Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 41
leiður á þörfum líkamans og öllu sem hann veitir og getur látið í té! Ég get svarið að ég vil heldur vera dauður en lifandi ... að minnsta kosti fannst mér það meðan ég lifði eins og þú! Nei, ég vi) ekki sjá hann: þú átt liann og þinn skal hann vera! Ég ætla mér aðein., að koma málum mínum í rétt horf. Þetta er reyndar viðvíkjandi láti mínu. Ég má engan tíma missa. Ætlarðu að lána mér hann? Þrír tímar nægja. Þú sérð, að ég fer ekki fram á mikið, Jósep. Röddin beið þess að Jósep tæki ákvörðun. Fjórir tímar, fimm tímar, svaraði Jósep. Vertu nú ekki að ergja mig, faðir! Ráddu yfir mér! Spurðu mig ekki hvort ég fallisf á það. Það sem þú biður um er þitt! Fjórir tímar, faðir, eða meira ef þú vilt! Nákvæmlega fimm tímar! Ekki mínútu minna ... nú skiptum við! ákvað hin örlagaþrungna rödd. Jósep tautaði ennþá einu sinni fyrir munni sér: Fimm tímar! Fleira var ekki sagt. Þeir skiptu eins og þeir höfðu orðið ásáttir um. Jósep lagðist í gröf föður síns. Hann heyrði föður sinn kveðja. 1 sama bili stirðnaði hann af kulda. Fimm tímar liðu, en hvernig fór? Kom faðir Jóseps aftur eða kom hann ekki ? Faðirinn kom fótgangandi til grafar sinnar og kallaði á son sinn. Jósep! Jósep! Nú er ég kominn aftur! Vaknaðu! hrópaði hann. Elsku drengur minn! Jósep! Jósep! Vaknaðu fyrir alla Guðs lifandi muni, Jósep! En Jósep svaraði ekki. Hann svaraði aldrei. Hann átti ekki eftir að svara. Jón Eiríksson þýddi. Carlos Edmundo de Ory er ungur spænskur höfundur, ættaður frá Cádiz. Hann gengur á svig við hefð og stefnur, og hefur skapað sér sinn eigin „ism to end all isms“: postismann sem er ekki með öllu óskyldur dadaismanum. Manni skilst að hann sé eins konar hvítur krummi á hrafnaþingi: ljóð hans eru í vissu tilliti vísvitandi móðganir, ekki sízt við yfir- völdin; hann er mjög afkastamikill, en fæst af verkum lians komast í gegnum nálarauga rit- skoðunarinnar spænsku. E. B. Birtingur 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.