekin með nokkurra daga fyrir- vara og mönnum sagt upp á stundinni. Því er t. d. álag nú á starfandi lögreglumönnum meira en nokkru sinni fyrr. Ef íbúar viðkomandi hverfis mótmæla nógu mikið er gjaman hætt við lokunina. í ágúst var eitt púsund kennurum, af fimm }>úsund manna kennara- liði Boston borgar, sagt upp rétt }>rem vikum áður en skólar hófust. Meiri hluti ]>eirra var fastráðinn. Samkvæmt lögum má ekki segja upp fastráðnum kennurum, ]>ó er grein sem segir að )>að sé leyfilegt „ef fé er af skomum skammti“. 55 ]>úsund kennuram mun hafa verið sagt upp í öllu landinu nú í haust, ]>ar af voru fimm }>úsund hér í Massachusetts. Ekki gera slíkar ráðstafanir skólana hæfari en áður til að jafna misrétti ]>egnanna. Reyndar hafa skólarnir aldrei verið færir uni að gera )>að. Þeir hafa verið tæki valdastéttarinnar til að aðlaga ]>egnana stéttapjóð- félaginu og viðhalda ]>ví. Nú hafa ráðandi öfl fjölmiðlana til að sinna }>essum þætti og }>að dregur úr áhuga }>eirra á skólunum. Þegar nýtt fjárhagsár fylkisins hófst í júlí í sumar höfðu fjárlög }>ess ekki verið samþykkt. Það hafði |>ær afleiðingar að greiðslur á launum opinberra starfsmanna drógust í tvær vikur og framfærslufé var ekki greitt út ]>ann tíma. Þetta er víst árvisst ástand. Eru Sandý og Junior „að aðlagast”? Þrátt fyrir allt ]>að sem hér hefur verið sagt á undan um versnandi tíð, eygja Sandy og Junior e. t. v. betra líf framundan. Þau hafa nefnilega fundið laust herbergi og flytja væntanlega inn á næstunni. Það er ekki auðvelt að finna húsnæði í Boston. Talið er að aðeins 2% húsnæðis liggi á lausu, )>ar af aðeins 0,5% í láglauna húsnæði.. Sandy er farin að taka til í húsum hjá fólki og hefur aurað saman svolítilli upphæð. Hún fær 3,50 dollara á tímann (28 ísl. kr.). Herbergið er reyndar lítið og illa farið og kostar }>au 180 dollara á mánuði (1.440.00 ísl. kr.). Fyrir um 10 árum kostaði slíkt herbergi um 50 dollara á mánuði. Hér er verðbólga eins og víðar. Þetta herbergi |>eirra er í einu af )>eim u. ]>. b. 70 leiguhúsum með stökum herbergjum sem eftir eru í Boston. Þessi hús vora um 500 fyrir stuttu, en nú hefur flestum verið breytt í sambýlishús með íbúðum sem seldar era íbúunum. Hér er stefnan sú sama og heima að allir eigi að eiga sitt )>ak yfir höfuðið hvort sem }>eir geta )>að eða ekki. Junior langar að gerast húsamálari. Áralangt streð við að reyna að fá Junior og Sandy til að taka upp aðra menningu og aðlagast ]>jóðfélagi sem í raun hefur ekki pláss fyrir }>au, hefur borið árangur. En er breyt- ingin varanleg? Mun ]>eim líða betur? Eftir að hafa sett ]>essar Hnur á blað um vini mína í „Project Place“ og )>að ]>jóðfélag sem ]>au eru hluti af. koma mér í hug orð eins landa sem ég hitti fyrir skemmstu á ferð minni í öðru fylki. Hann hafði flutt hingað vestur um haf fvrir ári með fjölskyldu sína og var í starfi hjá fyrirtæki. „Hér er sko fínt að vera,“ sagði hann, „hér er framtíðin. Það er sko munur en djöfuls vitleysan heima á íslandi sem ég var löngu dauð- leiður á“. Brooklinc. 25. okt. 1981 Gerður G. Óskarsdóttir Austurlond jólablað 1981 21

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.