Birtingur - 01.06.1958, Page 4
Það er ágætt að geta talað á Lækjartorgi, en hvers virði er það frelsi,
ef það er notað til að æsa fólk upp gegn mönnum, sem vilja gera þjóðina
að friðflytjanda, vilja fá hana til að hætta að trúa á helsprengjur og
helsprengjustöðvar? Eða halda mennirnir að okkur sé vörn að hermönn-
um sem hafa enga helsprengju? Og ef þeir halda það ekki, halda þeir
þá að okkur sé vörn í því að hafa helsprengjur? Og halda þeir þá að
okkur verði hlíft vegna þess að við höfum helsprengjur? Eða hvernig
hugsa þeir sér vörnina? Eða vita þeir ekkert? Hafa þeir enga hugmynd
um hvað er að gerast í heiminum? Er Albert Schweitzer fífl, eða eru orð
hans varnaðarorð viturs mannvinar? Fékk hann kannski friðarverðlaun
Nóbels fyrir að stuðla að herstöðvum og vetnissprengjuframleiðslu? Er
heimspekingurinn Bertrand Russel að reyna að útbreiða kommúnisma?
Er hægt að bendla nóbelshöfundinn Albert Camus við kommúnisma? Er
ekkert mark takandi á landa hans Jean-Paul Sartre? Eigum við að hafa
orð Einsteins að engu? Eigum við að skella skollaeyrurium við því, sem
vitrustu menn þjóðanna segja? Hafa menn lesið bæklinginn „Friðlýst
Iand“? Geta þeir haldið áfram að trúa á hervarnir eftir að hafa lesið
hann? Það er ótrúlegt. Við getum hvorki trúað því, að þeir menn, sem
predika gegn friðarstefnu, séu vitskertir né að þeir séu illir í eðli sínu.
Þeir hljóta að fara sínu fram í jafngóðri trú og hinir hvatvísu stjórn-
málamenn í útlöndum, sem létu drepa Nagy, Ungverjann fræga. Þeir og
aðrir ættu þó að vita, að einnig kommúnistar eru hneykslaðir á þeim
réttarglæpum, sem framdir hafa verið í nafni hans? Geta þeir áfellzt
meðbræður sína, þó þeir kunni að halda áfram að trúa á einhvern betri
kommúnisma en ennþá hefur litið dagsins ljós? Presturinn, sem talaði á
Lækjartorgi, mundi ekki afneita kristinni trú fyrir það, þótt menn hafi
unnvörpum verið brenndir lifandi í nafni hennar. Hugsjónin um frið og
jöfnuð meðal manna deyr ekki, þótt svívirðilegir glæpir séu framdir í
nafni hennar. Þessvegna ætti fólk ekki að áfellast þá og forðast þá eins
cg líkþráa. Fólk ætti fyrst að skoða hug sinn og úthella tárum sínum
vegna þeirra grimmdarverka, sem framin hafa verið og haldið er áfram
að fremja í nafni frelsis og lýðræðis. Hættir það að trúa á frelsi og lýð-
ræði fyrir þær sakir? Nei, alls ekki. En er það ekki hneykslað? Neitar
það ekki að það eigi við glæpi og grimmdarverk, þegar það segir orðin
frelsi og lýðræði? Það er þó vonandi að það loki ekki augunum fyrir
illverkunum.
Hvers vegna nota menn manndráp í öðrum löndum til að hæðast að þeim,
sem reyna að upplýsa Islendinga um þá hættu, sem vofir yfir þeim sjálf-
um? Helrykið frá vetnissprengingum verður þó ekki kveðið niður með
háðsglósum, og ekki fer það í manngreinarálit né spyr um pólitískar
skoðanir. Sá maður sem lætur sér fátt um finnast, þegar minnzt er á
Strontíum 90, hlýtur að vera viti sínu fjær eða líkur strútnum, sem sting-
ur hcfðinu í sandinn. En það er þó undarlegt að reynt skuli að fela
2 Birtingur