Birtingur - 01.06.1958, Page 30

Birtingur - 01.06.1958, Page 30
steinar sigurjónsson: hvert? um nóttina hafði fallið snjór. hann var hreinn og minnti á líkklæði sveip- að um sofandi borgina. óvænt og sviplega sá hann mann einn birtast og innan skammrar stundar sá hann annan mann, enn síðar hinn þriðja. sjöl bar allt í einu við mjöllina; og þarna kemur önnur vera, kuldalegt mannslík vafið dökku sjali um höfuð, háls og búk, en hönd hennar hélt um sjaiið og bar við það, bleik á svörtum grunni. frá upphafi hefur fólk skjögrað út úr fylgsnum sínum fram á ný- lagðan snjó í lyktandi volgum flíkum, út mót hreinum dögum sínum, örblindum og firrtum hvötum til að skoða að láta dóma falla. fólkið. það hefur vaknað um morgna og látið heyra til sín eins og nú. það fálmar í göngum sínum eftir klinkum slagbröndum og hespum, og það hefur ávallt lokið upp hurðum með sama marri og nú og trítlað út á götur sínar, í norður suður austur og vestur, reikult og uggandi í spori af ótta við ban- væni loftsins, grámulegt og lotið, yfir götu þvera, eftir gangstétt, inn og út; og mjöhin verður ekki lengur hvít heldur bleik af förum fálmandi, volgra lima sem skildu þar eftir sig sporin. nú, eins og frá upphafi lífs- ins, falla á mjöilina skuggar af mönnum og svitaþefur. nú þóttist hann fá skilið hvers vegna ljóð um dauðann höfðu verið samin, að menn hlutu að hafa fundið til með sjálfum sér í sárum stríðum, skjálf- andi af voveiflegum gruni um smæð sína og getuleysi. svo sem suðandi flugnamergðin hefur slegið loftið með tungum fyrir einn langleiðan tón, þannig lifi maðurinn meðan hann getur baðað limi. hvað eftir annað hefur honum vaxið öfund og níðsleg orð til að gleðja bráðar kenndir. hann smækkar þó ekki það óendanlega að hann grenji ekki af ugg um sjálfan sig. eða hvort er hann, eins og í ljóðinu kveður, hafinn yfir þær sýkla- bæru pöddur fálmanga og klóa? hvort svipar ekki fitunni á líkömum þeirra til svitans eða fitunnar á líkama mannsins? fólkið gengur á fund við lífið í þennan mund, hrætt við að deyja, volgt undan sængum sínum, bleikt, togið, og minnir á skjögrandi krossa vafða sjölum. leggir þess hafa grennst af kuldanum og nú stígur það hræddum fótum á mjöllinni, reikar í spori og minnir á mýs sem trítla á ofursmárri músagötu og skýtur smáum felmturfullum augum út undan sér. ég er því jafn aumkunarverður, hugsaði hann. þegar é g trítlaði meðal fólksins á þessum nýlagða snjó og kápa mín blakti: eins og músaraugu reikuðu augu mín, dimm af voveiflegu flökti hugans . . . 28 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.