Birtingur - 01.06.1958, Síða 19

Birtingur - 01.06.1958, Síða 19
Hörður Ágústsson: Byggingarlist Segjum óskapnaði íslenzkrar byggðarmenningar stríð á hendur, snúum vopnum okkar gegn óvættunum: kauðaskap, afdalamennsku, yfirborðs- hætti, klúðri, hálfmenningu, tildi’i, ljótleika. Við sem áttum ósnerta sjón- deild, opið stórbrotið land sem smátt og smátt er verið að byrgja sjónum okkar. Ef maðurinn byrgir fyrir land sitt með gráum steinvegg, visnar hann og deyr eins og jurt í myrkri. Hvernig stendur á því, að íslenzka þjóðin er jafn glámskyggn og raun ber vitni ? Iívert sem litið er blasir smekkleysið við: gata, hús, húsbúnað- ur, bók. Allt styður þá skoðun að íslendingar séu í vissum skilningi blindir, hafi glatað gáfunni til að meta stærðir og form, þeirri gáfu sem hefur verið aðall menningarþjóða. Ég held ekki að þeir hafi farið varhluta þegar henni var úthlutað, heldur hafi þeir vanrækt hana: hlutur sjón- menntar hafi verið fyrir borð borinn í sögu okkar. Sízt vildi ég gera lítið úr bókmenntum okkar, en mér finnst stundum eins og þær hafi slævt listskyn augans. Hvers vegna gátum við ekki lagt rækt við myndlist jafn- framt því sem við sýndum máli og ritlist fyllstu hollustu, eins og flestar aðrar menningarþjóðir hafa gert? Erum við kannski í þessu efni sem mörgum öðrum kynlegt afbrigði, úníkum? Eða getur hugsazt að við séum svona ótrúlega misgefnir eða hreinlega siðlausastir allra? Ranglátt væri að kenna íslenzka byggðarmenningu við skrælingjahátt, því listir og listiðnir skipa yfirleitt virðingarsess með frumstæðum þjóðum. Sú þjóð sem geymdi sögur og kvæði af mestri tryggð, hefur ekki vílað fyrir sér að kasta listmunum sínum og byggingarlist á öskuhaugana. Fáeinir sér- vitringar hafa reynt að safna saman því sem nýtilegt hefur fundizt, og vel sé þeim fyrir það. En sjálft inntak þessarar gömlu menntar er hér- lendu nútímafólki framandi og ekki í nokkrum tengslum við líf þess á líðandi stund. Augljóst er, að áður fyrr hefur byggingarlist staðið hér á mun hærra stigi en nú. Reykjavík nútímans er til dæmis ekki líkjandi við Reykjavík eins og hún var um aldamótin: þá var örugglega heillegri og menningarlegri blær yfir húsagerð í höfuðstaðnum en árið 1958. Ef við eigum að geta gert okkur nokkra von um að þessari martröð létti, verðum við að reyna að skilja hvað henni veldur. Mér þykir líklegt, að frumorsök þessa ófagnaðar megi rekja til iðnbyltingar 19. og 20. aldar. Undir áhrifum frá henni breyttist rótgróið fornt og fámennt bændaþjóð- félag, sem aldrei hafði kynnzt öðru en fábreyttu og slæmu byggingar- efni, skyndilega í nútíma bæjarþjóðfélag. Stökkið var allt of stórt, þjóðin Birtingur 17

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.