Birtingur - 01.06.1958, Qupperneq 41

Birtingur - 01.06.1958, Qupperneq 41
leiður á þörfum líkamans og öllu sem hann veitir og getur látið í té! Ég get svarið að ég vil heldur vera dauður en lifandi ... að minnsta kosti fannst mér það meðan ég lifði eins og þú! Nei, ég vi) ekki sjá hann: þú átt liann og þinn skal hann vera! Ég ætla mér aðein., að koma málum mínum í rétt horf. Þetta er reyndar viðvíkjandi láti mínu. Ég má engan tíma missa. Ætlarðu að lána mér hann? Þrír tímar nægja. Þú sérð, að ég fer ekki fram á mikið, Jósep. Röddin beið þess að Jósep tæki ákvörðun. Fjórir tímar, fimm tímar, svaraði Jósep. Vertu nú ekki að ergja mig, faðir! Ráddu yfir mér! Spurðu mig ekki hvort ég fallisf á það. Það sem þú biður um er þitt! Fjórir tímar, faðir, eða meira ef þú vilt! Nákvæmlega fimm tímar! Ekki mínútu minna ... nú skiptum við! ákvað hin örlagaþrungna rödd. Jósep tautaði ennþá einu sinni fyrir munni sér: Fimm tímar! Fleira var ekki sagt. Þeir skiptu eins og þeir höfðu orðið ásáttir um. Jósep lagðist í gröf föður síns. Hann heyrði föður sinn kveðja. 1 sama bili stirðnaði hann af kulda. Fimm tímar liðu, en hvernig fór? Kom faðir Jóseps aftur eða kom hann ekki ? Faðirinn kom fótgangandi til grafar sinnar og kallaði á son sinn. Jósep! Jósep! Nú er ég kominn aftur! Vaknaðu! hrópaði hann. Elsku drengur minn! Jósep! Jósep! Vaknaðu fyrir alla Guðs lifandi muni, Jósep! En Jósep svaraði ekki. Hann svaraði aldrei. Hann átti ekki eftir að svara. Jón Eiríksson þýddi. Carlos Edmundo de Ory er ungur spænskur höfundur, ættaður frá Cádiz. Hann gengur á svig við hefð og stefnur, og hefur skapað sér sinn eigin „ism to end all isms“: postismann sem er ekki með öllu óskyldur dadaismanum. Manni skilst að hann sé eins konar hvítur krummi á hrafnaþingi: ljóð hans eru í vissu tilliti vísvitandi móðganir, ekki sízt við yfir- völdin; hann er mjög afkastamikill, en fæst af verkum lians komast í gegnum nálarauga rit- skoðunarinnar spænsku. E. B. Birtingur 39

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.