Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 46

Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 46
nægilega áherzlu á fyrirsögnina. Ef þar á ofan bætist stórt letur, veidur það aðeins glundroða, ofhlæði og endurtekningu; fyrst segir birtan: þetta er fyrirsögn; þvínæst æpa stóru stafirnir: ÞETTA ER FYRIRSÖGN. Slíkt ofríki fyrirsagnanna er móðgun við efnið sem er þó höfuðatriði. Hvers vegna hafa menn þá byrjað að nota stór fyrirsagnaletur ? Af misskilningi sem hver apar eftir öðrum og magnast smámsaman líkt og arfgengt lýti getur aukizt við óheppilegar aðstæður: ef móðir þín hefur stórt nef og faðir þinn líka, eru talsverðar líkur til að þú fáir enn stærra nef en þau. Ef þú færir til læknis, létir hann gera á þér aðgerð og minnka nefið í hóflega stærð, mundi kannski enginn þekkja þig fyrir sama mann. Gæti það ekki verið af svipuðum ástæðum sem menn eiga erfitt með að komast að efninu, ef uppsetningu er breytt frá því sem þeir hafa átt að venjast? í upphafi var ekki til neitt sérstakt fyrirsagnaletur, ekki heldur skipting í stóra og litla stafi. Þetta hvort tveggja er miklu seinna tilkomið og þarfnast endurskoðunar. Við sjálf letrin er einnig margt að athuga: stafagerðin er úrelt og ónáttúrleg á öld pappírs og prentvéla. Bókstafir voru fyrrum ristir í stein og gerð þeirra við það miðuð, að leturgrafararnir ættu sem hægast með að vinna verk sitt með þeim tækj- um sem tiltæk voru. Þetta viðhorf var í alla staði eðlilegt þá. Hið hlálega er, að enn skuli loða við bókstafina eitt og annað sem í öndverðu gegndi því hlutverki einu að gera þá auðristanlegri í stein með frumstæðum tækjum. Allt slíkt er óþarft nú og ætti að hverfa. Einnig þyrfti að hreinsa af bókstöfunum ýmiss konar flúr, sem hlaðizt hefur á þá eftir að fjöður- stafir komu til sögunnar og kann að hafa þótt til prýði í skrifletri, en er tii ills eins í prentletri: gerir stafina ljótari, margbrotnari og torkenni- iegri en æskilegt væri. Við þurfum að eignast nýtt teiknað letur, þar sem stafirnir eru einfaldir að gerð, þægilegir aflestrar fyrir augað, auðþekktir hver frá öðrum og hver stafur er aðeins til í einni gerð. Áfangi á leiðinni að þessu lokamarki er meiri hófsemi og einfaldleiki í notkun þeirra letur- gerða sem við höfum til umráða. En hvers vegna mislangar línur? Jöfnu línurnar gegna engu hlutverki öðru en gera hægri hliðar allra let- urfiata eins, það er að segja beinar. Engin skynsamleg rök mæla með því að hafa hægri línuna alltaf eins; ekki er fegurðarauki að því, þvert á móti: það eykur á flatneskjuna, gerir síðurnar einhæfar og optískt dauðar. Beina línan er ekki heldur til hagræðis við lesturinn, nema ef til vill fyrir þá lesendur sem finnst einhver þrekraun að bregða vana sínum að hreyfa augað alltaf sömu vegalengd þegar þeir lesa. En það er hvorki hlutverk bókmennta né prentlistar að þjóna vanaþrælum. En hvað mælir þá helzt gegn jöfnum línum? Það er til dæmis ástæðulaust að slíta sundur orð til þess eins að fá hægri línu leturflatar beina. Annað atriði mætti nefna: iðulega er óhjákvæmi- legt að hafa mislöng bil milli orða í sama leturfleti, af því að setjarinn 44 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.