Birtingur - 01.12.1960, Síða 8

Birtingur - 01.12.1960, Síða 8
Söngvar Maldorors (Les Chants de Maldoror) er einstætt verk sem hefur haft mikil áhrif á þróun Ijóðlistar, þótt sumir vildu ekki kalla það Ijóð. Það skiptist í sex kafla er höfundur nefnir „söngva", ég áætla að það mundi vera upp á 400 síður í skírnis- broti. Þetta verk semur Lautréamont á nokkrum mánuðum, tvítugur eða einu ári betur. Síðan byrjar hann á öðru verki sem hann hugsar sér algera andstæðu við Söngva Maldorors: hann kveðst hafa afneitað fortíð sinni, ætla framvegis að syngja um von- ina (ekki þjáninguna, örvæntinguna, illskuna, depurðina, einsog í Söngvum Maldorors), og hann getur þess að hann hafi í hyggju að leiðrétta nokkur fegurstu Ijóðin eftir Hugo, Baudelaire og fleiri til að sýna hvernig þau hefðu átt að vera. En árið 1870 deyr hann í gistihúsinu bar sem hann lifði einn síns liðs í rue du faubourg Montmartre, án þess að hafa samið meira af þessum skáldskap vonarinnar en formála er hefur yfirskriftina Poésies (Ljóð). Lautréamont hefur ekki orðið bók- menntafræðingum minni ráðgáta en Rimbaud sem byrjar einmitt skáldferil sinn sama árið og Lautréamont deyr, en þá hefur fyrsti kaflinn í Söngvum Maldorors komið fyrir almennings- sjónir. Ahrifa Lautréamonts gætir einkum og sérílagi í súrrealismanum, sem lifði sitt blómaskeið milli heimsstyrjaldanna, enda hefur hann verið nefndur faðir súrrealismans.

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.