Birtingur - 01.06.1958, Side 43
Hver er boðskapur þessarar sýningar? Hann er hugkvæm ábending til
allra um skyldleika manna hvar á jörðu sem er, og á meistaralegan hátt
sýnt að tilfinningarnar eru þær sömu hjá öllum mönnum.
En enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sínu.
Ég ætla að leiða hjá mér að skrifa dóm um myndirnar sjálfar, en mikill
fjöldi þeirra eru einstæð listaverk. Hver mynd er eins og nóta eða hljóm-
ur í tónverki, sem ekki má falla niður í flutningi verksins.
Daginn sem lokið var við að liengja allar sýningarmyndirnar upp, var
ég svo lánsamur að geta skoðað sýninguna í ró og næði. Mér fannst sýn-
ingin vera stórkostleg. örlagsinfónía mannsins í myndum. Boðskapur
ljóss og skugga.
Við hverja stofu og sýningardeild hljómaði fyrir eyrum mér hið fræga
thema eða stef Beethovens úr örlagasinfóníu hans (5. sinfóníunni).
Það varð eins og hjartsláttur sýningarinnar.
Þegar Edward Steichen samdi sína örlagasinfóníu um manninn í myndum
þá gleymdi hann ekki hinni æðstu list, tónlistinni.
Fyrsta mynd sýningarinnar og sú mynd sem er á forsíðu bókarinnar
„Fjölskylda þjóðanna" er af hljóðpípuleikara, sem er að leika á hljóðpípu
sína. Hvað hann leikur heyrir enginn en það verður hver sýningargestur
að ákveða með sjálfum sér, nógu er af að taka.
Þessi dásamlega mynd af hljóðpípuleikaranum getur hér táknað alla tón-
listarmenn og svipur hans er svo góðlegur að ég held að hann spili fyrir
hvern sem er, það sem óskað er eftir.
Ég hallaðist að tónlist Beethovens eins og svo oft áður. Kom þá upp í
huga mér 9. sinfónía hans. Þá fann ég hvað líkt var með þessum tveim
mannvinum, Beethoven og Steichen.
Ég minntist lokaþáttarins í 9. sinfóníu Beethovens þar sem hann tekur
mannsröddina til hjálpar hljóðfærunum. En áður en það gerist virðist allt
vera komið í æðisgengið stríð, það er eins og hver höndin sé upp á móti
annarri (ef svo mætti segja) og allt sé í uppnámi.
Þá heyrist langt neðan úr undirdjúpum tónanna fagurt og blítt stef, sem
stöðugt leitar upp, en á erfitt uppdráttar, þó vinnur það stöðugt á og loks
tekst því að komast upp á yfirborðið og syngur þar unaðslega, þrátt fyrir
hin stríðandi öfl.
Þá lætur Beethoven barrytón hrópa:
0 Freunde nicht diese Töne
sondern lasst uns angenehmere anstimmen
und freudenvollere.
Ó vinir ekki þessa tóna, heldur hefjum þægilegri og gleðilegri söng.
Síðan syngur kvartett og kór lag Beethovens með undirleik hljómsveit-
arinnar „Sönginn til gleðinnar“ við kvæði Schillers „An die Freude". Hið
Birtingur 41